Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1956, Page 26
7/10. Ameríski Nóbelsverðlauna- höfundurinn William Faulkner vænt- anlegur hingað. Er á leið heim úr ferðalagi umhverfis jörðina. 12/10. Mikið tjón varð, er eldur kom upp í fiskverkunarstöð Guð- mundar Þorsteinssonar í Ölafsfirði. • 14/10. Mikill leki kom að skipinu „Einar Ólafsson“, er það var statt| út af Irlandi. Skipið var á leið til Bilbao á Spáni með saltfiskfarm. • 15/10. Afhjúpaður minnisvarði, sem reistur hefur verið austan við Foss- vogskapellu til minningar um þá Is- lendinga, er farið hafa í flugslysum. • 17/10. Lokið er smiði brúar yfir Skjálfandafljót hjá Stóru-Völlum í Bárðardal. Brúin er yfir 112 metra og er lengsta hengibrú á Islandi. • 19/10. Það slys varð um borð í togaranum „Norðlendingi", að einn hásetann, Helga Árnason frá Ólafs- firði, tók út og drukknaði. • 20/10. Mikil sprenging varð í frystihúsinu á Þórshöfn, er amm- oníakkútur sprakk í vélasal hússins. Þrír menn brenndust allmikið, einn hættulega og var hann fluttur til Reykjavíkur. 22/10. Banaslys varð á Reykjanes- braut, er tveir litlir drengir urðu fyrir sendiferðabil, og Iézt annar þeirra, Sigurður Thoroddsen, 7 ára gamall. • 24/10. Ungur maður, Steinar Waage, hefur fyrstur íslenzkra skó- iðnaðarmanna lokið prófi í skósmíði fyrir bæklaða við Bæklunarsjúkdóms- spítalann í Árósum. • 26/10. Það slys varð á Súganda- firði, að fimm ára drengur, Hilmar Páll Jakobsson, féll út af bryggju í sjóinn og drukknaði. • 28/10. „Kyndill“, hið nýja olíu- flutningaskip H.f. Shell á íslandi og Olíuverzlunar íslands h.f. komið til Reykjavíkur. — Halldór Kiljan Lax- ness veitt bókmenntaverðlaun Nó- bels fyrir þetta ár. ~ 30/10. Banaslys varð við Reykja- víkurhöfn, er skipverji á m.b. „Stein- unni gömlu", kafnaði af völdum reyks, er eldur kom upp í skipinu. • 1/11. Brezkur togari, „Barry Castle“, sökk út af Rifi, er verið var að draga hann til hafnar á Isa- firði; 4 af áhöfninni drukknuðu. • 3/11. Undanfarið hefur dvalizt hér á landi þýzkur blaðamaður að nafni Alfred Fischer, ásamt konu sinni, og liefur hann unnið að því að safna efni í greinar um Island. • 4/11. Ríkisstjórn fslands hefur samið við sænsku stjórnina um að aflétt verði vegabréfaskyldu fslend- inga, sem til Svíþjóðar koma. • 5/11. Bóndinn á Ytri-Másstöðum í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi fórst í snjóflóði, er hann var að Ieita kinda. • 7/11. Undirritaður hefur verið í Rómaborg viðskiptasamningur milli íslands og Ítalíu, og gildir hann frá 1. nóv. 1955 til 31. okt. 1956. • 9/11. Undanfarið hafa 11 togarar stundað ísfiskveiðar fyrir Þýzka- Iandsmarkað. Hafa sölur verið all- góðar og nemur hæsta salan 149 þús. mörkum, og er það metsala á þessu ári og s.l. ári. • 11/11. 50 ár eru nú liðin síðan Fiskveiðasjóður fslands var stofnað- ur. Alls hefur hann lánað yfir 112 millj. kr. • 13/11. Eldur kom upp í vélbátnum „Skaftfellingi“, þar sem hann Já við verbúðarbryggju í Iíeykjavíkurhöfn. Talsverðar skemmdir urðu á bátn- um og einn skipverja hlaut nokkur brunasár. • 15/11. Nýlega komu hingað til lands á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands erlendir sérfræðingar í fram- leiðslu. Munu þeir halda hér nokkra fyrirlestra. • 17/11. Stórkostlegur bruni varð á Akureyri, er eldur kom upp í gamla Hótel Akureyri, og brann það til kaldra kola. • 19/11. Enskur leikstjóri, Walter Hudd, kominn hingað til Iands og setur hér upp leikrit Shakespeares, Draum á Jónsmessunótt, og er það jólaleikrit Þjóðlcikhússins í ár. • 22/11. Línuveiðarinn „Sigríður“ landaði 600 kössum af bátafiski frá Ólafsvík í Newcastle on Tyne í Bretlandi. • 24/11. Bandarísk Dakotaflugvél rakst á Akrafjall og fjórir menn, sem í hcnni voru, fórust allir sam- stundis. • 26/11. Kominn er hingað lands á vegum Þjóðleikhússins 60 manna söngleikaflokkur frá Pekikng-óper- unni, og mun halda hér fjórar sýn- ingar. • 28/11. Hin sameiginlega bókaút- gáfa Þjóðvinafélagsins og Menning- arsjóðs hefur nú starfað í 15 ár. Hefur gefið út 78 félagsbækur. • 30/11. Það sviplega slys vildi til norður í Bárðardal, að Sigurður Baldursson, bóndi að Lundarbrekku, féll niður um ís á Brunnvatni og drukknaði.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.