Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 6
Ólafur Magnússon: Síldarlfíit mrð flugvél Síldveiðar eru orðnar stór mikill þáttur í framleiðslu þessa lands. Hefir það sýnt sig bet- ur og betur, og mun svo verða framvegis, ef búið er að þeim svo öfluglega frá mannshend- inni, að kyrrstöður um afsetningu á verðmæti flotans, meðan á veiðitímabilinu stendur, verði að öllu útilokaðar. Þar á ég við, hið mikla þrætuefni, aðferðina um arðbreytingu aflans og löndunarskilyrði, fleiri dreifðari afkastamiklar bræðslustöðvar og fljótvirk löndunartæki. Að þessum málum hafa margir einstakling- ar unnið, og það rökrétt, en það opinbera síð- ur, þó nú megi segja að byrjað sé lítið eitt að rofa til, en betur rná ef duga skal. Eitt atriði er nátengt okkur fiskimönnunum, það eru fljótvirk augu yfir hinn auðsópandi hafsflöt, „Síldarleit í flugvél.“ Þessi þáttur í sögu síldveiðanna er ungur, að nokkru hefir hann verið ræddur og menn hafa ekki orðið á eitt sáttir um nytsemi hans, en mér skilst að dómar um hann hafi ekki verið tímabærir. Fá eru þau nýbreytnisstörf eða fram- kvæmdir, sem ekki standa til stórra bóta, en meðferð þeirra þarf skýra og nákvæma fram- kvæmdarstjórn ásamt æfingu og þjálfun í starf- inu. Það eitt er víst að flugið almennt er nú og verður eftir hildarleik stórþjóðanna óútreikn- anlegt til gæfu og gengis umheiminum, eins mun verða með þennan litla þátt þeirra í 2 mán- aða tímabili atvinnulífs okkar Islendinga. Með þeim mikla skipakosti og góða útbúnaði til síldveiða undanfarin veiðitímabil, hefði oft orðið tafsamt að leita svæðið frá Horni austur um til Vopnafjarðar djúpt og grunnt og mikið hefði sú leit kostað, því eins og síldveiðarnar eru stundaðar nú, eru takmörk veiðisvæðisins talin öll þessi víðátta og ekki þrautreynt fyrr en umgetið svæði er yfirsiglt af flotanum, enda reynsla undanfarandi ára sýnt að svo er. Vaðskilyrði síldarinnar (eins og við sjómenn köllum það) er hún syndir í stórum þúsunda og miljóna hópum á yfirborðinu eru margþættuð, dutlungafiskur ej' hún hinn mesti, sjaldan er hún staðbundin lengri tíma, fljót að koma og fara af veiðisvæðunum, oft rnjög tímabundin eða öfugt. Nú í nokkur sumur höfurn við haft flugvél til þess að leita að síldartorfunum, með stöð- ugu sambandi loftleiðis við Siglufjarðarradíó, hefur svo flotinn fengið radíóskeyti um árang- urinn af leitinni í það og það skiptið. Haförninn hefur haft þennan starfa. Mér finnst að frá því fyrsta að þetta síldarflug byrjaði, hafi árangurinn verið allgóður og leit- inni farið meira og meira fram, stjórnendur flugvélarinnar reynzt góðir og vaxið í starfinu, ennfremur stjórn flugsins úr landi tekið mikl- um framförum, þó að öllu megi eitthvað finna við nákvæma gagnrýni. Flugvélin er lítil, en að mínum dómi eitt þaö versta er, hvað lítinn brennsluforða hún hefur. Þarf að geta flogið allt síldarsvæðið tvisvar a dag svo í góðviðrisdögum fáist nákvæmt yfirlit. Tilhögun flugsins er einkum tvennt; hvaða tíma sólarhringsins er leitað og eftir veðui'skil- yrðum á veiðisvæðinu, því það er mjög breyti- legt. Reynsla okkar síldveiðimanna er sú. að síld- in veður venjulega bezt í júlí, frá kl. 3 til 10 og 15 til 23 þó svæði á þessum tíma gefi stund- um annað. Síðan færist þetta til eftir því sem á liður sumarið, venjan er fyrripartur dags og seinnipartur, þó mörg dæmi séu til að síld vaði í torfum allan sólarhringinn meðan björt er nótt, en oftast er það bundið öðrum skilyj'ðum. Flugleið vestur frá Siglufirði: I júlí kl. 3—4 Haganesvík, Skagafjörð útmeð Skaga að austan, 3 til 5 sjóm. fjarl, með Skaga innmeð að vestan til Húnafjarðar fyrir Vatns- nes og með grunnunum til Miðfjarðar fyrir Hrútafjörð Bitru til Steingrímsfjarðar, út Grímseyjarleið fyrir Stóraboða veiðileið með Byrgisvíkurfjalli, fyrir Reykjafjörð, Norður- fjörð við Selsker veiðileið fyrir Andrúpsboða að Horni, þaðan um Hornbanka, Skagagrunns- horn upp grunnið, djúpt af Málmey og djúp- leið til Siglufjarðar. Austurleið frá Siglufirði um Eyjafjörð, Gjögur, Flatey inn Skjálfanda að vestan, útmeð austan, um Mánáreyjar inn Axarfjörð, með Sléttu að vestan fyrir Sléttu inn Þistilfjörð að Þórshöfn, út Þistilfjarðargrunn, austur að Læknisstöðum, með Svínalækjartanga fyrir Langanes inn með Skálum, Eyðisvík, Gunnólfsvík, Bakkaflóa, Vopnafjörð til Bjarn- areyjai', vestur Digranesflak, djúpt út af Langanesi, Kjölsenbanka ca. 15 sjóm. út af 118 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.