Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 14
kunna hákarlaformanni og skipstjóra í Hauka- dal. Var þá mikill siður, að efnaðir bændur og búandlið sameinuðust um, eða einir út af fyrir sig létu smíða — oftast í Danmörku — vönduð skip til hákarlaveiða, er síðar var breytt í al- menn fiskiskip. Svo var í Dýrafirði um tilkomu skipanna, — sum eru til enn í breyttu gervi: ,,Guðný“, ,,Rósamunda“ (síðar Phönix), „For- tuna“ — og síðar komu: ,,Dýri“ og ,,Guðrún“. Andrés Pétursson stýrði fyrsttalda skipinu. Um og eftir 1880 áttu skipstjóraefni kost á byrjunarkennslu í siómannafræði hér heima, í sveit sinni. Kennarinn var merkisbóndinn og skipstjórinn Kristján Andrésson í Meðaldal í Þingeyrarhreppi. Hann hafði numið sjómanna- fræði í Danmörku, Bogö, og útskrifast þaðan. Eftir að heim kom kenndi hann fjölmörgum í Dýrafirði sjómannafræði, — tók þá heim til sín á meðan. Var þetta eina fræðslan, er valin- kunnir, farsælir skipstjórar bjuggu að á mörg- um svaðilförum sínum síðar, á óvélknúnum segl- skipum, við myrkur, vitalausar strendur ís- lands, og barst þó lítt á. Aðrir efnilegir piltar notuðu þessa byrjunarkennslu til inngöngu í sjómannaskóla, einkum danska. Þessari tilsögn hélt Kristján áfram fast að því tvo áratugi, eða allt fram áð síðustu alda- mótum. Benjamín Bjarnason var einn af nemendum Kristjáns Andréssonar; stundaði nám hjá hon- um, sennilega hluta úr tveim vetrum, 1882—’84. Eftir það er Benjamín skipstjóri meðan hann stundar sjó og heilsan leyfir, eða fast að 30 árum. Fyrsta skipstiórnarárið er á Flateyri, á út- veg Torfa Halldórssonar. skipið ,,fsafold“. Þá skipstjóri á ,,Maríu“ frá Bíldudal, eigandi Pétur Thorsteinsson. En eftir það stundaði hann alitaf sjó frá Þingeyri á ýmsum skipum, ýmist á út- veg N. Chr. Grams Handel, Sameinuðu verzlan- anna, eða Bræðranna Proppé. Benjamín er sagður verið hafa sjómaður góð- ur; nokkuð harður í horn að taka, ef mikið lá við, enda skóiaður í skóla danskra skipstjórnar- manna. f meðallagi aflasæll, en útkoma á skip- um hans ágæt. Komst því fljótt í álit hjá út- gerðarstjórum sínum fyrir vandaða og’góða framleiðsluvöru, nýtni og hirðusemi með eigur, og útgerð skipsins var í stakasta lagi. Niels Christian Gram, forstjóri, lét smíða handa hon- um nýtt skip í Danmörku 1891, glæsilegan „kútt- er“, „Adolf“ að nafni. En hans naut við stutta stund, því að skipið fórst í hafi árið eftir, 1892, milli Danmerkur og íslands. Eftir að Bræðurnir Proppé eignuðust verzlun og útgerð hér, höfðu þeir útbú við Breiðafjörð, í Stykkishólmi, í Ólafsvík og á Sandi. Þurfti þá iðulega að flytja innlendar og erlendar vör- ur milli þessara staða. Til þess var höfð skúta, er „Julietta" hét; hásigld, seglprúð og sigling- arbrandur hinn mesti. Skipstjóri Benjamín Bjarnason. Þar var skipstjórinn í essinu sínu. Farmennskan var honum í blóð borin. Að hafa slíkar fjalir undir fótum var honum unaður, enda var „Benjamín og Julietta" samgróin hug- tök í meðvitund Dýrfirðinga þá. Víðar en á Vestfjörðum varð „Julietta" kunn fyrir það, hve vel hún sigldi beitivind á „smúlu“, þ. e. sléttan sjó á fjörðum inni. Faxaflóaflotan- um öllum varð þá tíðförult hingað vegna íshúss- ins í Haukadal. Urðu margir á hinum sunn- lenzka flota til að dáðst að snekkjunni, er skar sig fram úr þeim, enda voru segl þá ekki hefluð hjá Benjamín. Sigldi þó alla daga slysalaust. Hann þekkti sitt skip. . Eitt surnar var „Julietta“ látin ,,spekulera“. Danska orðið „Spekulant" mætti í þessari merk-- ingu kalla: fljótandi sölubúð. Skipinu var breytt í sölubúð og innréttað fyrir vörugeymslu. Voru alltíð í þá daga á Vestfiörðum. Sigldu inn á voga og víkur og löggiltar hafnir, vörpuðu akkerum og verzluðu við landsmenn; einkum í vöruskiptum. Þótti að þessu hagræði mikið, þar sem langt var að sækja í kaupstað. Annað sumar var hinn víðförli sæfai’i, Svein- björn Egilson, stýrimaður á „Juliettu", hjá Benjamín. —o— Þótt hér hafi aðallega verið rakinn sjófarar- 'ferill Benjamíns heitins, átti hann þó auk þess ítök að stofnun og starfsemi ýmissa fyrirtækja. Hann var hluthafi í íshúsfélaginu í Haukadal, sem áður er nefnt. Einn af stofnendum Brauð- gerðarhússins á Þingeyri, og stofnandi með fleirum að innlendu vátryggingarfélagi gegn eldsvoða, fyrir Þingeyrarhrenp, sem starfrækt var hér í 30 ár, eða þar til skyldutrygging hjá Brunabótafélagi íslands var í lög leidd 1934. Ábyrgðamaður Sparisjóðs Vestur-ísafjarðar sýslu var hann frá stofnun sjóðsins, 1896, til dauðadags. Og fjölmörg ár átti. hann sæti í sveitarstjórn, ýmist sem varaoddviti eða gjald- keri sveitarsjóðs. Fiskimatsmaður í mörg ár. Loks má telja það verk, sem hann einn bar ábyrgð á alla tíð meðan hann lifði, en það var upp- og niðursetningur þilskipa. Á skútuöldinni var þilskipum hér aldrei lagt í vetrarlægi, svo sem tíðkanlegt var við Faxa- flóa, heldur alltaf sett á þurrt land að haustinu, upp fyrir stórstraumsf.jöru, og niður á vorin. Til þess þurfti traust áhöld, verkhyggni, útsjón 27D V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.