Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Qupperneq 14
- Skólamál Á þessu hausti eru 35 ár liðin síðan Vélskól-, ínn í Reykjavík tók til starfa. Skóli þessi hefur á þessum árum unnið mikið starf, að vísu lítt þekkt utan síns verkahrings. Skólinn hefur út- skrifað alla þá vélstjóra, er nú starfa á hinum stærri skipum okkar. Almenningur þekkir lítið til þessa skóla eða þeirra manna, sem í honum menntast, enda hefur skólinn aldrei reynt að auglýsa sig neitt, heldur kosið að vinna starf sitt í kyrrþey. Því miður virðist það nú ekki lengur til dyggða talið að vinna verk sitt í kyrrþey. Alls konar yfirborðslegt áuglýsingaskrum einkennir mjög allt þjóðlíf okkar nú. Ýmsar atvinnustétt- ir, skólar og fyrirtæki, leitast við hvert í kapp við annað, að auglýsa sig sem bezt. Allir eru mestir og af engum má þjóðfélagið sjá, ef dæma á eftir umtali þeirra sjálfra. Því miður er sá andi ríkjandi hjá mörgum ráðamönnum þessarar þjóðar, að leggja hlustirnar óþarflega rnikið við slíku skrumi, en skella aftur skoll- eyrunum Við þeim, sem minni áherzlu leggja á að auglýsa sig. Vélskólinn er ein þeirra stofnana, sem búið hefur við þröngan kost af þessum sökum. Oft hefur skítkasti verið beint að mönnum þeim, sem bera merki hans, og þeim núið því um nasir, að þeir væru ekki færir í sínu starfi, aðrir, sem smánámskeið sækja, hafa talið sig þar feti framar standa. Ýmsir alþingismenn hafa lagt sig mjög í líma við að reyna að auka réttindi þessara námskeiðsmanna, og reyna þannig að eyðileggja áhuga ungra manna til að afla sér fullkominnar menntunar á þessu sviði. Sem betur fer eru þó þeir alþingismenn- irnir fleiri, sem aðhyllast góða menntun á þessu sviði, sem og öðrum í þessu þjóðfélagi. Vélarnar, sem á undanförnum árum hafa haldið innreið sína í þetta fátæka land, þurfa umhirðu og umönnunar við, engu síður en ung- börn, ef þær þá á annað borð eiga að endast nokkuð. Til þess að sú hirðing sé í lagi, þarf allmikla þekkingu og smíðakunnáttu. Vélskólinn í Reykjavík hefur það starfssvið, að taka við ungum vélsmíðasveinum og raf- virkjasveinum, sem stundað hafa 4 ára nám í véla- og rafvirkjaverkstæðum, ásamt tilheyr- andi iðnskóla. Mönnum þessum á hann að kenna undirstöðuatriði vélfræðinnar og rafmangs- fræðinnar, ásamt teikningu, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku, 246 Vélstjóra - og er það samfleytt 3 vetra nám fyrir vél- stjóra, en 2 vetra nám fyrir rafvirkja. Ef þetta nám eftir 4 ára verklegt nám við alls konar smíðar og viðgerðir véla og tækja og síðan 3 vetra bóklegt nám, gefur verri menn, en 3 og 7 mánaða námskeið, sem eingöngu kenna meðferð mótorvéla, þá hlýtur eitthvað skrítið að vera við þá kennslu, sem hið opinbera veitir. Eða hvað segðu t. d. læknar, sem stunda 12 til 14 ára langt nám við því, ef því væri blákalt haldið fram, að maður, sem hefði nokkurra mánaða námskeið í hjálp í viðlögum, stæði jafn- vel feti framar í læknislistinni en þeir, sem 14 ára lærdóm hafa að baki sér? Spekingur nokkur sagði eitt sinn, að lítil þekking á hlutunum væri verri en engin, því þá þættust menn allt vita og sæu ekki hversu óumræðilega lítið það í raun og veru væri, sem þeir vissu. Vélskólinn hefur ávallt búið við mjög þröng- an húsakost, þar til nú hin síðari ár, að hann fluttist í nýja sjómannaskólahúsið. Nú hafa skapazt möguleikar til þess að hýsa ýmis tæki og vélar, sem slíkri stofnun er nauðsyn að eiga, en fjármagn og framkvæmd vantar. Að vísu hefur skólinn eignazt talsvert af rafmangstækj- um, en enn vantar gersamlega ýmsar aflvélar. Ef viljinn væri fyrir hendi, er ég viss um, að hér mætti mikið um bæta með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stjórnskipuð nefnd situr nú á rökstólum og ræðir hversu ráða skuli kennslu og lærdómi vél- stjóraefna í framtíðinni. Vonandi næst sam- komulag allra aðilja, sem þar sitja, svo að mótornámskeiðin verði samræmd öðru vélstjóra- námi undir sama þaki. Kennslukraftar eru mjög dýrir, er því brýn nauðsyn að sameina þær stofnanir í eitt, sem starfa að líkum málefnum. Hin ýmsu vélstjórastig þarf að samræma og haga menntuninni eftir því. Stöðug tímasóun í rifrildi um atvinnuréttindi verður að hverfa með öllu. Vélstjórastéttin hefur ábyrgðarmiklum starfa að gegna, til hennar verður því að gera nokkrar kröfur um sæmilega menntun. Látum okkur strengja þess heit, að þegar Vélskólinn heldur upp á fertugsafmæli sitt, þá séu vélstjórastigin í föstum skorðum, stighækk- andi eftir getu og áhuga manna, og að í salar- kynnum skólans verði þá fögur verkstæði með skínandi vélum og tækjum. Orn Steinsson. V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.