Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 15
M.s. AKRABORG Enn hefur íslenzka skipastólnum bætzt nýr og glæsilegur farkostur með komu m.s. Akra- borgar hingað til lands 26. marz s.l. TJtgerðarfélagið Skallagrímur hefur hér náð nýjum áfanga í starfsemi sinni. Frá því 1952 hefur félagið orðið að notast við m.s. Eldborgu á leiðinni Borgnarnes-Akranes-Reykjavík, en þrátt fyrir breytingu, sem á skipinu var gerð, var augljóst, að aðeins gat verið um bráða- birgðalausn að ræða. Þegar eftir missi m.s. Laxfoss leitaði útgerð- arfélagið eftir að fá keypt hingað skip, sem hentaði til þessara flutninga, en þegar það tókst ekki, var þeim Gísla Jónssyni alþm. og Erlingi Þorkelssyni vélfræðingi falið að gera teikning- ar að nýju skipi og leita tilboða í smíði þess. Tekið var tilboði frá skipasmíðastöð H. C. Christensen í Marstal í Danmörku, og voru smíðasamningar undiri’itaðir í apríl 1954. Akraborg er smíðuð úr stáli eftir ströngustu kröfum Lloyds, *í<100A 1, og styrkt sérstaklega til þess að sigla í lagís, 135 fet á lengd, 26 fet á breidd, 357,77 rúmlestir, útbúin sem farþega-, vöru- og olíuflutningaskip, getur flutt 250 far- þega, 95 tonn af vörum í tveim farmrúmum, 76 tonn af olíu og auk þess 5 bifreiðir á þilfari. Tveir salir eru fyrir farþega. Efri salur á þilfari með borðum og sætum fyrir 34 farþega og salur niðri í skipinu með borðum og sætum fyrir 50 farþega. Þá eru fjögur farþegaher- bergi, þrjú 2ja manna og eitt 4ra manna. Sæt- unum má breyta í hvílur þannig, að 38 svefn- hvílur verða fyrir farþega. Einnig er sérstakur sjúkraklefi, sem gengið er í frá aðalþilfari. Akraborg er tveggja skrúfu skip, með tvær 6 strokka fjórgengis Ruston-Hornsby Diesel að- alvélum. Hjálparvélarnar eru þrjár, einnig af Ruston-Hornsby gerð, og framleiða 55 Kw hver við 220 V-spennu. Ganghraðinn er 13 mílur. Vistarverur skipsins, bæði áhafnar og far- þega, eru þiljaðar ýmist með póleruðu birki eða mahogny. Áklæði allt er mjög smekklegt og úr vönduðu efni. Skipið er útbúið 25 mílna Decca ratsjá, M. P. Pedersen talsendir, móttöku- og miðunartækjum og hátalarakerfi um allt skipið. Dýptarmælir er Kelvin Hughes af nýjustu gerð. nórður Guðmunds- son, skipstióri á Akraborg. Fullkomið loftræstingarkerfi er í íbúðum skipverja og í farrýmum. Kostnaðarverð skips- ins mun vera um 6 millj. ísl. kr. Skipstjóri á Akraborg er Þórður Guðmunds- son, 1. stýrimaður Gunnar Magnússon, 2. stýri- maður Guðjón Vigfússon, 1. vélstjóri Óskar Valdemarsson, 2. vélstjóri Haraldur Lúðvíks- son, 3. vélstjóri Halldór Guðbjartsson. Bryti er Halldór Pétursson. Framkvæmdastjóri skipsins er Friðrik Þorvaldsson. Yfirleitt virðist hvergi hafa verið til sparað að gera Akraborg sem bezt og haganlegast úr garði og er ástæða til að óska þeim Gísla Jóns- syni og Erlingi Þorkelssyni ti) hamingju með vel unnið starf, en á þeim hefur hvílt umsjón með smíði skipsins og útbúnaði. Þá hefur stjórn h.f. Skallagríms haft fullan hug á því að Akra- borg geti gegnt hlutverki sínu um langa fram- tíð sem mikilsverður liður í samgöngukerfi landsmanna. — G. J. SIMRAD DYPTARMÆLAR ASDIC-ÚTBÚNAÐUR DÝPTARMÆLAPAPPÍR TALSTDÐVAR S □□ 40. 5 OG 70 WATT FRIÐRIK A.JONSSDN GARÐASTRÆTI 11 SÍMI 4135 V I K I N □ U R 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.