Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 18
Fulltrúar frá samábyryð botnvörpuskipaeigenda í Grimsby og eigendum togarans „Preston North End“ komu til landsins s. I. sumar og afhentu öllum heiðursskjöl, er að björguninni unnu. varir við björgunarflugvélina, sem kastaði niður blys- um, og var þá haldið aftur til baka í þá átt sem varpað var niður, en skömmu seinna höfðum við samband við Sæbjörgu og fréttum það, að þarna hefði verið maður á fleka og væri búið að bjarga honum. Þá var beðið um að iæknir yrði við þegar komið væri til Grindavíkur, en þangað var komið kl. 11,30, og voru þá mættir Þorleifur Jónsson fulltrúi, Geir Zoega og héraðslæknirinn í Kefla- vík, Karl Magnússon. Sigurður Þorleifsson, Grindavík. Skýrsla björgunarskipsins Sæbjargar. Föstud. þ. 14. 4. 1950, laust fyrir miðnætti, heyrðist í skipum, að togari mundi vera strandaður á Eldeyjar- boða. Skömmu síðar kom beiðni frá Slysavarnafélagi íslands um að björgpnarskipið Sæbjörg færi á strand- staðinn. Var þá björgunarskipið Sæbjörg að leggja af stað, þegar beiðnin kom. Var siglt með fullri ferð alla leið. Þegar komið var í nánd við Eldey og ekkert sást til skipsins þar, var byrjað að miða togara er komnir voru á staðinn, með miðunarstöðinni, og reyndist sú mið- un gefa stað skipanna við Geii-fuglasker. Var þá snúið í áttina þangað. Þegar nálgast tók, sáust 2 skip við Geirfuglasker í radartækjum björgunarskipsins, reynd- ust það vera togararnir er komnir voru að strandinu og voru báðir enskir. Á leiðinni til strandstaðarins var allt undirbúið um borð í björgunarskipinu til bjargar skip- verjum á hinu strandaða skipi. Laust fyrir kl. 05,00 þ. 15.4 kom björgunarskipið Sæbjörg á strandstaðinn, var þá ekki orðið það bjart að hægt væri að sjá hvernig ástatt væri með hið strandaða skip, en alveg uppundir brotinu frá skerinu sást ljós, er virtist vera á báti eða fleka. Þegar nær kom, sást að þarna voru menn róandi á báti, er var kominn að því að sökkva. Umsvifalaust var björgunarskipinu siglt að bátnum og 10 menn er í honum voru, teknir um borð. Voru þeir aðframkomnir af þreytu og vosbúð. Varð að láta menn frá björgunar- skipinu niður til að hjálpa þeim upp, og niður í Sæbjörgu, þar sem búið var um þá í kojum skipverja og þeir allir færðir í þurr föt, og hlúð að þeim eins og hægt var. Bátur þeirra flaut aðeins á flotholtum, hefði annars verið alveg sokkinn. Þegar mönnunum var bjargað úr hinum sökkvandi bát, var b.v. Sæbjörg komin á 4 faðma dýpi og mátti ekki tæpara fara vegna mikils straums og sjógangs. Var nú siglt að togurunum er voru þarna og þeim tilkynnt að björgunarskipið væri búið að bjarga 10 mönnum. Voru báðir togararnir með björgun- arbáta úti, en þeir komust ekki það nærri, að þeir gætu náð þeim, sem eftir voru. Þegar þessu var lokið, var orðið sæmilega bjart af degi, sást nú að strandaði togarinn var alveg sokkinn og aðeins stýrishúsþakið var upp úr sjó og menn á þakinu. Var nú strax settur út björgunarbátur frá b.v. Sæbjörgu, með öllum útbúnaði 274 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.