Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 6
hægt að fara þangað þó ekki væri komist norður eftir. Nú í vetur hafa fengist mest 5 lestir í róðri og þá hefir orðið að fara norður á móts við Reykjar- fjörð og lengra jafnvel ef ná ætti meiri afla, en þetta verur ekki gert nema veður leyfi því íllt þykir að taka hér land. ____ Nú er það vorið, sem sjómenn binda vonirnar við, því sjaldan hefir það brugðist að fiskur hafi þá ekki aukist að mun. En þá eru það aftur togararnir, sem sjómenn óttast mjög. Það er heldur ekki af til- efnislausu, þvi þeir hafa sýnt sjómönnum hér hinn mesta yfirgang. Eyðilagt veiðarfæri o. fl. Þeir hóp- ast venjulega hingað að vorinu, aðallega munu þetta vera brezkir togarar, sem hér eru á ferðinni með yfirganginn. Eftirlitsskip hafa lítið látið á sér bera hér í Húnaflóa og má það merkilegt vera. Frá Hólmavík eru gerðir út 3 þilfarsbátar 16, 30 og 36 smálesta, og 2 frá Drangsnesi 18 og 22 lesta, frá Djúpavík er gerður út 1 vélbátur 18 lesta. Útgerð hér hefir gengið illa undanfarin nokkur ár, en bjartsýnustu menn hér vilja trúa því, að nú fari þetta að batna, og þakka það hinni nýju friðun- arlínu í Húnaflóa. Mín skoðun og margra fleiri er sú, að ef þetta heillaspor með útvíkkun landhelgislínunnar hefði ekki verið stígið á þessum rétta tíma, þá hefði öll útgerð við Húnaflóa horfið. Ég er sannfærður um, að óhætt er að halda því fram, að hin nýja friðunarlína hér í Húnaflóa, sem og annarsstaðar, hefir gert mikið gagn. Hitt er svo annað atriði, að það verður að líta betur eftir hin- um erl. rándýrum og miskunarlausu mönnum sem þar ráða, en verið hefir“. Þegar fyrir Horn er komið að austan taka Vest- fvrðimir við og þar býr sú kynslóð, sem heita má að sæki alla sína björg úr sjónum og ber því í landhelgis- málinu sérstaklega vel við að gera, ef þess er nokkur kostur. Fyrst verður fyrir okkur hið mikla ísafjarðardjúp, sem ávalt í fiskiveiðasögunni íslenzku er okkar hjarta- barn, því þar var fyrsta miðið við ísland sett, og setti það lcona. En hver hefir lagt meira í sölurnar til þess að íslenzka landhelgin eða landgrunn íslands verði end- urheimt, með okkar gömlu góðu fiskimiðum, en ein- mitt hin íslenzka móðir, og þá sérstaklega sjómanns- konan, Hversu margar eru þær orðnar um áranna tugi, sem gengið hafði með grátna kinn af því að eigin- maðurinn og faðirinn kom ekki aftur heim úr hildar- leiknum við hafið? Og hvernig er svo ástatt þar fyrir vestan? Er ekki hjartabarnið að verða vandræðabarn sökum ágangs og áleitni útlendra togara? Hvað segja þeir Páll Pálsson úr Hnífsdal, Bjarni Eiríksson úr Bolungarvík, Þórður Maríasson úr Súg- andafirði og Sigurður Fr. Einarsson, Þingeyri. Allir voru þeir svo vænir að svara mér aftur nú eins og 1953. Þá voru þeir vondaufir um gagnsemi friðunarlín- unnar nýju fyrir Vestfirði, og þó þeir játi að innfjarðar hafi allmikið á unnist, þá ber þeim öllum saman um að betur megi ef duga skal, svo ekki leggist útgerð að mestu niður þar vestra og fólkið, sem byggt hefir firð- ina og þráir þar að vera, sjái sér þann kost vænstan, að hverfa þaðan, sem betri eru og öruggari lífsskilyrðin, ef ekki rætist úr fyrir útgerðinni. Nú skulum við hlusta á hvem einstakan, og leggur Páll á vaðið með þessum orðum: „Því miður virðist svo, að viðbót sú, er landhelgin hér fyrir Vestfjörðum varð aðnjótandi við útfærsl una, hafði ekki orðið til þess að auka fiskigöngur hér, og hvað við kemur Isafjarðardjúpi, þar sem ég er kunnugastur, má fullyrða að mjög sitji í sama horfi og var. Enda tæpast við öðru að búast, því þegar stærri flóar landsins lokuðust, flykktist allur togara- hópurinn á Halann og hið breiða landgrunn Vest- fjarða. Einnig er annað, sem til mála kemur og það eru rækujveiðarnar hér í Djúpinu. Það er almennt álit fiskimanna hér, að botnvarpa sú, sem veiðir eina þá betsu átu, sem þorskurinn girnist, í stórum stíl, muni ekki síður spilla fiskigöngum, en Trollvarpan. Því eins og yður mun eflaust kunnugt, er þessi veiði stunduð hér i Djúpinu af þremur til fjórum bátum, að mestu leiti allt árið. Telja fiskimenn nauðsynlegt að takmarka þessa veiði, og helzt að banna hana al- veg, eins og dragnótina. Þeir fiskimenn, sem á hafið sækja, fullyrða stöðugt að landhelgisgæzlunni við Vestfirði sé mjög ábóta- vant, enda verða þeir mjög oft fyrir þungum búsifj- um af togurunum, með veiðarfæratjón og fleira. Allir, sem um þessi mál hugsa hér, telja nauðsyn- legt að færa út landhelgina, helzt að friða allt land- grunnið. Fáist það, og rækjuveiðum verði hætt, er von okkar að „gullkistan", ísafjarðardjúp skipi þann sess, sem hún áður hafði, sem sé að bregðast aldrei, hver óáran, sem yfir landið gekk“. Það sem Páll segir um rækjuveiðarnar er alveg nýtt atriði og mjög athyglisvert. í framhaldi af hinu ýtarlega erindi sem Bjarni sendi mér 1953 og sem ég nefndi „viðauka", segist honum nú á þessa leið: „Mér virtist í vetur, að komið gæti til mála að lín- urnar skýrðust í því efni, er lengra fram á árið kæmi, þar sem meiri kraftur var í fiskigöngum á djúpmið- um út af Vestfjörðum í vetur en undanfarna vetur, en reyndin varð sú, að sá fiskur gekk ekkert inn fyr- ir friðunarlínuna í vetur. Hinsvegar gekk samskonar fiskur hér á grunnmið og allt inn í Djúp í maí og júní, og aflaðist þá um tíma sæmilega á smábáta á línu. Eins og kunnugt er, stækkar hið friðlýsta svæði fyrir togveiðum tiltölulega lítið hér út af ísafjarðar- djúpi, þó meira norðantil. Þó hafa friðast við það veiðisvæði, sem talsvert voru stunduð á togveiðar af smærri togurum og þó einkum togbátum, en á þessu svæði er oft aflasælt framan af vetri og síðla vetrar og að vori á lóðir* en á færi vor og sumar. í vetur var fremur góður afli á smávélbáta af grunnfiski og lengur frameftir en venjulega eða fram í janúar, en sá afli fékkst nær allur utan 3ja mílna landhelgislínunnar, á hinu nýja friðunarsvæði, þar sem togskipin fengu áður óhindrað að toga. 62 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.