Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Qupperneq 9
Áhrif aðgerðanna.
F'immti hluti bæklingsins ber sama titil og
fjórði kafli í fyrri bókinni „Efnahagsleg áhrif
friðunarráðstafananna" og á hann að vera svar
við 3. kafla brezku greinargerðarinnar um
þetta efni, undir fyrirsögninni „Staðhæfingar
um áhrif útfærslu fisktakmarkanna til viðhalds
fiskistofninum". Til glöggvunar þykir rétt að
taka hér orðrétt upp nokkur atriði úr þeim
kafla brezku greinargerðarinnar, en þar segir
svo m. a.:
„Fjórða kafla minnisgreinar sinnar kallar
íslenzka ríkisstjórnin „efnahagsleg áhrif frið-
unarráðstafananna“.
Þar segir, að reglugerðin oi’saki mikla aukn-
ingu fiskstofnsins, „en í 1. kafla er skyld full-
yrðing þess efnis að „heillavænlegur árangur
aðgerða þessara (reglug. 1952) komi í ljós í
sívaxandi mæli með auknum afla utan núver-
andi takmarka". Því næst er í 4. kafla (ísl.
ritsins) tekin upp sundurliðun úr brezkum
skýrslum um afla brezkra fiskiskipa við ís-
land á árunum eftir stríðið. Tilfærðar eru töl-
ur um a) heildarafla og b) um afla, sem mið-
aður er við fyrirhöfnina að veiða hann (unit
of fishing effort) að því er varðar vissar fiski-
tegundir, en það er athugandi, að íslenzka minn-
isgreinin tilfærir ekki brezkar niðurstöður um
þorskafla, sem miðaður er við ákveðna fyrir-
höfn við veiðar, þótt þær séu prófsteinninn á
giidi röksemda íslenzku ríkisstjórnarinnar".
I 23. lið brezku greinargerðarinnar segir síð-
an: „Islenzka ríkisstjórnin tilfærir aukningu
heildarþorskafla Breta þar við land árið 1953,
en hann var 85% meiri á því ári en 1952, og
oi' gefið í skyn, að þetta sanni heillavænleg áhrif
reglugerðarinnar frá 1952 á fiskistofninn. Þessi
tala er út af fyrir sig algjörlega villandi, og
ályktunin stenzt því ekki, með því að þar er
fjallað um heildarafla, en ekki afla, sem mið-
aður er við ákveðna fyrirhöfn (unit of fishing
effort), en síðara atriðið og ekki hið fyrra er
hin rétta vísbending um fiskigengdina á mið-
unum og breytingar á fiskstofninum“.
Þá segir ennfremur í sömu greinargerð
brezku stjórnarinnar:
„Raunar spáði íslenzki fiskifræðingurinn Jón
Jónsson 20% aukningu á fullorðnum þorski
ái’ið 1953 í riti Alþjóða hafrannsóknaráðsins
Annales Biologiques, samkvæmt rannsóknum
á aldursflokkum aflans 1952, en þær sýndu, að
öflugur árgangur af þorski var að ná fullum
þroska að undangegnum nokkrum lélegum ár-
göngum. Útreikningar hans byggðust á ástand-
mu eins og það hafði verið undanfarin ár, án
tillits til áhrifa þeirra, er reglugerðin frá 1952
v í K I N G U R
kynni að hafa“. Síðan er í 27. lið rætt um aukn-
ingu ýsuaflans, og segir þar m. a.: „Ýsuaflinn
hefur aukizt um 5%, og er fullnægjandi skýr-
ing á þeirri aukningu í athugunum annars ís-
lenzka fiskifræðingsins, dr. Árna Friðriksson-
ar (Annales Biologiques), þess efnis, að á fiski-
miðunum við ísland væru mjög öflugir árgang-
ar af ýsu í uppvexti og myndu þeir fara að
hafa hagnýtt gildi um 1953. Þess vegna er aug-
Ijóst, að ýsuaflinn hefur ekki fremur en þorsk-
aflinn aukizt neitt fyrir áhrif reglugerðar-
innar“.
Svarkaflinn við þessum staðhæfingum Breta
er meginhluti viðbætisins, rúmur þriðjungur,
en ekki eftir því sannfærandi. Þar er því ekki
mótmælt, að þeir fiskifræðingarnir dr. Árni
Friðriksson og Jón Jónsson hafi sett fram þá
spádóma, sem vitnað er til í brezku greinar-
gerðinni.
I upphafi þessa hluta bæklingsins er vikið
að ofangreindri gagnrýni Breta á því, að ekki
skuli hafa verið gefið upp hvað viðvíkur þorski,
aflamagn miðað við ákveðna fyrirhöfn við veið-
ar. Þar segir, að þær tölur hefðu gefið villandi
upplýsingar, vegna breyttra aðstæðna. Ekki
verður nógu greinilega séð, að slíkar tölur um
þorskaflann hefðu átt að vera villandi, fremur
en sams konar tölur um ýsu, kola og lúðuafla
eða voru aðstæður ekki um flest jafnmikið
breyttar varðandi þessar þrjár síðasttöldu fisk-
tegundir ?
Þá segir þar á einum stað, að aldursflokk-
unin á fiskaflanum 1952 og 1953 sýni ekki neina
sérstaka aukningu vegna breytileika klaksins,
heldur almenna aukningu. Betur væri, að rétt
reyndist, og ætti þá, ef svo er, að verða fram-
hald á þeirri aukningu.
I þessum kafla er og gerður ýmiss konar sam-
anburður, sem ekki getur talizt að öllu leyti
raunhæfur í þessu sambandi, t. d. um afla 1930
miðað við togstundir, en þær voru þá 316 þús-
und gegn 263 þúsund 1953, þótt aflamagn sé
minna 1930. Hér er ekkert tillit tekið til þess,
hve veiðitæknin er nú miklu lengra á veg kom-
in en 1930. Annars skal hér ekki farið nákvæm-
lega út í þennan kafla, enda hefur hann verið
rakinn í íslenzkum dagblöðum, en hann er í
aðalatriðum viðleitni til að sýna fram á, að
aukning á afla Breta við Islandsstrendur 1953
og síðar, sé eingöngu að þakka friðunaraðgerð-
unum frá 1952, en stafi ekki af sveiflum í
fiskstofninum né öðrum ástæðum.
Fullvíst má telja, að hinn aukni kolaafli hjá
Bretum. sé t. d. því að þakka, að íslenzkir fiski-
menn eru alveg hættir að stunda dragnótaveið-
ar. Það er þó að vissu leyti alvarlegt umhugs-
37