Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 17
Togari strandar á Geirfuglaskerjum Frásögn af björgun skipverja á „Preston No,rth End“. Rétt fyrir miðnættið föstud. 14. apríl 1950 strandaði brezki togarinn Preston North End frá Grimsby á Geirfuglaskerjum suðvestur af Reykjanesi. Tog'arinn náði strax sambandi við tvo brezka togara aðra, er voru á veiðum á sömu slóðum; íslenzki togarinn, sem heyrði neyðarkallið, gerði Loftskeytastöðinni í Reykjavík að- vart, en hún tilkynnti það síðan Slysavarnafélaginu. Var björgunarskipið Sæbjörg þegar beðið að fara á vettvang. Skipstjórinn á Sæbjörgu sagði 4 tíma siglingu á strandstaðinn. Nokkur tími fór í það fyrir brezku togarana, sem þarna voru, að finna strandstaðinn. Bað Slysavarna- félagið þá Sigurð Þorleifsson, formann slysavarna- deildarinnar „Þorbjörn" í Grindavík, að reyna að fá einhvern af mótorbátunum þar til að fara með björg- unartæki og menn úr björgunarsveitinni á strandstað- inn, og fékk hann m.b. „Fróða“ til þessarar ferðar. Kl. rúmlega 2 um nóttina hætti að heyrast í strand- aða togaranum, var eins og smá drægi úr orku sendi- tækjanna, ensku togararnir tveir voru þó áður búnir að ná radíómiðunum af strandstaðnum, sem þeir gáfu upp að væri 63,40 N. og 23,20 W., eða við Geirfugla- sker, en skipið sjálft hafði gefið að það væri strandað nálægt Eldeyjarboða. Ensku togararnir töldu ljóskastara sína ekki lýsa nægilega upp staðinn. Kl. 03,55, bað Slysavarnafélagið amerísku björgunarflugvélina á Keflavíkurflugvellinum að lýsa upp strandstaðinn með svifblysum, sem þeir und- ir eins voru fúsir til, en töldu sig þurfa klukkutíma til að undirbúa flugvélina og kom flugvélin á vettvang klukkan rúmlega fimm, var þá björgunarskipið Sæbjörg komin á staðinn og búin að bjarga 10 mönnum af áhöfn- inni, sem hún fann í skipsbátnum marandi í kafi, höfðu þeir komizt í skipsbátinn fyr um nóttina, hraktir og illa til reika, og voru þeir strax háttaðir ofan í rúm og hlynnt að þeim eftir beztu getu. Þeir, sem eftir voru í skipinu, sáust hafast við uppi á þaki á stjórnpalli tog- arans, sem var það eina af skipinu sem stóð upp úr sjónum. Björgunarbáturinn, sem björgunarskipið Sæ- björg setti út, brotnaði og eyðilagðist við skipshliðina í sjóganginum. Brezku togararnir, sem þarna voru, settu báðir út báta, og tókst öðrum, „Cape Cloucester“, að bjarga 3 mönnunum en 1 þeirra lézt úr vosbúð. Hinum togaranum ,,Bizerta“, tókst að bjarga 2 mönnum. Voru allir þessir menn í sundbeltum. M.b. „Fróði“, sem var með mennina úr björgunarsveitinni úr Grindavík, gerði mjög' djarf- legar tilraunir til þess að bjarga hinum nauðstöddu mönnum og heppnaðist að bjarga þeim 6, sem eftir voru í skipinu. Björgunarflugvélin tilkynnti þá, að hún hefði fundið 1 mann á fleka og gaf merki um það með blysum, og m.b. „Jón Guðmundsson“ bjargaði þeim manni. Sltýrsla björgunarmanna frá Grindavík um björgun skipverja af „Preston North End“. Klukkan 1,15 um nóttina hringdi Slysavarnafélagið til Sigurðar Þorleifssonar formanns slysavarnadeildar- innar „Þorbjörns" í Grindavík og spurðist fyrir um það hvort möguleiki væri á að fá bát og senda björgun- arlið með tæki til að bjarga mönnum úr brezkum togara, sem sagt var, að strandað hefði nálægt Eldey. Brá ég þegar við að grennslast fyrir um bát og hvort möguleiki væri á að komast út úr höfninni. Þegar ég hafði full- vissað mig um að þetta væri hægt, þá gerði ég þeim aðvart, Tómasi Þorvaldssyni og Árna Magnússyni, sem báðir brugðu skjótt við, og hringdi um leið til bílstjóra, til að hjálpa okkur með tækin um borð í m.b. Fróða, og var lagt af stað úr höfninni um klukkan 3,00 um nóttina. Þegar við vorum komnir skammt áleiðis, þá stoppuðum við vél bátsins til þess að kalla upp Loft- skeytastöðina í Reykjavík, til þess að afla okkur upplýs- inga um skipið. Okkur tókst ekki að ná sambandi við Loftskeytastöðina í Reykjavík, en náðum í Vestmanna- eyja Radíó, sem gaf okkur upplýsingar um hvar skipið væri strandað, og svo björgunarskipið Sæbjörg, sem gaf okkur upp að togarinn væri strandaður við Geirfugla- sker, og var haldið rakleitt þangað, og komum þangað kl. 6,30. Þegar við komum, hafði björgunarskipið Sæ- björg bjarg-að 10 mönnum af togaranum og ennfremur 2 enskir togarar, sem höfðu sett báta á flot voru búnir að bjarga 5 mönnum, sem hafði skolað út af strandaða skipinu og var 1 þeirra látinn er honum var bjargað eða lézt skömmu síðar, en eftir voru um borð í strand- aða skipinu 6 skipbrotsmenn. Var þá haldið eins nærri skipinu og' mögulegt var og lagst ca. 60 metra frá skip- inu og' var þá dýptarmælirinn hættur að sýna nokkurt' dýpi. Var nú hafinn undirbúningur til að bjarga með fluglínutækjum, en þegar skipbrotsmennirnir sáu hvað við komum nærri, fleygðu tveir sér strax í sjóinn og björguðum við þeim og gekk það greiðlega, en strax á eftir fleygðu sér í sjóinn þeir 4 skipbrotsmenn, sem eftir voru. Þá sáum við að við yrðum að sleppa legufærunum til að ná þeim öllum, vegna þess hvað langt var á milli þeirra og gekk þetta eftir vonum. Þegar þessi björgun var búin, var kl. um 7,00, og var þá haldið áleiðis til lands og þegar við höfðum skammt farið, urðum við V I K I N G U R 273

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.