Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 12
Hvalveiðar ráku Norðmenn einnig í rúmlega 30 ár, frá 1880 þar til þær voru bannaðar með lögum 1913. Á þessari öld hafa fiskveiðar útlendinga við Island tekið miklum breytingum frá seglskip- um með handfærum til vélskipa með botnvörp- um o. s. frv. — Það mun varla ofsagt þótt talið sé, að flestar þjóðir Norður- og Vestur-Evrópu hafi í margar aldir sótt meira og minna lífs- viðurværi sitt á íslenzk fiskimið, sem numið hefur tugum millj. kr. árlega. II. Landió umsetið af erlendum fisk- og hvalv eióimönnum. Á sumrin þegar verið var á verði, hvort held- ur fyrir Vestur-, Norður- eða Austurlandi, sá- ust frá varðskipinu, dag eftir dag og viku eftir viku, hvalabátar að leita að bráð, eða dráttar- skip á leið til bræðslustöðvanna á fjörðunum með fleiri eða færri hvalli í eftirdragi. Það sem særði réttlætiskennd mína einna mest árin, sem ég var með varðskipunum, voru aðfarir Englendinga í Faxaflóa og Norðmanna við aðrar strendur landsins. Enskir fiskimenn skófu botninn — öll beztu fiskimið í flóanum — og drápu í tugum þúsunda alls konar fiska og fleygðu útbyrðis, sem svo flutu um allan sjó. Aðeins þann ljúffengasta og verðmætasta fískinn — kolann — hirtu þeir. Bátafiskimenn höfðu engan frið með veiðarfæri sín á þessum slóðum og urðu varla varir, þá þeir reyndu. — Hvalveiðimennirnir höfðu aðra aðferð. Á ör- skreiðum skotbátum þutu þeir landshornanna á milli frá fjörðum og ströndum út í hafsauga, eltu stórhvelin og drápu í hrönnum, en tóku svo minni hvalina þegar hinir stærri voru upp- rættir. Mér fannst þetta viðbjóðslegur leikur, óþol- andi gjörræði gagnvart landsmönnum, sem urðu að þola þetta bótalaust, því bætur gátu það tæplega talizt þótt mönnum gæfizt kostur á að hirða það, sem fiskimennirnir fleygðu og fá óþefinn frá rotnuðum hvalskrokkum á hval- stöðvunum. Frá varðskipinu varð maður sjónarvottur að því árið um kring, að útlendar þjóðir fiskuðu meira og minna við strendur landsins á því svæði, er þeir sjálfir viðurkenndu, að innlendir menn einir hefðu rétt til að fiska. Þessir út- lendu aðkomumenn notuðu beztu hafnir lands- ins og firði til sóknar út á miðin við ströndina og til verkunar og umhleðslu á aflanum. Það voru einkum Norðmenn fyrir austan og norð- an, en Frakkar við aðrar strendur landsins, er þetta gerðu. Þeir voru skatt- og tollfrjálsir 4D að mestu. Landsmenn urðu að greiða skattana af því litla, sem þeir báru frá borði. Állt þetta fannst mér óréttlátt. Einokuninni var aflétt fyrir nokkru, en land- ið lá rúið og opið fyrir öllum. — Ekkert fé, engin lög, ekkert vald út á við. Svona virtist mér það. Um aldamótin síðustu stóðu hvalveiðar Norð- manna við ísland með mestum blóma. Þær byrj- uðu eins og kunnugt er skömmu eftir 1880 og þeim lauk 1913 og stóðu þannig yfir í rúm 30 ár. Hvalveiðarnar, sem reknar voru á litlum hraðskreiðum gufubátum með sprengiskutlum, mega óefað teljast hin mesta rányrkja, sem rek- in hefur verið af útlendingum við landið, frá því sögur hófust — að undanteknum kolaveið- um Englendinga — þar sem arðurinn féll að mestu óskorinn í hendur útlendinga. Norðmenn drápu hvalina nær og fjær landi, þar sem þeim sýndist, og voru að því er virt- ist engum lögum háðir, hvorki hvað snerti veiði- svæðið, eyðileggingu ungviðisins eða annað, og landhelgisgæzlan hafði þar enga íhlutunar- eða eftirlitssemi. En hins vegar var ástæða til að ætla, að hinir voldugu hvalveiðamenn, einkum Ellevsen á Önundarfirði og Berg á Dýrafirði, sem ráku hina stærstu hvalaútgerð við Island í mörg ár, hafi haft það á tilfinningunni, að þeir féflettu íslendinga og sem útlendingar öðr- um fremur nutu sérstakra hlunninda við land- ið. — Til þess að sýna lit á að endurgjalda það, sjmdu þeir sveitarfélögum þeim, er þeir ráku atvinnu sína í, óvenjulegan rausnarskap með því að taka á sínar herðar mestalla gjalda- byrði hreppsfélagsins — nokkur hundruð krónur á ári, og jafnframt með því að láta valdsmönnum og varðskipsforingjum í té dæma- fáa gestrisni. er þá bar að garði. — En þrátt fyrir þetta duldist mönnum ekki — sem. oft og mörgum sinnum var umræðuefni um borð í varðskipunum, — að hvalveiðimennirnir tjöld- uðu aðeins til einnar nætur og notuðu ísland sem féþúfu og því var spáð, að þegar ekki væri meira að fá, myndu þeir kippa tjaldhæl- unum upp aftur og hverfa á braut. Þetta varð líka sannmæli. Eftir því sem næst verður komizt hafa Norð- menn í þau 30 ár, er þeir ráku hvalveiðar við ísland, reitt hér um bil 33,000 hvali og fram- leitt rúmlega 1,000,000 föt af lýsi auk annarra afurða. Til samanburðar má geta þess, að Hol- lendingar, sem um eitt skeið ráku mestu hval- veiðar í heimi, veiddu við Grænland og í Davis- flóanum á tímabilinu frá 1720—1795 með 160 skipum að meðaltali á ári, samtals 33,000 hvali. Með öðrum orðum: Á 30 árum veiddu Norð- V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.