Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1944, Blaðsíða 19
Eileðsla síldvelðiskipa Nýlega hafa verið gefin út lög er ákveða hleðslu- merki á fiskiskip í utanlandssiglingum, og er talið af þeim er til þekkja að á því hafi verið brýn nauð- syn. Mörgum mun jafnvel finnast nóg um þá hleðslu er á þessum skipum er ennþá, þó þau liggi ekki nema að merkjum. í sambandi við öryggi um ofhleðslu skipa hefir töluvert verið rætt hvort tiltækilegt væri að lög- bjóða hleðslumerki á fiskiskipum við ströndina, og þá sérstaklega síldveiðiskipum. Það heyrist oft tal- að um óforsvaranlega hleðslu á síldveiðiskipum og skal því ekki mótmælt, að hún er oft mikil, en hvort hún er eins hættuleg og almennt er haldið fram, læt eg ósagt, ef gætt: er þess öryggis er vera ber og með sanngirni mætti krefjast af þar um ráðandi mönnum. Eins og gefur að skiija, er ekki hægt að nefna saman tréskip og járnskip er rætt er um þetta mál. Tréskip og járnskip er hafa jafnt borð fyrir báru, er þau liggja hlaðin, eru ósambærileg til ferðalaga og veldur þar um eðlisþyngd skipsins í vatninu. Til samanburðar skal ég nefna línuveiðara (járnskip), 90 tonn og tréskip 62 tonn. Þessi skip hvort um sig eru drekkhlaðin með 840 mál. Ef þau eru nú létt um 140 mál hvort, þá er tréskipið ferða- fært allt fram í vonzku veður, en járnskipið ekki ef nokkuð út af ber. Þá eru járnskip varasamari fyrir það, að þeim er hættara við að leggjast, tré- skipin velta fljótar af sér þótt sjór gangi á þau undir farmi. Það myndi þykja einkennilegt, að sjá hleðslumerki á þeim stað, er þau þyrftu að vera á síldveiðiskipum, svo samrýmanlegt væri okkar litlu skipum, því það vitum við vel að á meðan síldveiði- skipastóllinn samanstendur af jafn smáum skipum og enn er, þá eru hlcðslumerki óhugsanleg eftir venjulegum reglum, það myndi þýða það að megn- ið af skipum er nú stunda þessa veiði yrðu að hætta því. Það ber ekki að skilja þessar línur svo, að ég vilji á nokkurn hátt draga úr þeirri hættu er stafar af ofhleðslu skipa, þvert á móti. Eg vildi aðeins vekja til umræðna og athugunar hvað hægt væri að gera til aukins öryggis er að gagni mætti verða og sam- rýmanlegt væri þeim aðstæðum, er við búum við. Eg teldi mikið til bóta að strangt eftirlit væri haft á: 1. Útbúnaði skipanna í lestum. 2. umbúnaði og frágangi á lestaropum. 3. Öryggislokur á lunningu. Eg veit að mörgum kemur það kynlega fyrir, að ég skuli vera að tala um eftirlit á jafn sjálf- sögðu öryggi og hér er á minnst, en það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Einmitt þetta sjálfsagða hefir alltof oft verið stórlega trass- að. Hversu oft hefir það ekki sýnt sig, er síldveiði- skip hafa fengið vont veður að allt hefir gengið úr lagi úr lestunum, og ábyggilega alloftast fyrir slæman frágang og það vita allir hvaða hættur stafa af því, ekki sízt ef lestin er ekki full. Allir sjómenn vita hvernig frágangur á lestarop- um á að vera, en þar er sama sagan að segja. Hvað finnst mönnum um drekkhlaðin skip austan við Sléttu eða austan fyrir Langanes og láta enga lestarhlera yfir og eiga fyrir hendi fleiri tíma sigl- ingu, svona lagað fyrirkomulag þarf ekki skýring- ar við. Það sem ég kalla hér öryggistæki og nú mun vera skylt að hafa á hverju skipi, eru nokkurs- konar rennilok á lunningunni, er kippa má upp mjög fljótlega ef hleypa þarf út af dekkinu. Að þetta sé haft á sem flestum stöðum á hverju skipi og alltaf í fullkomnu lagi, tel ég öruggast allra hluta til að bjarga skipi ef sjór gengur á það. Eg minnist þess að sumarið 1931 vorum við staddir á Húnaflóa á hlöðnu skipi í vondu veðri og sjór gekk á það, en skipstjóri (Björn Hansson) hafði þá fyrstur allra látið setja umræddan útbúnað á skip sitt. Þá sýndi sig bezt hvaða fyrirtaks útbún- aður þetta var, þar sem skipið rétti sig og hreins- aði dekkið svo að segja á augnabliki, eftir að lok- unum hafði verið kippt frá. Lög, reglur og eftirlit um öruggan og góðan út- búnað á skipum er sjálfsagt og gott, en svo bezt kemur það að notum að hugur og vilji þeirra manna er á skipunum starfa, standi því til bóta. En það verð eg að segja, að alltof margir sjómenn eru ófúsir á að rétta hönd þcssu til stuönings. Af hverju það stafar, skal ekki farið út í hér að svo stöddu. Það veltur ekki á tveim tungum, að sú muni reynslan verða, að l)ezta öryggið sé að fela ákveðn- um og stjórnsömum yfirmönnum, — yfirmönnum, sem vita hvað við á á hverjum tíma —, hvað gera skal réttast og bezt í hvert sinn og láta fram- kvæma það strax án tillits til hvað öðrum kann að sýnast. Hallfreður Guðmundsson. VíklNGU R 131

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.