Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 11
Sjómaður: k síldveiðnm fyrir iorkrlandi 1951 Nú er senn lokið síldarvertíðinni fyrir Norðurlandi, og eru nú flest eða öll skip hætt og komin heim af vertiðinni. Sjómenn hafa borið mismunandi úr býtum, sumir hafa gert góða vertíð, en flestir hafa lítið úr býtum borið. Ég ætla nú að gefa smálýsingar af sjálfu lífinu á síldveiðunum við Norðurland, þar sem ég var einn þátttakandi, ásamt fjöldanum. Við byrjuðum veið- ar 5. júlí, en þá vorum við staddir 8 til 10 sjómílur austur af Horni. Var þá mikið kastað og fengu ,sum skip góða veiði, t. d. Helga, Illugi, Sigurður og fl. skip. Veiði hélzt þarna fyrripart júlímánaðar, enda var veður og allar aðstæður góðar. Þegar líða tók á seinni hluta júlímánaðar, fór síldin að tregðast og fór þá veiðin að minnka, en þó varð lítils háttar vart út af Skagagrunni og út af Siglufirði. Síðan færðist leikurinn Rödd frd Vestfjörðum Blaðið Baldur á fsafirði birti nýlega grein um stækkun landhelginnar og komst þar m. a. svo að orði: „Það mun almenn skoðun vestfirzkra sjómanna, að aflaleysi undanfarinna ára hér á Vestf jörðum stafi að verulegu leyti af þeim mikla fjölda togara, sem veiðar stunda hér útaf. Bendir margt til þess, að þessi skoðun sé rétt. Meðal annars hefur það þótt athyglisvert, að fyrstu róðra eftir stórgarða, þegar togaraflot- inn hefur legið í höfn, hefur afli oftast verið skárri en endranær. Hvað sem þess- ari skoðun líður, þá er aflaleysið hér vest- anlands staðreynd, og ennfremur er það almenn skoðun, að veiði með botnvörpu sé frekleg rányrkja, sem nauðsynlegt er að takmarka eða banna á vissum svæð- um, helzt að landgrunnið sé allt friðað. Krafa íslendinga um stækkun landhelg- innar og alger yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið er því eitt mikilvægasta málið, sem nú er á dagskrá“. lengra og lengra austur á leið og framar (dýpra). Vavð síðan vart við síld djúpt út af Grímsey, 40 mílur N. V. af Grímsey, og var þar feikna mikil síld, en smáar torfur (peðringur), en mikið kastað. Möi'g skip fengu ágætis veiði og sérstaklega skipin, sem lengst voru úti. Þarna var mikil- síld og var hún gæf og gott að ná henni. í byrjun ágústs byrjaði veður að spillast aftur og því fylgdi síldarleysi. Um miðjan ágúst kom góð sildar- hrota austan við Langanes, 90 til 100 sjómílur, og spillti veður þá veiði strax fyrsta dag veiðinnar. Um kvöidið brældi, svo að skip gátu ekki orðið að lengur, þótt síld sæist. Þarna mun hafa verið mesta síldar- magnið, sem sást á vertíðinni. Torfurnar voru það stórar, að sumir skipstjórarnir, sem verið hafa á síld aður, höfðu aldrei séð aðrar eins torfur. T. d. köstuðu 4 bótar á smápart af einni torfu og sprengdu þeir allir nætumar. Það var magnað, hve mikið flest skipin skemmdu meira og minna næturnar, vegna stórra kasta. Þarna fengu skipin góða veiði, þótt þau gætu lítt verið að. Sum skipin fengu allt upp í 1400 til 1800 mál í 3 köstum á einurn degi. Eftir þennan dag komu lokin í vertíðina. Brælan hélzt til mánaðamóta ágúst-september, en þá létti til svo skip gátu ferðast á milli, en ekki meira en svo, því við lágum á Þórshöfn og siðan á Raufarhöfn til byrjun septemberg, er við loksins komumst á Sig'lu- fjörð, en þaðan var haldið heim á leið og komum við heim 6 september. Við fiskuðum 3200 mál og var það rétt fyrir tryggingu. Á vertíðinni komum við á marga staði, t. d. Raufar- höfn. Þegar þar er komið, getur manni dottið í hug lítill Siglufjörður, hér áður fyrr, því þar er verksmiðja í- fullum gangi dag og nótt. Skip streyma inn hlaðin síld. Söltun er á öllum stöðum, sem skip getur legið við. Þar eru þrjár stórar söltunarstöðvar og braggar fyrir aðkomufólk, nýbyggðir á tveim stöðunum. Þegar landlegur eru, er oft fjörugt á Raufarhöfn. í sumar var mikið um landlegur í ágúst, skipin þá flest á austur- svæðinu, og mörg skipanna vanalega í höfn á Þórs- höfn og Raufarhöfn og oft fjörugt á dansleikjum, því ekkert brennivín fæst þar. Enda segja sjómenn oft, „að ekki þrifist sprúttsalar á Raufarhöfn og þessvegna vilji síldin þangað".!!! Á Raufarhöfn ríkti mikil regla í sumar, enda voru þar tveir lögregluþjónar úr Reykja- vík. Menn þessir voru vel liðnir af sjómönnum, enda sáust aldrei slagsmál eða illindi þar, og eiga lögreglu- þjónarnir þakkir skyldar fyrir störf sín þar. Þar voru réttir menn á réttum stað. V I K I N □ U R 267

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.