Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1951, Blaðsíða 24
21. mynd. Allis — Chalmers skipshverfillinn. er eimuð olía, munu þessir erfiðleikar ekki koma til greina í vel smíðuðum hvex-fli, en ef notuð er ketilolía, „Bunker C oh'a“, vei-ður að hafa útbúnað til að f.jar- lægja öskuna af skóflunum. Reynsla er fyrir því, að þegar notuð var olía, sem ekki var hæf til brennslu, þui-fti að stöðva notkun hverf- ilsins eftir nokkrar klukkustundir, vegna þess, að þykkt öskulag var komið á skóflurnar og hreinsa varð af þeim. Það er því hægt að segja um þetta olíuvandamál að olíugæðin og öskumagnið er eitt af þýðingarmestu atriðunum, er þarf að taka til yfii'vegunar í sambandi við sparneytni hverfilsins, en sparneytnin mun auðvitað fara mikið eftir því, hve ódýra olíu hægt er að íxota. Það, að lofthitarinn sótast, stafar frá því, að í bruna- holinu er ekki fullkomin brennsla, en það er háð gæð- um olíunnar, smíði bi'ennaranna og brunaholanna og gæzlu þeirra, nákvæmlega eins og við olíukynta katla. Þetta vandamál ætti því að vera auðleyst, með góðri gæzlu og eftii'liti. í þessu sambandi má nefna það, að sót festist ekki í sjálfan hverfilinn, því þar er svo hátt hitastig, eða yfir 400° C. Fyrir utan þessi rekstursvandamál, þarf einnig að gefa því gaum, hve oft þarf að endurnýja hina ýmsu hluta hvei'filsins. Um þetta er það að segja, að það verður með hæfilega löngu millibili að endurnýja innri brunaholin, en hve oft, er ekki hægt að segja að svo komnu máli. Aætlað er, að endux-nýja þui'fi fremsta skófluhringinn eftir 20000 í'eksturstíma. Hve oft þarf að endurnýja hina ýmsu hluta hvei'filsins, fer auðvitað eftir því, hvaða efni er notað og við hvaða hitastig hverflinum er ætlað að vinna. Hátt hitastig orsakar betri nýtni, en hverfillinn endist skemur. (Niðurlag). Andrés Guðjónsson. Helgi með 10 aura skeggið Helgi var ættaður úr Hvammssveit í Dalasýslu, en að því hvernig hann fékk viðurnefni sitt liggja ein- kennilegar ástæður. Helgi átti einn bi'óður systkina, en faðir þeirra hafði verið efnaður bóndi á einhverri jörðinni fyrir botni Hvammsfjarðar. Karlinn hafði haft mikið og sítt skegg, sem náði honum niður á bringu. Þegar haxm svo var genginn veg allrar vei'aldar og bx-æðui'nir fóru að skipta með sér reitum hans, keypti Helgi það af bróður sínum fyrir 10 aura, að mega hafa bringuskegg eins og faðir þeirra hafði haft, en bróð- ii'inn skuldbatt sig hins vegar til þess, að raka af sér hvern skeggbi'odd jafnóðum og hann yxi. Slík var for- dild Helga, og svo mikla löngun hafði hann til að líkjast föður sínum, þó ekki væri í öðru en útliti, að hann vildi kaupa réttinn til skeggsins fyrir 10 aura, sem jafn- gilti 60 álnum á landsvísu eða hálfu hundraði. Helgi þessi bjó við Hellna undir Jökli á seinni hluta 18. aldar og var vænn maður og góðgjarn, svo að hann bar ávallt sættai-oi'ð á milli manna. Sýnir það eftir- fax-andi saga. Það var einu sinni, að tveir menn undir Jökli lentu í illdeilum og þóttist annar hafa farið m.jög halloka fyrir hinum og var hinn sárasti og vildi stefna honum fyrir meiðyrði. Fór hann þá til Helga og skýrði honum frá málavöxtum og segir: „Þykir þér það ekki illa mælt að hann sagði mér að eta skít og fara til helvítis? Mað- ui'inn var æstur, en Helgi tók þessu með hinni mestu rósemi og sagði: „Að hann sagði þér að éta skítinn var ekki neitt, því það gerum vér allir, en að hann sagði þér að fai'a til helvítis, það var verra, og þó varð það eitthvað að heita, fyx-st nxaðurinn var reiður“. — Síðan talaði Helgi svo um fyrir manninum, að hann gleymdi mótgerðinni og varð alli’i lögsókn afhuga. (Sögur af Snæféllsnesi). 2BD V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.