Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 16
Stormsveipur í hitabeltinu Flestir hafa heyrt getið um stormsveipana (hurri- canes), sem myndast stundum yfir hinum suðlægari breiddargráðum. Oftast í Carabiska hafinu, eða vestan- verðu Atlantshafi. Fæstir munu þó hafa gert sér grein fyrir hversu ógurleg náttúruöfl hér er um að ræða, nema þá þeir, sem fengið hafa dýrkeypta eigin reynslu, en það eru reyndar margir hér við Mexicoflóa og á Flóridaskaganum og jafnvel norður með austurströnd Bandaríkj anna. Þegar veðurfræðingar hér vestra fá grun um að skil- yrði fyrir slíkum náttúruhamförum séu einhversstaðar fyrir hendi eða að myndast, eru strax gerðar ráðstaf- anii' til að komast að hinu sanna, en það er einfaldlega gert með því að senda flugvél til eftirlits og rannsókna á staðinn. Hún finnur svo sveipinn, ef nokkur er, reikn- ar út lengd og breidd staðarins, mælir mestan vindhi'aða eins nálægt miðdepli, eins og hún kemst, en áætlar síðan mesta vindhraða næst miðpunkti og gerir aðrar marg- víslegar og nauðsynlegar athuganir. Þegar svo þessi vitneskja er fengin, eru á fárra klukkustunda fresti gerðar svipaðar athuganir og þá einnig sú, sem mikil- verðust er, þ. e. hvert sveipurinn stefnir og með hvað miklum hraða. Ailar slíkar fengnar upplýsingar eru síðan tilkynntar gegnum allar loftskeyta- og útvarps- stöðvar um alla vesturströnd Bandaríkjanna og Suður- Ameríku, þeim til viðvöyunar, sem hlut eiga að máli, en það eru fyrst og fremst skip á næstu slóðum, eða sem eiga leið um þær slóðir, sem sveipurinn stefnir, og svo fólk í landi, þar sem óttast er að sveipurinn fari yfir. Hvað skip snertir, er öruggast og sjálfsagt að forða sér úr leið, ef hægt er, eða leita hafnar og skjóls, ef um slíkt er að ræða. Að öðrum kosti, ef slíku verður ekki við komið, að undirbúa sig eins vel og hægt er undir ósköpin. A landi gera menn ýmsar ráðstafanir til að ti-yggja líf sitt og eignir, ráðstafanir, sem s.jaldnast duga betur en svo, að tugmilljóna dollara tjón verður svo að segja í hver.ju einasta tilfelli og fjöldi manns lætur lífið. Einn slíkur stormsveipur (hurricane) myndaðist og Þórarinn sótti fjölda nýrra vélbáta til útlanda, senni- lega yfir 30, og fór hann þessar ferðir oft um hávetur. Minnsta fleytan var 15 lestir. Allar þessar ferðir gengu vel og slysalaust. Nú er þessi dugmikli garpur hniginn í valinn. Hann stóð í bardaganum til hinztu stundar og féll á verðinum. Formönnum þótti sæmd að falla í stríði. Þórarni kippti í kynið. I æðum hans var ósvikið víkingablóð. í meira en heilan mannsaldur hafði hann svamlað á sætrjám og jafnan ekið heim heilum knerri, unz hann lagði upp í hinzta áfangann og sigldi beint á drottins fund, — Guð gefi honum raun lofi betri. varð fyrst vart rétt suður af eyjunni Martinique í At- lantshafi, skammt austan við Carabiska hafið, kl.. 5 um eftirmiðdaginn hinn 15. ágúst s.l. Sveipur þessi hélt hægt, eða með 12 til 25 mílna hraða, VNV-eftir. Mestur vindhraði næst miðdepli var áætlaður frá 100—130 míl- ur á klst. og var því talinn afar hættulegur. í tilkynn- ingunni var ofviðrið talið ná um 60 mílur út frá mið- depli, en síðan venjulegur stormur í allt að 250 mílna radius. Sextánda ágúst var sveipurinn suður af Haiti og þótti auðséð að hann myndi fara yfir ey.juna Jamaica, suður af Cuba, sem og reyndist rétt, því daginn eftir, 17. ágúst, um miðnætti, fór hann yfir höfuðborgina, Kingston. Allt komst á ringulreið í borginni. Sambandið við umheiminn rofnaði, samgönguleiðir tepptust. Hús hrundu yfir fólk. Tré rifnuðu upp með rótum, nytja- jurtir eyðilögðust. Strax qg samband náðist aftur við borgina, var skýrt frá tjóninu í blöðunum í Florida, (Miami). Þá þegar var vitað, að 60 manns hafði farizt, en annað tjón var, samkvæmt bráðabirgða mati, talið um 17 milljónir dollara, aðallega á bananauppskerunni. Frásögn af sveipnum og' tjóni því, sem hann olli, var feitletruð forsíðufregn stórblaðanna i Florida og Mexico. Og áfram heldur ófreskjan. Átjáiida ágúst er hún yfir eyjunni Grand Caynan og stefnir nú á Yucatan- skagann og borgina þar, Merida, en þar beið hálf mill.j. manna, óttaslegið, þess, er verða vildi. En sveipurinn hefur enga fasta áætlun og getur breytt um stefnu hvenær sem er. Fólk í Miami er þó vongott um að sleppa í þetta skiptið, þar eð sveipurinn er kominn vestarlega og heldur enn áfram með smá- breytingu til NV, en sú breyting orsakar, að hann fer aðeins yfir nyrzta horn Yucatan og Merita sleppur. Hann fer nú NV yfir Mexicoflóa og stefnir á Texas og nú er borgin Tampico í hættu. En heppnin er einnig með þeirri borg. Sveipurinn fer 30 mílum fyrir norðan hana og veldur fremur litlu t.jóni í borginni sjálfri. En í stað þess leitar hann til smábæ.jarins Gardenia, spreng- ir þar mikla vatnsstíflu fyrir aflstöð í dalbotni, svo að vatnið flæðir niður dalinn og yfir bæinn. Fjöldi manns drukknar og ýmiskonar verðmæti fer veg allrar veraldar. Nú fylgi ég ófreskjunni ekki lengur á morðferð henn- ar yfir Texas, en eflaust hefur hún valdið meira t.jóni en hægt er að reikna í dollurum eða krónum á leiðinni, sem hér hefur verið rakin, þótt stutt sé. Að síðustu skal þess getið, að í blaðinu The Miami Herald frá 20. ágúst, þar sem rætt er um tjónið í Ja- maica, eru nafngreind h.jón ásamt 2 stúlkubörnum, meðal þeirra, sem fórust. Sagt er, að maðurinn, Mr. Geoffrey Craven, fyri-verandi höfuðsmaður í brezka hernum, hafi flutzt frá íslandi, ásamt konu sinni og dóttur, í október s.l. Nafn dótturinnar, sem var fimm ára, er Freyja og vekur það grun minn um að hér hafi verið um íslenzka konu að ræða, sem þarna hefur látið lífið, langt f.jarri ættjörðinni, af völdum náttúruafls, sem við Islendingar eigum ekki að venjast. M. Jensson, / pt. Sagua de Tanamo, Cuba. 272 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.