Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 4
fengið skýrslu, en sökum kunnugleika míns á þess-
um slóðum, a. m. k. þeim hluta sem er í landi Þing-
eyjarsýslu, en það er að Fossá norðan Gunnólfsvíkur-
fjalls á Langanesi, er ég gagnkunnugur og get að
mestu vísað til þess, sem ég um þetta svæði sagði
1953, en bætt því við, að í sumar sem leið var ágætur
handfærafiskur báðu megin Langaness og kolaveiðin
hefir stóraukist í smáfjörðum þeim, sem inn úr
Bakkaflóa og Þistilfvrði ganga og má þakka þetta
allt friðuninni. Þegar ég skrifa þessar línur er mér
tjáð, að nógur fiskur sé á grunnmiðum við Sléttu
og mikil ýsa innarlega í Öxarfirði".
Vík ég þá að Norðurlandi og eru hæg heimatökin í
Húsavík.
Skjálfandaflói er nú aftur að verða „gullkistan" eins
og fyrst þegar ég kom hingað og menn, sem hafa
gert sér til dundurs að leggja kolanet í Húsavíkur-
höfn eða rétt utan við hana, hafa haft upp úr þessu
snatti 50-100 kr. á dag í sumar sem leið. f Húsavík
hefir bátaútgerðin stórum aukist á síðustu tveimur
árum og á árinu, sem nú er að líða í skaut aldanna,
hafa trillubátar og minni vélbátar aflað allvel allt
árið að heita má og sækja bátar þessir stærri á miðin
hjá Rauðunúpum og austur undir Grímsey, en minni
bátar á Mánareyjarmið, miðin kringum Flatey, en
alveg sérstaklega í Flóann sjálfann og í Öxarfjörð
þegar hausta tekur. Þegar þetta er skrifað, er ágætur
ýsuafli bæði í Skjálfanda vestanverðum og í Öxar-
firði og sömuleiðis fæst talsverður þorskur, en hann
er heldur smár, Flateyingar hafa svipuð mið og Hús-
víkingar, en sækja líka vestur á miðin undan Hval-
vatnsfirði og Þorgeirsfirði, því nú er óhætt vegna frið-
unarlínunnar frá 15. maí 1952 að leita þangað, en
áður tæpast vogandi vegna áleitni togara og togbáta.
Er ég þá komin að hinum fagra og fiskisæla Eyja-
firði. Hann er og hefur lengi verið miðstöð fiskveið-
anna við Norðurland, enda veiðistöðvarnar við hann
hver annari betri svo sem Ólafsf jörður, Dalvik, Hrísey,
Árskógsströnd og Grenivík. Það var Filippus Þorvalds-
son í Hrísey sem 1953 sendi mér hinn nákvæma upp-
drátt af öllum fiskimiðum Norðlendinga austan úr
miðjum Skjálfanda vestur fyrir Skagagrunn. Nefndi
ég uppdráttinn og hina glöggu skýrslu sem honum
fylgdi „staðsett einingartákn fyrir öll eyfirsku svörin“
og var það réttnefni.
Þá kem ég að hinni ítarlegu og merku skýrslu míns
góða samherja í landhelgismálinu, — já það eru nú
reyndar allir þeir landar mínir, sem ég hefi skrifast á
við um það mikla mál, — Sveinbjarnar Jóhannssonar á
Dalvík, og má með sanni segja að þessi umsögn hans,
og uppdráttur Filippusar Þorvaldssonar séu óhrekjan-
legir vitnisbui-ðir um það, hvar og hvenær hin gömlu
fiskimið Norðlendinga frá Skagagrunni, að því með-
töldu, allt austur að Rauðunúpum voru og eru, svo ekki
þarf frekar vitnanna við. Lesum nú framburð Svein-
bjarnar, en hann er svona:
„Það sem þér biðjið mig um eru upplýsingar um
hver áhrif útfærsla landhelginnar hafi haft á fiski-
göngur hér á miðum okkar Eyfirðinga, og önnur nær-
liggjandi mið, og enn fremur hvað ég álíti máli
skipta fyrir landhelgina yfirleitt.
Viðvíkjandi áhrifum á fiskigöngur þá tel ég að
þess sjáist greinilega merki, hváð smáfiskur hefir
verið meiri á grunnmiðum, en áður var, og hefi ég
þá alveg sérstaklega í huga Grímseyjarsundið og
þann grunnfláka allan, sem er kringum Flatey, vest-
ur af Grímsey, einnig svokölluð Fljótamið n. v. af
Siglufirði. Að mínu áliti og sjálfsagt fleiri, er allt
Grímseyjarflakið, Skjálfandaflói og Mánareyjar-
grunnmið, mjög eftirsóttur staður af ungfiski, hvort
sem hægt er að kalla það reglulegt uppeldispláss eða
ekki. Þetta get ég rökstutt með fullri vissu, af
eigin sjón, sem áhorfandi á þann mikla smáfiskafla,
sem togbátar hafa tekið á þessum stöðum ár eftir
ár, og verður maður að segja, að það er sárgræti-
legt, að sjá togbátana koma með fleiri lestir, túr
eftir túr, af blákóðum allt ofan í fingurstór seiði,
sem allt fer í fiskimjöl, fyrir svo utan það sem salt-
að og fryst er, sem að langmestu leiti er smáfiskur.
Þetta hefir ekki brugðist á hverju vori, síðan farið
var að toga á svo kölluðum „tappatogurum", og er
það góður spegill af því, hvað gerist hjá stórvirkari
skipum.
En sem betur fer leggja stóru togararnir sig mikið
minna eftir þessum miðum, nema um stórfisk sé að
ræða, sem sé vorgöngur.
Yfirleitt tel ég þá ekki eins háskalega grunnmiðum
hér hjá okkur eins og togbátana, sem alstaðar
„skrapa“ meðan nokkurt kóð sést, og það jafnvel
innan línu.
Þegar maður talar um áhrif friðunarinnar á fiski-
göngur, þá getur maður í raun og veru ekki um
það sagt, nema það sem innan friðunarlínunnar er,
því héðan er róið að lang mestu leiti á litlum dekk-
bátum og opnum trillum, er þá sækja aðallega á þessi
grunnmið, sem ég hefi nefnt, og þar er ekki um neinn
samjöfnuð að ræða, við það sem áður var, svo mikið
er það betra.
Svæði það, sem hægt er að vera á í friði, er svo
miklu stærra, bæði frá meginlandinu og eins út frá
Grímsey og hefir borið tiltölulega lítið á stórum tog-
urum á þessum slóðum, nema helst seinni párt sum-
asr, og þá auðvitað Englendingar.
Þetta grunna svæði Skjálfanda, Fljótamiðum og
Skagagrunn upp undir Skaga hafa því aðallega ver-
ið línusvæði þessara minni báta, og má fullyrða að
2 s. 1. ár hefir fiskur verið nokkurn veginn tryggur
allt árið, en að lang mestu leiti smáfiskur, og þessa
fiskisæld þarna tel ég, sem gamall maður og alltaf
róandi á þessi mið, alveg tvímælalaust að þakka frið-
uninni.
Nú má segja að mikið hafi áunnist, en þetta land-
helgismál er mál allra mála fyrir okkur nú lifandi
menn, en engu síður fyrir komandi kynslóðir. Þess
vegna má ekki taka það neinum vetlingatökum eða
gera við það tæpitungu.
Ég tel, eins og áður hefir komið fram héðan, að
krafa okkar Norðlendinga eigi að vera alveg skilyrð-
islaust bein lína frá Horni um Grímsey í Rauðunúpa,
þá fáum við allar norðlenskar veiðistöðvar, okkar
línumið að lang mestu leiti, innan þeirrar línu.
í vetur fluttu nokkrir þingmenn okkar Norðlend-
60
V I K I N □ U R