Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 8
GAMLA 16 SJÓMÍLNA LANDHELGIN. Allir þeir, sem kynna sér gögn og skjöl varð- andi landhelgi vora, munu fljótlega komast að þeirri niðurstöðu, að fram til 1859 var land- helgin talin a. m. k. 4 jarðmálsmílur, öðru nafni danskar mílur, eða með öðrum orðum 16 sjómílur. 1859 er landhelgisgæzlan miðuð við 1 danska mílu. Stafaði það af undanlátssemi og tilslökun danskra stjórnarvalda, af „diplómat- iskum ástæðum“. 1 tilskipuninni frá 1859 þar að lútandi segir þó skýrum orðum, að landhelgi íslands sé talin 4 (danskar) mílur. Jafnframt felst verulegur fyrirvari í orðalagi tilskipunar- innar, að því er fyrrgreinda ákvörðun varðar. Allt fram til 1901 ber beint eða óbeint á þess- um fyrirvara í tilskipunum varðandi land- helgisgæzluna. Þá er greinilega tekið fram í til- skipunum gefnum út eftir 1859, að firðir allir og flóar skuli teljast innan þess svæðis, sem landhelgisgæzla er höfð með. Eins eru athyglis- verð orð konungsfulltrúa, þegar alþingi vildi fella niður grein þá, sem Bretar síðar byggðu samningsgerð sína á, í lagaboðinu frá 1872, en í álitsskjali sínu segir konungsfulltrúi, að hann yrði að ráða frá því, að 1. grein yrði felld úr gildi, þar sem svo skýrt sé tekið fram í á- stæðum fyrir frumvarpinu, hve nauðsynlegt væri að ákvarðanir yrðu settar um þetta mál- efni; en þar er tekið fram, að þegar bannið móti fiskveiðum útlendinga svo orðað, nefni- lega, að landhelgin væri einmitt „miðuð við al- mennar þjóðarréttarreglur, eða við sérstaka þjóðasamninga, sem heppnast kynni að semja fyrir hönd íslands, væri ekki loku skotið fyrir neitt í þessu máli“. Felst ekki í þessu orðalagi verulegur fyrir- vari um, að talið sé, að ísland eigi kröfur til stærri landhelgi? Allan þennan tíma, 1859 — 1901, leiða Danir hjá sér að setja lög, sem ákvarða landhelgi Is- lands miðað við 3 sjómílur. Þeir vilja forðast á- rekstra við stórveldi eins og Breta, en hins vegar ekki fallast á skoðanir þeirra að því er landhelgi íslands snertir. Að öllum áðurnefndum gögnum athuguðum vaknar þessi spurning: Ef íslendingar hefðu losnað undan yfirráðum Dana 1901, gátu þeir þá ekki gert kröfu til hinnar gömlu 4 danskra mílna landhelgi ? Ég fyrir mitt leyti tel, að rétt- ur Islands til sinnar gömlu landhelgi hafi þá enn verið óskertur. Danir höfðu samt ekki fyr- irgert rétti íslands, þótt þeir vegna þess að þeir áttu í höggi við stórveldi, treystu sér ekki til að h'alda fram rétti vorum í framkvæmd. íslending- ar voru þá undirokuð þjóð, sem vegna smæðar, Landhelgisfríðindum Breta mótmælt Á fundi í ZJtg.erðarmannafélagi Akur- eyrar 20. sept. s.l. var rætt um hið nýja viðhorf í landhelgismálunum, sem skapazt hefur með tilkynningu ríkisstjórnarinnar frá 11. september. Samþykkt var eftirfar- andi ályktun: ,,Ef sá skilningur fundarins á téðri fréttatilkynningu (frá 11. sept.), er réttur, a'ö frestaö skuli framkvæmd útfærzlu land- helgislínunnar fyrir Noröurlandi gagn- vart brezkum veiöiskipum eftir að land- helgissamningurinn viö Breta gengur úr gildi 3. okt. næstkomandi, þar til dómur er fallinn í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta, lýsir fundurinn sig mótfaUinn slíkri ákvörðun og lcrefst þess, aö Bretar hlíti sömu landhelgislögum og aðrar þjóðir. Að minnsta kosti sé þaö tryggt, að útlending- Ium sé ekki veittur meiri réttur til fisk- veiöa en landsmönnum sjálfum“. fátæktar og af öðrum ástæðum gátu engin af- skipti haft af þessum málum. Þá vaknar þessi spurning: Hafa íslendingar vegna samningsins frá 1901 glatað þessum forna rétti, sem telja má víst, að þeir hafi átt 1901? Þeirri spurningu er ekki fljótsvarað. Samningurinn frá 1901 var gerður að íslend- ingum forspurðum og án þess að þeir fengju þar á nokkurn hátt að koma nærri. Hann var uppsegjanlegur milliríkjasamningur, sem reynd- ar hefur gilt í 50 ár, en getur samt ekki á neinn hátt hafa skapað hefð um landhelgislínuna að því er fiskveiðar eða annað snertir. Aðrar þjóð- ir fiskuðu í skjóli hans, í hinni gömlu landhelgi íslands, allt að þrem sjómílum, því samkvæmt síðustu grein samningsins gátu þær hvenær sem var gerzt aðilar að honum, og því ekki á- stæða til fyrir þá er landhelgisgæzluna höfðu á hendi, að amast við fiskveiðum þeirra, en auk þess nutu margar þeirra svonefndra „beztu kjara ákvæða“ í samningum við Danmörku og fsland. í íslenzkri löggjöf er hvergi ákveðið, að landhelgi fslands skuli talin 3 sjómílur, hins vegar miðuðu íslenzk stjórnarvöld allar gerðir sínar um fiskveiðar að því er landhelgislínu snerti við það, að þau væru bundin af samningn- um frá 1901. Að vísu má geta þess, að landhelgin skv. VÍKINGUR 264

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.