Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 36
Gleypigangurinn með
fornbókmenntirnar
Það er áreiðanlegt, að flesta hefir rekið í roga-
stanz við að sjá, í hvert óefni er komið með hagan-
lega og samfellda útgáfu á fornbókmenntum vorum.
Með stofnun Fornritafélagsins og ríkisstyrk því
til handa, höfðu menn búist við að fá vandaða og
heilsteypta útgáfu þessara dýrgripa. Hvað það
snerti höfðu menn heldur ekki mikið út á fyrstu
bækurnar að setja. Hitt líkaði mönnum aftur illa,
að sjá frábrugðna stafsetningu með nýjum stöfum,
sem ekkert skólabarn kannaðist við. Líka það, að
illmögulegt var að komast að efninu fyrir eintómum
ágizkunum útgefenda, en það var oft upp undir
helmingur af bókinni, og gekk aðallega út á það að
rengja það, sem hinir upprunalegu höfundar höfðu
skrifað. Þykir mörgum það einkennilegt, að það
skuli vera orðin atvinnugrein, að hártoga fornsög-
urnar.
Menn tóku þetta þó möglunarlaust hvað með öðru,
því þeir vissu, að hinir sérvizkufullu yrðu að fá
eitthvað fyrir snúð sinn. Þeir vildu ekki verða til
að spilla fyrir þessari viðleitni, sem þarna var á
ferðinni, þótt þeir hins vegar hefðu kosið, að skýr-
ingarnar væru gefnar út sér, handa þeim, sem þess
óskuðu, og hefði það upplag ekki þurft að vera
svo mikið.
Útgáfa þessi hafði frá upphafi miklum stuðningi
að íagna. Þannig kostaði útgerðarfélagið Kveldúlfur
Egils sögu með öllu. Samt var upplagið haft svo lítið
á fyrstu bókunum, að það entist hvergi nærri.
Vegna eftirspurnarinnar, sem af því spannst, sá
Kiljan sér leik á borði að gefa aftur út Laxdælu,
og til þess að hafa hana að einhverju leyti frá-
brugðna, tók hann upp á því, að snúa framburðinum
úr Vestfirzku og yfir á Sunnlenzku. Þetta fannst
alþingismönnunum goðgá og auglýstu bókina svo
vel með gagnráðstöfunum, að hún rann út eins og
skot. En engum datt í hug, að lögfesta útgáfurétt-
inn á þessari almenningseign handa ríkissjóði einum
Svo var það í byrjun stríðsins, að Fornritaútgáf-
an hóf útgáfu á Heimskringlu, Snorra Sturlusyni
til heiðurs. Var gefið út eitt bindi, en síðan ekki til
sögunnar meir. Einmitt þegar ástandið kom til
skjalanna með kaupmættinum og bókaflóðinu, og
þjóðerniskendinni varð voði búinn, þá lagði Forn-
ritaútgáfan niður rófuna og lagðist fram á lappir
sínar. Sumir þeirra, sem að henni standa, hafa síð-
an birzt sem nokkurs konar leppar fyrir alls konar
annarlegum útgáfum á fornritunum, og hafa þeir
fyrir bragðið fallið mikið í áliti meðal alþýðu.
Þótt hin nýja útgáfa á Fornaldarsögum Norður-
landa sé mjög sómasamleg útgáfa, eru það þó ís-
lenzk fornrit, og hefðu menn helzt kosið, að þau
fengju að fylgjast að. Þá er og efnið í Flateyjarbók
ekki sama og Flateyjarbók sjálf, sem ætti að vera
til ljósprentuö á hverju heimili, vegna þess lista-
gildis, sem felst í sjálfri gerð bókarinnar. En það,
sem í henni stendur, tilheyrir hinum fornritunum.
Frá félögunum
Framhalds- aðalfundur Stýrimannafélags íslands
fór fram 8. apríl þ. á. Var þá kosin ný stjórn.
Skipa hana nú þessir menn:
Formaður: Pétur Sigurðsson,
varaformaður: Grímur Þorkelsson,
ritari: Kristján Aðalsteinsson,
gjaldkeri: Jón Sigurðsson,
meðstjórnandi: Haraldur Ólafsson.
Endurskoðendur: Jóhann Sigurbjörnsson
Júlíus Kemp.
Ennfremur var samþykkt að athuga möguleika á
því að gerast aðili að útgáfu Sjómannablaðsins Vík-
ingur, og á síðara fundi, hinn 22. apríl. þ. á. var
stjórninni falið að semja við F. F. S. í. um það á
nánar tilteknum grundvelli. Slikir samningar hafa
nú verið gerðir, og telst Stýrimannafélag íslands
héðan í frá að telja meðútgefandi Sjómannablaðsins
Víkingur, með sömu réttindum og skyldum viðvíkj-
andi blaðinu sem félög innan F. F. S. í. hafa, enda
þótt það sé ekki ennþá í því félagasambandi.
Á sama fundi var ennfremur samþykkt að láta
fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félags-
manna um það, hvort félagið skyldi áfram vera i
Alþýðusambandi íslands eða ganga í F. F. S. í., og
fer atkvæðagreiðslan fram á næstunni.
Skipstjóra- og stýrimannaf'élag Reykjavíkur.
Á nýafstöðnum aðalfundi voru birt úrslit at-
kvæðagreiðslu um sameiningu Skipstjóra- og stýri-
mannafélags Reykjavíkur og Öldunnar. Var sam-
einingin samþykkt með 98% greiddra atkvæða.
En það kastaði fyrst tólfunum í öllum þessum
gleypigangi, þegar einhverjir háðfuglar fundu upp
á því, að þeirra áliti snjallræði, að gefa út Snorre
Sturlesöns Kongesager út á íslenzku með norskum
grínmyndum. Þar er hinn átján ára kappi Einar
þambarskelfir sýndur eins og miðaldra Stavanger-
gárungi, svo maður nefni ekki boga-ómyndina, sem
hann er látinn vera að fikta með. Finnst manni
hann einna mest líkjast sálinni hans Jóns, þegar
hann kom út úr Gullna hliðinu. Jafn ónáttúrlegar
eru hinar myndirnar flestar, og eiga þær hvergi
heima við hinn þróttmikla íslenzka frásagnarstíl
frumritsins.
Að birta sígilt íslenzkt listaverk og sögulegt heim-
ildarrit með slíku útskiti, þótt krakka-útgáfa væri,
er landsmönnum lítill ávinningur, og er áreiðanlegt,
að einhver hefði verið flengdur á völlunum við Öx-
ará fyrir minni tiltektir og helgispjöll en þetta.
En sökin er raunverulega hjá Fornritaútgáfunni,
sem hefir með öllu brugðist skyldum sínum við þjóð-
ina. Hinir nýju útgefendur á „Snorra“ geta með
sanni afsakað sig með því, að þeir hafi haldið að
Fornritaútgáfan væri dauð, þó að ekki hafi verið um
það getið í blöðunum.
148
VÍKINGUR