Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 15
og lægni. Þetta verk fór Benjamín svo vel úr hendi, öll þessi ár, að aldrei bar út af, hvorki skemmdir á skipum eða slys á mönnum komu nokkurn tíma fyrir. Það eitt lýsir manninum betur en langt mál, og skal því hér staðar numið. Benjamín deyr úr heilablóðfalli 18. ágúst 1926. ' —o— Við hinir eldri menn, sem lifað höfum það, sem af er 20. öld, og eigum líka rætur í seinasta fimmtungi 19. aldar, skiljum vel og skynjum þær gífurlegu breytingar til sjávar og sveita, sem orðið hafa á atvinnuvegum okkar íslend- inga. Hættir því ungum mönnum við, að meta lítt að verðleikum þær völur, er frumherjarnir lögðu í grunninn undir framtíðarhöll íslend- inga, þegar miðað er við þá tækni og vélamenn- ingu, er nútíminn hefir þegar skapað og er að skapa. En — traustir skulu hornsteinar hárra sala. Og vanti völur í vegg, þá hrynur hann. Ætli nútíðin að byggja á menningu fyrir framtíðina, má hún ekki gleyma fortíðinni. Án þess verður „auður hismi og hreysi hvert konungsslot". Sú þjóð verður farsælust fyrir framtíð alla, sem kann að meta þjóðleg verðmæti fortíðarinnar. Því ber að blessa „hin hljóðu heit, sem heill vors lands voru unnin, hvert líf, sem græddi einn lítinn reit, og lagði einn stein í grunninn". Þingeyri, 18. sept. 1951. Ólafur Ólafsson. BÖRN Benjamíns Bjarnasonar og Guðrúnar Péturs- dóttir. 1. Guðrún Benjamínsdóttir, fyrrv. kennslu- kona á Þingeyri, ógift. Fædd 1876. 2. Marzibil Benjamínsdóttir, fædd 1877, ekkja eftir Bjarna Kristjánsson, verka- mann á Þingeyri. 3. Jónína Benjamínsdóttir, fædd 1880, gift Þorbergi Steinssyni, hreppstjóra á Þing- eyri. Lézt 1941. 4. Sigríður Benjamínsdóttir, fædd 1883, dó 1938. Gift Guðmundi Guðmundssyni, húsa- smið á ísafirði. 5. Steinþór Benjamínsson, fyrrverandi skip- stjóri, nú gjaldkeri Hafnarsjóðs, Þingeyri. Fæddur 1886. Sjóræningjar gera nú talsverðan usla á siglingaleiðum útaf ströndum Burma. Þeir hljóta að vera söngelskir, því að ekki alls fyrir löngu réðist flokkur sjóræningja um borð í skip á þessum slóðum, og hlustaði í tvær stundir á söngkonu á skipinu, áður en þeir fóru á burt með herfangið, sem var um 2.300 sterlp. virði. f Þórarinn Guðmundsson skipstjóri í lok ágústmánaðar s.L, senniiega hinn 29. ágúst, fórst vélbáturinn Svanholm, á leiðinni frá Siglufirði til Bolungarvíkur. Með bátnum fórust þrír menn. Skip- stjóri á honum var Þórarinn Guðmundsson frá Ána- naustum, og mun hann hafa verið elzti starfandi skip- stjóri í Reykjavík, 79 ára gamall, er hann gisti hina votu gröf. Með honum hvarf af sjónarsviðinu einn hinna dugmiklu garpa frá skútutímabilinu, og sá þeirra, sem lengst hélt tryggð við sjóinn, eða þar til yfir iauk. Þórarinn var fæddur 29. nóvember 1872 að Hlíð í Garðahreppi. Ungur hóf hann sjómennsku á opnum bátum, og litlu eftir fermingaraldur gerðist hann þil- skipaháseti. Rúmlega tvítugur fór hann í stýrimanna- skólann og lauk þaðan prófi vorið 1895. Gerðist hann þá þegar stýrimaður á útvegi Geirs Zoega og varð brátt skipstjóri á einu af skipum hans. Var hann mörg ár skútuskipstjóri við góðan orðstír. Árið 1898 kvæntist Þórarinn Ragnheiði Jónsdóttur. Eignuðust þau tólf mannvænleg börn og eru átta þeirra á lífi. Konu sína missti Þórarinn frá hinum stóra barna- hóp, þegar elzta dóttirin var nýlega fermd. Tók hún þá við búsforráðum, þótt ung væri, og var stoð og stytta föður síns, sem löngum var fjarvistum á sjónum. Eftir að Þórarinn hætti skipsstjórn á skútunum, stundaði hann sjómennsku á togurum í mörg ár. Og í síðustu styrjöld sigldi hann 49 lesta vélbát með ísvar- inn fisk til Englands um hávetur. Var það minnsta skipið, sem notað var til slíkra ferða. Var hann þá 71 árs. V I K I N G U R 271

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.