Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 15
Ilýr stálbátur frá Þýzkalandi Hinn 8. febrúar kom til Keflavíkur fyrsti stálbáturinn, sem smíðaður er í Þýzkalandi. Er þetta 22.57 metra langur bátur og um 76 rúm- lestir. Hann er útbúinn þýzkri 240 hestafla dieselvél frá firmanu Mak Kiel, og er gang- hraði hans mjög góður, sem nokkuð má marka af því, að hann var aðeins 5^/2 sólarhring frá Hamborg til Keflavíkur, þar sem hann verður gerður út. Báturinn er búinn hinum fullkomnustu tækj- um, m. a. vatnsþrýstikerfi fyrir drykkjarvatn, þvottavatn o.fl. Allur frágangur bátsins er með hinum mesta glæsibrag og öllu mjög haganlega fyrirkomið, enda stuðst við ráðleggingar og teikningar Egils Þor- finnssonar skipasmiðs, sem teiknaði alla innréttingu með hliðsjón til krafna íslenzkra sjómanna. Báturinn er smíðaður eftir ströngustu kröfum íslenzku skipaskoðunarinnar og þýzka Lloyds fyrir úthafsskip. Fisklestin er klædd með aluminium. Báturinn er smíðaður hjá D. W. Kremer Sohn í Elmshorn, en umboðsmenn þess firma hér á landi er Kristján G. Gíslason & Co. Eigendur bátsins eru Ólafur Loftsson og hinn kunni aflamaður Þorsteinn Þórðarson, skipstjóri í Keflavík. Báturinn var tilbúinn til veiða við heimkomu, með öllum útbún- aði bæði til þorsk- og síldveiða. Við smíði þessa báts hefur ekkert verið tilspar- að, enda er hann allur hinn glæsilegasti. Bráð- lega er von á öðrum stál-bát frá sömu skipa- smíðastöð í Þýzkalandi, en eigendur hans eru Fiskiðjan h.f. Vestmannaeyjum. Alyktun stjórnar F.F.S.I. um landhelgismál Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á stjórnarfundi í Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands 13. þ. m.: Sé það rétt, sem sagt hefir verið frá í dag- blöðum höfuðstaðarins, að vinsamlegar samræð- ur hafi farið fram í París, milli fulltrúa frá ísl. útgerðarmönnum annarsvegar og þess útgerðar- manns af hendi brezkra hinsvegar, sem einna mestan fjandskap hefir sýnt í garð íslendinga, vegna útfærslu friðunarlínunnar, fjandskapar, sem keyrði um þverbak, er tveir brezkir togarar fórust í ofviðri fyrir NV land á síðasta ári, þá leyfir stjórn F. F. S. 1. sér að láta í ljós hina mestu undrun yfir því, að slíkar viðræður geti átt sér stað, og leyfir sér að vara mjög eindregið við slíkum aðgerðum. Vill sambandsstjórn lýsa því sem skoðun sinni, að slík mál sem þessi geti ekki verið einkamál útgerðarmanna, hvorki ís- lenzkra né brezkra, og að með þau hlj óti að vera farið sem milliríkjamál og því frekar þegar tal- að er um nokkra tilslökun frá fyrri stefnu sam- anber „óbúlkuð veiðarfæri þar til komið er í var”. Bendir stjórn F. F. S. 1. á, að slíkt frá- hvarf geti eigi komið til greina fyrir Breta eina, og að allar aðrar þjóðir, er veiðar stunda hér við land, mundu koma með sömu kröfu á eftir. Væri slíkt stórhættulegt og óbein viðurkenning á að einhver neisti af sannleik hafi verið í hinni röngu túlkun, að brezkir togarar mættu eigi leita vars og hinum rakalausa áburði í sambandi við hið hörmulega slys, er umræddir 2 brezkir togarar fórust, og mótmælir því, að samningar séu teknir upp á þessum grundvelli. V í K I N G U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.