Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 20
Bréf frá ungum stýrimanni Eftirfarandi bréf er frá ungum íslenzkum stýrimanni á dönsku skipi. Skýrir hann þar vini sínum frá lífinu um borð, og er bréfið næsta fróðlegt. Er það birt hér með góðfúslegu leyfi viðtakanda. Væri það vissulega vel þegið, ef fleiri íslenzkir sjómenn, sem um höfin sigla, vildu senda Víkingnum slíka fréttapistla, hvort sem þeir eru á íslenzkum eða erlendum skipum. M.s. „Laura Miærsk“ 2U. 7. ’51. Kæri Sigurður! Loks læt ég nú verða af því að skrifa þér nokkrar línur, eins og ég lofaði þér. Bið ég þig afsökunar á því, að ég skyldi ekki gera það fyrr. Ástæðan er sú, að ég vildi fyrst vera hér um borð dálítinn tíma áður en ég skrifaði þér hvern- ig mér líkaði og svoleiðis. Nú er ég búinn að vera hér um borð í tvo mánuði, svo að nú er ég búinn að átta mig á þessu flestöllu. Hefir mér líkað ágætlega, bæði við skipið og skipshöfnina frá því fyrsta. Skipið er um 10 þús. tonn dead- weight. Er það byggt í Kaupmannahöfn 1939 hjá Burmester & Wain. Hefir það tvær B & W dieselvélar með samtals 7800 hestöfl, sem gefur því ca. 14 mílur. Skipshöfnin er 44 tals- ins og auk þess er farþegapláss fyrir 12. Hefir skipið áætlun til Austurlanda frá U. S. A., og telst New York heimahöfn þess. Er ferðum þess svo háttað, að fyrst er farið frá New York yfir á vesturströndina til San Pedro og San Fran- cisco. Þaðan til Filippseyjanna, Japan, Formosa Franska-lndokína og Síam. Svo er farið aftur til Filippseyjanna. svo upp til Japan og þaðan aftur til San Francisco, San Pedro og New York. Er eftir áætluninni gert ráð fyrir ca. 6 mán. fyrir hverja ferð. Þó er hún það ströng, að skip- ið er venjulega á eftir henni. Er þó unnið nótt og dag við losun og lestun og hvergi stanzað mínútu fram yfir það nauðsynlegasta. Skips- höfnin er all-skrautlegur flokkur af öllum ald- ursflokkum, frá fjórtán ára og upp í sextugt, og af átta þjóðernum. Þó eru allir hvítir, að minnsta kosti útvortis. Yfirmennirnir eru allir danskir, nema ég, og flestir á aldur við mig, en þó er ég yngstur þeirra. Eru það allt við- kunnalegir menn og hafa komið prýðilega fram við mig að öllu leyti. Bjóst ég við því, að ég myndi hitta fyrir einhverja, sem mundu sýna mér óvild, af því að ég væri íslenzkur, þar sem það hefir nú oft verið grunnt á því góða milli Dana og Islendinga, en sem betur fer hefir það ekki skeð. Margt er líkt með starfsháttum hér um borð og í íslenzku skipunum, en flest er þó öðru vísi. T. d. verða allir stýrimennirnir að skila átta stunda vinnu á dag, hvort sem legið er við land eða verið á sjó. Þó eru sunnudagar undanskildir, svo og aðrir lögskipaðir danskir frídagar. Öll vinna fram yfir 8 tíma er svo borguð aukalega. Kaupið er sæmilegt. Hef ég á byrjunarlaunum ca. 800 kr. á mánuði með dýrtíðaruppbót. Þar að auki kemur svo eftir- vinnan, áhættuþóknun og Ameríkuuppbót. Með þessu samanlögðu getur mánaðar-hýran náð ca. 1200 kr. og getur það talist ágætt. Þegar legið er við land og unnið er við losun og lestun, höfum við, ég og annar stýrimaður, eftirlit með lestunum. Okkur til hjálpar höfum við tvo „kad- etta“ og eru þeir einu mennirnir af dekksfólk- inu, sem við skiptum okkur af. Alla vinnu á dekkinu hefur fyrsti stýrimaður og þurfum við hvergi að koma þar nálægt. Þegar verið er í sjó hef ég 8—12 vaktina og með henni navigation- ina. Var ég fyrst hálfhræddur um að ég gæti ekki staðið mig í því, mér fannst ég búinn að gleyma öllu. Allt hefir riú samt farið vel úr hendi og’ nú er ég orðinn stálsleginn í þessu, Eitt var líka ágætt við þetta allt saman. Það er, að skipstjórinn kemur hvergi nálægt þessu nema þegar hann fer yfir útreikningana hjá mér, til að athuga hvort allt sé sannleikanum samkvæmt. Er ég anzi smeykur um að hann hefði gefið mér hornauga, ef hann hefði séð til 276 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.