Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Blaðsíða 8
ur, verði ísvarinn fiskur óseljanlegur í Bret- landi. Eftirgjöf af beggja hálfu. í 8. lið er rætt um „eftirgjöf af beggja hálfu“ og um lausn deilunnar á þann hátt „að tekið yrði tillit til hagsmuna beggja landanna“. Hér er engu líkara en að brezka stjórnin sé að gera að gamni sínu eða beinlínis að hæðast að ís- lendingum. Hvaða eftirgjöf er það af hálfu Breta, að hætta löglausum hefndarráðstöfun- um? Á hún að vera fólgin í því, að brezkir út- vegskóngar neiti sér um þá ánægju að útiloka íslenzka fiskimenn frá brezkum höfnum? Bret- um væri skyldara að minnast þeirra tíma, er þýzku nazistarnir helltu feigð og tortímingu yfir brezkar byggðir, á meðan íslenzkir fiski- menn færðu hinni bjargarlitlu brezku þjóð björg í bú. En þetta ógnarástand var ekki fyrr liðið hjá, en þýzkum fiskiskipum voru veitt for- í-éttindi umfram íslenzk, og það áður en frið- unaraðgerðirnar komu til sögunnar. í viðbætinum er réttilega á það bent, að ein- mitt brezkir fiskimenn hafi haft hag af frið- unaraðgerðunum, sem komi fram í auknu afla- magni og er það reyndar nú þegar viðurkennt af sumum þeirra. Því er það gjörsamlega út í hött hjá Bretum að vera að tala um eftirgjöf af beggja hálfu, og hefði mátt benda rækilegar á það í bæklingnum en gert er. Lagahliö málsins. Fjórði hluti viðbætisins ber titilinn „The Legal Position", eða lagaleg hlið málsins. Þar er hvergi minnzt á fornan rétt vorn til sextán sjómílna landhelgi, hins vegar vísað til fyrri bókar varðandi firruna um fjögurra sjómílna landhelgina. í greininni er vikið að þeirri ábendingu brezku greinargerðarinnar, að íslenzka ríkis- stjórnin virðist réttlæta aðgerðir sínar á þrenn- an hátt: 1. Sem einfalda útfærslu landhelginnar. 2. Eingöngu sem fiskveiðitakmörk utan landhelgi. 3. Sem þátt í framkvæmd kenningarinnar um landgrunnið. Svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við þessum réttmætu ábendingum brezku ríkisstjórnarinn- ar er því miður, eins og svo margt annað í þess- ari bók, bæði vanhugsað og flausturslegt. Svar- ið er sem sé, að aðgerðirnar frá 1952 megi byggja á hverju sem er hinna þriggja ofan- greindu tilvika og samanlögð skapi þessi þrjú atriði öruggan grundvöll. Sérstaklega er það beinlínis vítavert að segja, 36 að aðgerðirnar frá 1952 megi eingöngu telja fiskveiðitakmörk utan landhelgi, því þetta má skilja sem viðurkenningu þess, að raunveruleg landhelgi íslands sé langt innan línunnar frá 1952. Hér hefði legið beinast við að leggja megináherzlu á, að hér væri um að ræða frið- unaraðgerðir innan fornrar 16 sjómílna land- helgi Islands, og að þær væru rökstuddar með landgrunnskenningunni. Hins vegar er það blátt áfram fásinna að halda því fram, að þær þrjár skilgreiningar, sem brezka stjórnin bendir á, geti í heild eða samanlagðar skapað öruggan grundvöll ráðstafananna. Því hvernig er hægt að halda fram þvílíkri fjarstæðu, að ein og sömu takmörkin geti í senn verið „einföld út- færsla landhelginnar" (sbr. 1. liður) og „ein- göngu fiskveiðitakmörk utan landhelgi“ (sbr. 2. liður). Um rétt Islendinga. í 39. lið brezku greinargerðarinnar segir svo m. a.: Það er alkunnugt, að ríkisstjórn hennar hátignar er ekki reiðubúin að fallast á rök ís- lenzku ríkisstjórnarinnar fyrir því, að hún hafi heimild til að gera þessa ráðstöfun (rgl. 1952). En jafnvel þótt fallast mætti á þá meg- inreglu, að íslendingar ættu rétt á að færa fiskveiðitakmörkin þannig út, hefðu þeir ekki átt að gera einhliða ráðstafanir. Með því að gera það tóku þeir ekki tillit til hinnar alkunnu lagareglu um misnotkun réttar (abus de droit), en samkvæmt henni er það svo, að enda þótt ríki eigi rétt á að gera sérstakar ráðstafanir, er því ekki heimilt að framkvæma þær á þann hátt, að hagsmunir annarra ríkja bíði tjón af“. I „hvítu-bókar-viðbætinum“ er þessum kafla brezku greinargerðarinnar naumast svarað á þann hátt, sem vera bar, þó þar sé gerð heiðar- leg tilraun. Mergurinn málsins er nefnilega sá, að brezka ríkisstjórnin áttar sig að von- um ekki á því, að hér eru íslendingar í sínum fulla rétti varðandi ráðstafanir innan sinnar fornu landhelgi. því raddir um forna og sögu- lega landhelgi fslands hafa naumast borizt þeim til eyrna. Hins vegar láta þeir liggja í lág- inni, að þeir hafa sjálfir áratugum og öldum saman brotið rétt á íslenzku þjóðinni í skjóli aflsmunar, meðan íslenzka þjóðin var þess ekki megnug að gæta hins ótvíræða, forna rétt- ar síns, og varð því að lúta í lægra haldi. Þá var ísland í rauninni dönsk nýlenda, en nú krefst það sem sjálfstætt lýðveldi þess réttar, sem það átti áður, jafnt fyrir það, þótt veiði- þjófar verði af aflanum — og telji brotinn á sér rétt. V í K I N □ U R J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.