Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 5
inga tillögu um að línan yrði færð, og dregin bein lína úr Siglunesi í Rauðunúpa, og má kanski segja að það væri betra en ekki, en við þurfum að fá að hafa Skagagrunnshöllinn og allt Tangarsvæðið, á- samt Vesturkantinum, vestur af Grímsey í friði, því þessi svæði voru aðal línustöðvarnar áður fyrr, og þangað voru allar mestu vorhroturnar sóttar, en nú kemst enginn línubátur þar að, þó góðar vorgöngur komi, því togararnir eru alveg búnir að leggja þessi mið undir sig. Aftur á móti, ef línan er dregin, sem fyrr segir úr Horni í Rauðunúpa, þá koma þessi fengsælu mið innan þeirra línu og það tel ég lífsnauðsyn fyrir framtíð línuveiða af Eyjafirði og verstöðvar nyðra, sömuleiðis Húsavík fær þá Málmeyjargrunnið allt að heita má fram undir Horn austan af Grímsey. Eins og allir vita er að verða breyting á stærð línubátanna hér hjá okkur, þannig að opnu bátarnir eru að hverfa, sex til tólf lesta dekkbátar koma í staðinn, þetta er sú stærð, sem byggði þær verstöð- var upp, sem enn eru, og það verður þessi bátastærð, sem lengst mun halda við atvinnu og lífsskilyrðum í þeim. Það er því lífsnaúðsin að búa þessum fleyt- um sem best skilyrði, svo þær geti tekið á móti þeim vorfiskigöngum, sem venjulega koma hér upp að Norðurlandinu, og þá þurfa þeir að komast á þessi mið, því reynslan sýndi okkur eldri mönnunum, að það var oft mokfiskur á þessum miðum (Töngum, Kanti og Skagagr.) þó varla yrði vart á grunn- miðum. Svo kemur annað og meira til greina. Eftir því sem fiskurinn hagaði sér í gamla daga, meðan engir eða fáir togarar voru, en færaskipaöldin, þá virtist það föst regla, að þegar færaskipin hittu fiskigöngur undan Horni á hraðri austur göngu, þá var það talið öruggt að hann væri kominn á þessi mið, eftir 5-7 daga á Skagagrunn. 10-15 daga á Tengurnar og þá var bara að vera klár að taka á móti, þá þurfti ekki að óttast togarana. Nú gengur það svo að togararnir fylgja fiskigöngunum eftir austur yfir flóann og skrapar svo Skagagrunnmið og tvístra göngunum, þannig, að þó fréttist um nógan fisk á þessum slóðum, þá kemur lítið og ekkei't á þau mið, sem hægt er að leggja á, því það er ekki ein- asta það sem togararnir drepa, heldur hvað þeir tvístra göngunum. Við eigum ekki að tala um löndunarbann við Bret- ann. Viðí eigum að tala um að flytja engann fisk óunnin úr iandi, og allra síst til Bretlands. Við eigum að krefjast svo rúmrar landhelgi sem alþjóða- lög heimila, og við eigum að sýna Bretum fullkomna Htilsvirðingu í landhelgismálinu eftir því sem mögu- legt er, að ekki brjóti í bága við kaldlynda yfirborðs- kurteisi. Frá Guðmundi Steinssyni í Ólafsfirði fékk ég stutt svar en skorinort á þessá' leið: „Um leið og ég þakka bréf yðar dags. 22/2. 1955, er ég fús að gefa yður allar þær upplýsingar við- víkjandi hinni nýju landhelgislínu, sem ég bezt veit. Mér virðist að enginn breyting hafi orðið til bóta á þeim fiskimiðum sem Ólafsf jarðarbátar hafa stund- V í K I N G U R að fiskiveiðar á, enn sem komið er. Mitt álit er að lokun landhelginnar þyrfti að vera allt Grímseyjar- sund, til þess að landhelgislínan kæmi að fullum notum fyrir línubáta frá Ólafsfirði og Eyjafirði". Frá Skagagrunni er stutt inn í Húnaflðann, sem er vestastur þeirra fjarða, sem skerast inn í landið að norðan úr hinum miklu Norðurflóa, en svo hefir verið nefnt einu nafni djúpið milli Horns og Rauðu- núpa á Sléttu. Mér hefir verið tjáð að réttnefnið sé Húnafjörður, en sökum stærðar og víðáttu fjarðarins hafi úr fjarð- arnafninu orðið flói, þótt betur við eiga. Ekki skiptir þetta atriði miklu máli, hitt er meira um vert, að flóinn er með hinni nýju friðunarlínu varinn fyrir ágangi togara, en þangað leituðu eink- um þeir bresku, meðan óþurftarsamningurinn frá 1901 var í gildi. Ljót var lýsingin á yfirgangi togar- anna í skýrslu þeirri, sem ég birti 1953 eftir Friðjón Sigurðsson sýsluskrifara. Nú liggur aftur fyrir um- sögn hans eftir að friðunin hefur notið sín í rúm tvö ár, því hún er aðallega miðuð við sumarið og haustið 1954 og fram á veturinn 1955 eftir áramót og hljóðar þannig: „Svo ég snúi mér að efninu, er fyrst að geta, að s. 1. vor, aðallega síðast í maímánuði, var fiskaflinn hér í flóanum alveg óvenjulega mikill og góður. Fyrir kom að 18 lestir fengust í róðri, og má slíkt teljast mokafli hér um slóðir. — Þennan mikla afla gátu menn þó ekki notfært sér til lengdar og kom aðallega tvent til. Fyrst var það, að afli þessi fékkst aðeins á nýja smásíld, sem veiddist öðru hvoru, en þó mjög stopult, með aðra beitu var þýð- ingarlaust að fara. Svo var það, að þó menn vildu reyna að halda eitthvað áfram í von um að ný síld fengist, þá var ekki mögulegt að fá menn áfram, voru þá flestir búnir að ráða sig í sumarvinnu etc. svo hætta varð svo að segja í mokfiski. — Sl. sumar var hér í Steingrímsfirði mjög lítið um afla á smábáta þá, sem út voru gerðir hér og frá Drangsnesi. Engan fisk að fá sem neitt hét nema út af Birgisvík og svo miklu betra norður og út af Reykjafirði. — Smábátaútgerð hér í Steingríms- firði hefir nú á fám árum nær horfið — nú sam- tals 6-7 bátar í stað yfir 20 áður, eða fyrir nokkrum árum. Aftur á móti mun smábátaútgerð vera heldur að aukast frá Reykjarfirði, (Djúpavík og Gjögri) þar var mjög góður afli í allt fyrra sumar, allt á hand- færi. — Reykjafjörður liggur betur við útgerð fyrir smábáta en Steingrímsfjörður. Nú s. 1. haust var afli hér á stærri bátana (hinir smærri voru ekki gerðir út), sem gerðir voru út frá Steingrímsfirði (Hólmavík og Drangsnesi) oft all sæmilegur, stundum 5 lestir á bát. — En það bezta við það allt saman var það, að nú var fisks vart í Vatnsnesálnum, sem ekki hafði neinn fiskur fengist í nokkur ár. Þangað var nú róið nokkrum sinnum og fengust um 5 lestir á bát í róðri. Þetta stóð því miður stutt, því nú eftir áramótin þegar reynt var aftur fékkst bókstaflega ekkert. Vatnsnesállinn, sem stutt er róið í var oft hér áður mjög drjúgur, og var oft 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.