Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1956, Page 26
Samþykktir 17. þings F.F.S.L Radíóskóli á íslandi. í Reykjavík skal setja á stofn og starfrækja fyrir ríkisfé sérstakan skóla í radíófræði og fjarskiptum. Skólinn nefnist Radíóskóli ís- lands og skal hann hafa aðsetur í Sjómanna- skóla íslands, ásamt þeim tækjum, er nauð- synleg verða talin til kennslunnar. Takmark skólans er að kenna radíófræði og fjarskipti með það fyrir augum að veita firðriturum fullnaðarnám samkvæmt íslenzk- um kröfum og alþjóðalögum, er ísland er að- ili að. Til að kenna við skólann skal fá þá færustu starfskrafta, sem völ er á. Við skólann skal ráða að minnsta kosti einn yfirkennara og hafi hann með höndum stjórn skólans í um- boði ríkisstjórnarinnar. Námstímann skal miða við það að tveggja vetra nám þurfi til að standast próf sem 2. fl. firðritari, en þriggja vetra nám til að útskrif- ast sem 1. fl. firðritari. Til að fá inngöngu í skólann skulu væntan- legir nemendur hafa lokið hinu almenna gagn- fræðaprófi eða hliðstæðri menntun eða upp- fylla önnur þau skilyrði, sem krafist er við íslenzka framhaldsskóla. Ýmsar ályktanir. 17. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að fella niður tolla og skatt á efni, vél- um og varahlutum í íslenzk skip frá n.k. ára- mótum, og að verði á varahlutum verði stillt í hóf og að umboðsmönnum mótorvéla verði gert að skyldu að hafa nauðsynlega varahluti á lager, þar sem ástand í þessum efnum er nú óþolandi, og að stjórn F.F.S.l. verði falið að fylgja þessu máli fast eftir. 17. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að ganga svo frá málum að því er við- víkur hafnarmannvirkjum, að hægt sé að ljúka við þau hafnarmannvirki víðsvegar um land- ið, sem eigi eru fullgerð og af þeim sökum liggja undir skemmdum og eru ekki örugg skipum, og bendir sérstaklega á Patrekshöfn í því sambandi. 17. þing F.F.S.Í. samþykkir að beina þeirri áskorun til Vitamálastjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir því við hafnarstjórn og bæjar- stjórn Akureyrar, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess, að fullkomnum vita verði komið fyrir á Oddeyrartanga við Eyjafjörð. 17. þing F.F.S.I. samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd til að athuga möguleika á því, að stofnaður verði verðtryggingarsjóður sjáv- arafurða, eða annarra leiðar til bjargar sjáv- arútveginum, og skal nefndin skila tillögu til stjórnar F.F.S.I. eigi síðar en 1. febr. 1956, sem síðar vinnur úr málinu. I sambandi við landhelgismál komu fram tillögur um verndun netjasvæðisins við Vest- mannaeyjar og ennfremur kom fram tillaga um að ýmsar uppeldisstöðvar og hrygningar- svæði, t. d. Hraunmið, verði friðuð. 17. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að standa fast á rétti íslendinga í land- helgismálinu og hika hvergi í viðskiptum við Breta í því sambandi. Jafnframt lýsir þingið því sem skoðun sinni, að landgrunnið við ísland sé eign landsmanna, en ekki alþjóðahaf. Ennfremur bendir þingið á nauðsyn þess, að ráðstafanir verði gerðar til að friðhelga íslenzkum vélbátaútvegi hin sérstöku veiði- svæði vertíða, eins og t. d. við Vestmanna- eyjar (netjasvæði) og fyrir Vestfjörðum og víðar. Ennfremur hvort tiltækilegt sé að fá Hraunið á Selvogsbanka viðurkennt friðhelg- að fyrir botnvörpuveiðum og netjaveiðum um hrygningartímann. Eftirfarandi tillaga var samþ. samhlj.: 17. þing F.F S.í. samþykkir að skora á Al- þingi og ríkisstjórn, að hún setji lög um bann við smáufsaveiði í höfnum inni með herpinót eða dráttarnótum. 17. þing F.F.S.Í. telur að miðunarstöðvar í landi geri yfirleitt meira gagn en slíkar stöðv- ar um borð í skipum. 26 VÍKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.