Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1954, Side 20
Þetta kynni að hafa valdið nokkrum árekstri, ef því hefði verið haldið fram af nokkrum manni, að Græn- land hefði verið skipulagsbundinn hluti höfuðlands várra laga, en því hefur enginn haldið fram. Ekkert af þessu stendur því í vegi, að Grænland hafi verið Islenzk nýlenda, þannig tengd við móðurland sitt sem allar norrænar nýlendur voru í fornöld. Engin noiTæn eða forn germönsk lög nefna sérstaklega stjórn eða stjórnarhætti í nýlendum, því þá í Grágás? Engin fom germönsk lög eru skráð frá sjónaiiniði stjórnlagafræð- innar, heldur vegna einkaþarfa bóndans, sem reit þau, og uppistaða þeiri-a allra, einnig Grágásar, er ekki stjórnlagafræði, heldur réttargangsreglurnar. Þau sýna okkur bóndann farandi með þjóðfélagsvaldið, eða sem sækjanda og verjanda í lögsóknum. ísl. bóndinn, sem reit Grágás, taldi sig ekki þurfa sérstaka greinar- gerð um stjói-nskipun Grænlands, og gat ekki búist við því, að lenda í kasti við Garðabiskup, og því verið fá- orður um þetta, og það þess frekar, sem ísl. lögin giltu um þetta allt þax-. Fjórðungsdómar voru ekki til á Grænlandi, en á þing- staðnum í Görðum er enn til dómhringur fyrir einn fjóx-ðungsþingsdóm (og einn voi'þingsdóm), og sannar sagnir höfum vér um sókn mála þai', bæði í vorþings- og fjói'ðungsþingsdóm samkv. ísl. þingsköpum. Ef að því er gætt, að allar þær sakir, sem f jórðungsmenn áttu saman og sækja átti í fjórðungsdóm, mátti einnig sækja til fjórðungsþings, að Gi'ænland var aðeins einn fjórð- ungur, og að allar þær sakir, sem gerðust í þeim fjórð- ungi, mátti því sækja til fjórðungsþings, þingdeilur milli fjórðunga gat þar ekki vei’ið um að ræða, hljóta menn að geta séð, að sumarþingið í Görðum (og dómur þess) kemur þar bæði í stað fjói'ðungsþings og fjórð- ungsdóms hér í höfuðlandinu. Grænlendingar geta þann- ig hagnýtt sér og farið eftir fyrirmælum Grágásar um fjói’ðungsþing og fjórðungsdóm, án þess að breyta nokkru. Og þar sem sumarþingið í Görðum var ályktar- þing um öll mál nema löggjöf og utanlandsmál, — svo sem voru öll höfuðþing nýlendna allsstaðar, — þá vantar ekkert á það, að stjórnskipun Grænlands sem nýlendu sé fullkomin og augljós. Fyi'sti ísl. biskupinn var vígður 1056, ekki til ís- lands eins, heldur til „Island insulas" = íslands eyja, er frægar voru á miðöldum, en þeii'ra ein var Grænland. Fól erkibiskup þessum fyrsta ísl. biskupi forsjá „hinnar ísl.-grænlenzku þjóðar“, svo ekki verður rengt, að Grænland var þá hluti úr Skálholtsbiskupsdæmi, en þjóð og þjóðfélag var þá eitt og hið sama. Öllum ber saman um, að Eiríkur biskup Gnúpsson, er fór til Græn- lands 1112 eða 1113, en til Vínlands þaðan 1121, og Lyschander, sagnaritari hins norsk-danska konungs, segir dáinn og grafinn að Görðum 1146, hafi verið undirbiskup Skálholtsbiskups. Er Arnaldur biskup og Einar Sokkason setjast, á leiðinni til Gi'ænlands, upp á íslandi á túnaslætti 1125, til þess að geta riðið til Alþingis 1126, þá er erindi þeii'ra þangað sýnilega ekk- ert annað en það, að fá hinn nýja ísl. biskupsstól á Grænlandi lögtekinn. Kristinréttirnir ísl. eru allir sniðn- ir upp á biskup (í eintölu), og hæfa að því leyti vel á Grænland sem og á biskupsdæmin hér. En starfskift- ingin milli tveggja biskupa á íslandi gerði það óhjá- kvæmilegt, að þeir væru sérstaklega nefndir. Það er svo mikill fjöldi staða í kristinrétti Grágásar og Árna biskups, er sýna, að Grænland laut ísl. kristinrétti, að þess er enginn kostur að rekja það hér. Um presta- dóminn í Grágás er það að segja, að hann er aðeins sniðinn fyrir biskup í eint. Og án efa var slíkur presta- dómur á fjórðungsþinginu í Görðum, því það var álykt- arþing í dómsmálum fyrir Gi'ænland. Engin sérstaða Grœnlands. Á bls. 84 byrjar Gizur kafla um allmörg ati'iði, þar sem Grænlandi er engin sérstaða ætluð í Grágás, en hann kallar þó kaflann „um sérstöðu Grænlands". í Grágás Ia, 240, II, 90, Ia, 149, er nýmæli um það, að taka og virða skuli dánarfé á Grænlandi á sama hátt og í Noregi. Heldur Gizur því fram (bls. 87), að þetta séu aðeins fyrirmæli til manna búsetti-a á íslandi. En það er rangt. Hefði Grænland verið sjálfstætt, myndi það sjálft hafa ráðið því, hvernig dánai'fé var þar tekið. Hvað sem leið fullveldi Grænlands, hefði Alþingi auð- vitað getað gefið mönnum á íslandi þessar fyrirskip- anir, en þær myndu hafa orðið óframkvæmanlegar án þess, að fá lagagildi á Grænlandi. Við Noreg höfðu ís- lendingar sáttmála um þetta, en Grænlandi setur Al- þingi íslands lög um það. Sé nokkur í vafa um, að þetta sé rétt, þá lesi hann sér til fróðleiks kafla Grágásar um töku dánarfjár á Vesturlöndum, í Danmörku og fyr- ir sunnan Danmörk! Hví setti Alþingi ekki lög um, að menn skyldu taka dánarfé á Vesturlöndum og fyrir sunnan Danmörk á sama hátt og á Gi'ænlandi?! 1 Grágás Ia, 226, II, 70 er fyrst upptalning á öllum konunga veldum, og þar með öllum löndum fyrir austan ísland, og svo kemur: „Ef maðr á konar ii. her a lands- eþa iórom logom þat varðar fiorbavgs garð . . . “. Gizur ber ekki við að reyna að hi'ekja i'öksemdafærzlu mína fyrir því, að ox'ðin „í órum lögum“ vísi til svæðis fyrir vestan ísland og nemi tvíkvænið þar úr lögum, og að orðunum „í órum lögurn" sé bætt við „her a lande“, til þess að fyrirbyggja, að snápar staðhæfi, að „her a lande“ mei'ki aðeins hið landfræðilega ísland eitt. En Gizur hefur það eftir Absalon Taranger, að orðin merki aðeins ísland, og þarna sé lögð áherzla á landslaga- regluna. Ef þetta væri svo, myndi setningin hljóða „ . . . í órum lögum eða hér á landi". í hinum dæmunum, sem Gizur þarna tekur eftir hinum mæta Taranger (bls. 88), er alls ekki heldur lögð áherzla á landslagaregluna, eins og hver getur séð, þótt Taranger segi það, til að friða ólgandi æsing landa sinna. Allt tal Gizurar um landslagaregluna er raunar hégómi éinn og réttarstöðu Grænlands alveg óviðkomandi, og einungis til þess fallið, að draga hugann frá efninu, því á Norðurlöndum hafa aldrei verið til nema landbundin þjóðfélög. Staðhæf- ingar Gizurar þarna og víðar, um að lög Grágásar og Jónsbókar hafi ekki hæft staðháttum í Grænlandi, og að loku sé skotið fyrir, að þingfararreglur og réttarfar hafi verið eins á Grænlandi og á íslandi, eru aðeins ósannaðar firrur hans sjálfs, andstæðar öllum stað- reyndum, sem þekkjast. Gizur hefur ekki getað bent á nokkurn skapaðan hlut, er styddi þessa staðhæfingu hans. Jafnvel dagsróðrarnir á Grænlandi voru látnir vera jafnlangir „þingmannadagleiðunum" á íslandi. Allt annað mál er það, að auka þurfti í lög Grágásar á 06 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.