Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 9
áfengis- og tollalögum er ákveðin 4 sjómílur. Enn fremur má benda á það, að við undirritun samninga þeirra, sem á einn eða annan hátt gátu bundið hendur íslendinga í þessu máli, hefur alltaf frá stofnun lýðveldisins 1944 af hálfu ríkisstjórnar íslands verið settur fyrir- vari um rétt vorn til síðari ákvarðana að því er landhelgina eða ráðstafanir til friðunar á land- grunninu snertir. Þjóðir þær, sem undirritað hafa ásamt Islandi samninga þessa, hafa fallizt á, að ísland hafi Rússnesk landhelgi og íslenzk. Ágengni rússneska síldveiðiflotans hér við strendur landsins og ítrekuð brot á landhelgislöggjöfinni hafa sem vonlegt er vakið mikið umtal og þótt óheillavæn-. legur atburður. Fiskimenn stórþjóðarinn- ar í austri, sem sjálf hefur tekið sér 12 mílna landhelgi, eiga erfitt með að virða þriggja mílna landhelgi kotríkisins ís- lands. Er þetta enn ein sönnun þess, hve sókn annarra þjóða á íslenzk mið er orð- in gegndarlaus og þörfin því brýn, að bægja þeirri vá frá dyrum, sem þjóðinni stafar af hinum erlenda skipagrúa víðs vegar umhverfis landið. — En hvað sem líður framferði rússneskra síldveiðiskipa hér við land, ætti stefna hinnar rússnesku stjórnar í sínu eigin landhelgismáli, að styrkja aðstöðu okkar íslendinga og ann- arra þeirra þjóða, sem berjast fyrir stækkaðri landhelgi. Vitað er, að stjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa í sameig- inlegri orðsendingu mótmælt ákvörðun Rússa um 12 mílna landhelgi og lagt til, að sovétstjórnin vísi því til úrskurðar al- þjóðadómstólsins í Haag, hvort hún hafi rétt til að ákveða 12 mílna landhelgi með- fram Eystrasaltsströnd sinni. I svari rússneskra stjórnarvalda við þessari orðsendingu er því lýst yfir, að ekki séu til neinar alþjóðareglur um víð- áttu landhelgi, hvorki sáttmálar né hefð. Þess vegna sé löggjafarsamkomu sér- hvers ríkis í sjálfsvald sett, að ákveða með lagasetningu víðáttu Iandhelgi sinn- ar. slíkan fyrirvara,. en í því felst líka af þeirra hálfu nokkur viðurkenning á sérstökum rétti vorum. Meðal þessara þjóða eru Bretar. Frá 1901 allt fram til þess að samningnum var sagt upp hafa verið uppi kröfur, innan þings og utan, um stækkaða landhelgi, um að samningurinn frá 1901 yrði endurskoðaður. Spyrja mætti, hvers vegna ísland hefði ekki fyrr sagt samningnum frá 1901 upp. 1 því sam- bandi er það athugandi, að allt fram til 1940 (eða réttara sagt 1944) var Danakonungur þ.jóðhöfðingi vor, sami þjóðhöfðinginn og gerði samninginn frá 1901, þótt ekki væri það sami maðurinn. Danir fóru með utanríkismál vor í umboði voru, og var þeim fram haldið svo sem raun bar vitni, að því er landhelgismálið snerti. Island varð lýðveldi meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð, svo ekki var von, að við umsvifalaust segðum samningnum upp þá. — Með stofn- un sameinuðu þjóðanna, endurnýjun alþjóða- dómstólsins í Haag, auknu samstarfi og skiln- ingi þjóða í milli, hefur aðstaða íslendinga til að koma fram réttmætum kröfum sínum stórum batnað. Mér finnst undarlegt, að þessum forna rétti vorum skuli ekki hafa verið veitt meiri athygli. Sextán sjómílna landhelgi lendir að mestu leyti innan þess svæðis, er samsvarar því, að miðað væri við landgrunnið að 200 faðma dýpi, og að mjög verulegu leyti ef miðað er við 100 faðma dýpi. Hins vegar mun hentugra að ákveða mörk landhelginnar með tiltekinni fjarlægð frá landi. Mér virðist eðlilegra, að við héldum fram fornum rétti vorum til 16 sjómílna landhelgi, heldu'r en að fara út í einhliða útfærslu land- helginnar án þess að geta um þennan forna rétt vorn; því ef til vill yrði slík einhliða útfærsla síður viðurkennd en kröfur byggðar á rétti. Ég vil á engan hátt gera lítið úr þeim kröfum, að viS færum landhelgina út að mörkum land- grunnsins. En virðumst við ekki einnig hafa lagalegan rétt, ef nokkur lagalegur alþjóða- réttur er til, til 16 sjómílna hafsvæðis, og kröf- urnar til landgrunnsins geta styrkt þennan rétt vorn? Sumar aðrar þjóðir, einkum Suður-Ameríku- þjóðir, hafa gert tilkall til og tileinkað sér, án þess að því hafi enn þá verið mótmælt, land- grunnið undan ströndum sínum. Slík framkoma annarra þjóða er málstað vorum vissulega til stuðnings. Hins vegar mætti spyrja, hvor tímabært hafi verið, fyrr en um leið og við brottfall samn- ingsins frá 1901, að láta lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins koma til fram- kvæmda. Sérstaklega þykir mér varhugavert, V I K I N G U R 265

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.