Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 13
Oláfur Olafsson: Benjamín Bjarnason Aldarminning Benjamín Bjarnason er fæddur í Krossadal í Tálknafirði 17. marz 1851. Hann var launsonur Bjarna Ingimundarson- ar, óðalsbönda á Felli í sömu sveit. Honum var komið í fóstur til góðs fólks á Bakka í sömu sveit; hafði hann þar gott atlæti, þroskaðist vel líkamlega, fékk góða burði og krafta í köggla, en litlu kostað til andlegra mennta, engar bækur fyrir hendi til sjálfs- menntunar, og sá hugsunarháttur almennt ríkj- andi „að bókvitinu væri ekki í askana ausið“. Fermingarárið orðaði hann það við föður sinn, hvort hann vildi kosta nokkru til, svo að hann gæti lært skrift og reikning, og ef til vill fleira, er sig langaði til að nema. Svarið var alger synjun og — löðrungur. Nógu hefði hann til hans kostað, þótt hann bætti ekki þessu við. Á þá stúfa var því ekki oftar stigið. - Á uppvaxtarárunum hneigðist hugur drengs- ins mjög til sjávarins; var hugurinn allur þar; miður við sveitarstörf, þótt hann sem bóndi gegndi þar eigi síður skyldu sinni, síðar á ævinni Vestfirðingar hafa frá landnámsöld stundað jöfnum höndum sjósóknir og sveitarbúskap. Bú- in of lítil, þar til nú á allra síðustu tímum, að unnt er að lifa á framfærzlu þeirra einvörðungu. En notaleg viðbót fyrir afkomu hinna, er hafa fiskiveiðar fyrir aðalatvinnu. Og' fyrir því er það víðar en í Flóabardaga, sem Vestfirðingar hafa reynzt hlutgengir sjómenn. Benjamín Bjarnason fór snemma að sækja sjó; fyrst á árabátum, en síðar á þilskipum. Byrjaði hann sjómennsku sína á þilskipum um 1875, þá 24 ára gamall, hjá dönskum skipstjóra, Andersen, á skonnortu „Agnes“, er haldið var út frá Þingeyri, ýmist á hákarla- eða þorskveið- ar; þar lærði hann hina verklegu sjómennsku. Það sama ár vistast hann að Gerðhömrum í Dýrafirði, til prestshjónanna síra Jóns og Sig- ríðar, foreldra síra Magnúsar Jónssonar, sein- ast prests á Stað í Aðalvík, en tengdaforeldra 'Jóns Auðuns, fyrrverandi alþingismanns. Benjamín Bjarnasori Á Gerðhömrum kvænist hann 1876 Guðrúnu Pétursdóttur frá Hofi í Þingeyrarhreppi, Ólafs- sonar. Þaðan fluttust þau hjónin 1877, að Núpi, og< nokkru síðar að Söndum, til Bergs Einarssonar og Þorbjargar Snorradóttur. Árið 1881 reisir Benjamín bú á kirkjujörðinni Múla í Þingeyrarhreppi, og þar dvelur hann öll sín ár meðan hann fæst við sveitarbúskap, sam- tímis sjósóknum, og við þann bæ er hann í al- þýðutali oftast kenndur. Um 1880 gerist Benjamín stýrimaður hjá mági sínum, Andrési Péturssyni, hinum héraðs- V I K I N G U R 269

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.