Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 11
Matthias Þórðarson, fyrrv. ritstj. Sjóferðir í misjöfnu veðri l stormi og úfrmrn sjó í Ldtraröst. Flestir sjómenn, sem stunda sjómennsku ár- um saman, komast í meiri eða minni hættur. Hætta getur borið svo brátt að, að örðugt sé að gera sér verulega grein fyrir, hvort um hættu sé að ræða, fyrr en tvísýnt er um hvort hægt er að komast hjá henni. Eins og mönnum er kunn- ugt, eru sjómenn undirorpnir margfalt meiri hættum á ófriðartímum en endranær. Þó skal ekkert vikið að því hér. En af því að mér eru nunnisstæð ýms atvik, sem komið hafa fyrir mig á sjó á því tólf ára tímabili, sem ég stundaði fiskveiðar og var í ferðum milli Islands og út- landa, sem mér hefur virst um yfirvofandi hættu hafi verið að ræða, þá vil ég með örfáum orðum skýra frá nokkrum slíkum tilfellum. Einu tilfelli man ég eftir, er kom fyrir meðan ég var á „Svend”*) með skipstjóra Ágúst Fly- genring veturinn 1889. Um páskaleytið í hægu veðri en þungum vestan sjó vorum við staddir skammt norðvestur af Garðskaga. Um miðnætti skall á ofsastormur af suð-suðaustri. Ekki var hægt að ráða við neitt og við urðum að láta reka á reiðanum. Klukkan tæplega fjögur um morg- uninn lygndi allt í einu, en þá vorum við komnir *) „Svend” var (einmöstruð) jakt, mótorlaus, 22 smálestir að stœrð. — Höf. á sjó, er þeir voru ungir. Reyndust þeir röskir nienn og vandaðir og ágætir drengir. Þegar skip hverfa með svipuðum hætti og Hólmaborg nú, koma venjulega fram ýmsar úgizkanir um hvað slysinu hafi valdið. Oftast eru menn jafnær eftir slíkar bollaleggingar. Ég vil þó láta það persónulega álit mitt í ljós, að Það, hve fáir skipverjar voru, hafi ekki átt þátt í þessu slysi. Ég tel að þar hafi verið val- mn maður í hverju rúmi. Eftirlifandi vandamönnum sendi ég fyllstu samúðarkveðj ur. Góðar minningar um þá förnu er bezta hugg- Uttin, sé vel að gáð. FriÖrik Steinsson. grunnt upp undir Staðarsveit. Ef stormurinn hefði staðið hálftíma lengur má gera ráð fyrir, að við hefðum verið komnir upp í skergarðinn, og þá var lítil lífsvon. Síðasta skipstjórnarár mitt á „Svend” (1893) komst ég, eins og maður segir, í „hann krapp- ann”. Það var snemma á vorvertíðinni. Ég lá og fiskaði norðarlega á Breiðafirði nokkuð fyrir sunnan Bjargtanga. Vindur fór hvessandi af vestri og brátt gjörði storm. Ég reyndi að sigla út flóann það sem tók, en sjór var mikill og fór vaxandi og ekkert vannst á. Við nálguðumst Látrarröst. Það var stórstraumur, suðurfall og brotsjóirnir urðu stærri og tíðari eftir því sem utar kom og nær dró röstinni. Straumskipti voru fyrst væntanleg eftir tvo tíma. Þarna var maður kominn milli steins og sleggju og vart mögulegt að hafa neina stjórn á skipinu, sem nú lá undir áföllum frá öllum hliðum. Það var ekki um annað að gera en sigla beitivind það sem náði og lensa svo undan vindi yfir röstina hvernig sem gengi. Engin úrræði önnur voru fyrir hendi úr því sem komið var. Vatnsheldur dúkur var rammlega bundinn yfir lestarhler- ana, öllum hásetum skipað niður undir þiljur, og eftir að ég hafði bundið mig við stýrið, hélt ég undan vindi norður fyrir Bjargtanga með tvírifuðu stórsegli og framsegli. Skútan stakk stöfnum í sjóinn og freyðandi öldurnar fossuðu inn á báðar síður. Það var ógurlegt umhorfs. Skipið var í storminum og öldurótinu eins og ofurlítil kæna full af sjó. Stýrimaður stóð bundinn í anddyri káetunnar nálægt mér, sem stóð við stýrið, svo ég gat gefið honum bendingu, ef ég áleit þess þurfa. Skipið virtist ekki komast lengd sína áfram, var eins og sker, sem löðrandi stórsjórinn braut yfir, þótt siglt væri beint undan vindinum. Svo mikill var mótstraumurinn. Ég var í kafi öðru hverju og stundum sá ég aðeins framstafninn, en allt annað af skipinu var, að því er mér virtist, í freyðandi sjó. — Það var siglt uppá líf og dauða. Eftir rétta tvo tíma breyttist straumurinn, og v ■ K I N G U R 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.