Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 8
Mannvit gogn milfóna her Eftir CARL STEPHENSON, Jens Benediktsson þýddi. „Nema þeir breyti um stefnu, og engin á- stæða er til þess að ætla, að þeir geri það, verða þeir komnir hingað eftir tvo daga í mesta lagi.“ Leningen ekrueigandi tottaði rólegur stóran vindil, og horfði nokkur augnablik á fulltrúa héraðsfógetans. Svo tók hann út úr sér vindil- inn, hallaði sér áfram að hinum. Hann líktist helzt gömlum erni, gráhærður, stráhærður og nefstór, eins og hann var. „Fallega gert af yður,“ tautaði hann, „að fara alla þessa leið til þess að segja mér frá þessu. En auðvitað eruð þér að gera að gamni yðar, þegar þér segið að ég verði að flýja héðan. Nei, jafnvel heil hjörð af drekum ævintýranna gæti ekki komið mér til að yfirgefa þenna búgai'ð rninn hér.“ Hinn krangalegi brasilíanski embættismaður komst nú fyrst í reglulegan æsing, hann pataði í allar áttir og hrópaði: „Leningen. Þér eruð brjálaður. Þetta eru ekki skepnur, sem þér get- ið barizt við, þetta er plága, 16 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið spilda, ekkert ann- að en maurar. Og hver einasti maur er hrein- asti púki úr sjálfu helvíti, áður en þér getið skyrpt út úr yður þrisvar, geta þeir étið upp heilan stóreflis uxa, svo ekkert sé eftir nema beinin. Ég segi yður það enn og aftur, að ef þér ekki flytjið héðan straks með allt sem þér komist með, verðið þér étinn upp til agna og allt, sem hér er á búgarðinum." Leningen glotti. „Plága, einmitt það,“ taut- aði hann,' svo hækkaði hann róminn: „Ég er engin kerlingaskræfa, skuluð þér vita maður minn, og ég hleyp ekki eins og hundur, þótt þessi ófögnuður sé á leiðinni. En ekki skuluð þér halda að ég sé einn af þeim bjánum, sem berst berhentur við sjálfa eldinguna, nei, ég nota vitið í kollinum á mér, karl minn. Ég álít ekki heilann neinn viðbótar-botnlanga, eins og sumir, ég veit alveg nákvæmlega til hvers hann er ætlaður. Þegar ég reisti hér fyrirmyndar bú- garð og gróðrarstöð fyrir þrem árum síðan, þá tók ég með í reikninginn bókstaflega allt, sem fyrir gæti komið. Og ég er til í allt nú, til í hvað sem er, alveg óhræddur við maurana yðar.“ Brasilíumaðurinn reis þunglamalega á fætur. „Ég hefi gert það sem ég gat,“ stundi hann. „Stífnin í yður er ekki aðeins lífshættuleg fyr- ir sjálfan yður, heldur og fyrir alla 400 verka- mennina yðar. Þér þekkið ekki þessa maura.“ Leningen fylgdi fulltrúunum niður að fljót- inu, þar sem bátur hans lá bundinn. Landfest- ar voru leystar og báturinn seig niðureftir ánni, unz hann hvarf þar sem bugða var á henni. Og allan tímann, meðan 'Leningen sá bátinn, varð hann þess var að fulltrúinn veifaði hand- leggjunum eins og vindmylluvængjum og hróp- aði: „Þér þekkið ekki maurana!“ En óvinurinn, sem sagt var að nálgast, var alls ekki ókunnur Leningen. Áður en hann reisti búgarð sinn, hafði hann átt nógu lengi heima í landinu, til þess að hafa séð hina ógur- legu eyðingu, sem mauraherirnir ollu. En síð- an hafði hann skipulagt varnir sínar sam- kvæmt því sem hann vissi og var viss um að þær væru alveg fullnægjandi til þess að bægja hætt- unni frá dyrum hans. Þar að auki hafði Leningen á þeim þrem ár- um, sem hann hafði verið stórbóndi, komizt í kynni við og unnið bug á ofsaþurkum, vatns- flóðum, fjárpestum og öð,rum plágum, sem ná- grannar hans höfðu veitt sáralitla mótspyrnu. Þessar sigurfarir sínar þakkaði hann því einu, að hann hafði alla ævi farið eftir einkunnarorð- um: ,,Mannsheilinn þarf ekki annaö en veröa sér meövitandi um ægivald sitt, til þess að hann geti sigrast jafnvel á höfuöskepnunum.“ — Hinir lítt gáfuðu flutu sofandi að feigðarósi, hinir greindari misstu oft kjarkinn, er mest á reið og fóru þess vegna sömu leiðina. En það sem reið slíkum mönnum að fullu, hugsaði Len- ingen, varð honum aðeins enn meiri sönnun þess, hve einkunnarorð hans voru rétt, — að örlög hvers manns gátu verið á valdi hans, en hann ekki á þeirra valdi. — Já, Leningen hafði alltaf kunnað glímuna við lífið. Jafnvel hér, langt inni í hinum undar- legu löndum Brasilíu, hafði vit hans sigrast á hverri hættu og erfiðleika, sem orðið hafði á vegi hans. Fyrst hafði hann sigrast á frumstæð- um öflum með lægni og skipulagningu, en síð- 120 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.