Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1956, Blaðsíða 18
75 ára:
Hinn 10. marz s.l. varð Gísli J.
Johnsen, stórkaupmaður, 75 ára. —
Þess er varla kostur í fáum línum
að stikla nema á því helzta, sem
þessi landskunni athafna- og hug-
sjónamaður hefur afrekað á langri
ævi, og svo er gott til að vita, að
hann virðist ennþá í fullu fjöri og
líklegur til þess að halda uppi sínu
merki enn um nokkurt skeið.
Gísli J. Johnsen er fæddur í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp. Aðeins
16 ára að aldri hóf hann útgerð með
því að eignazt hlut í áttæringi, og
varð það upphafið að löngu og
heillaríku starfi hans í útgerðarmál-
um í Vestmannaeyjum. Mun óhætt
að fullyrða, að saga Vestmannaeyja
hefði Orðið með nokkuð öðrum hætti
hefði Gísli ekki orkað þar á atburð-
anna rás.
Árið 1904 lét Gisli smíða bát, þar
sem ráð var gert fyrir vél. Var það
frumsmíð hér á landi, og leið ekki
á löngu áður en allur bátafloti Vest-
mannaeyinga var orðinn vélknúinn.
Þá var Gísli aðal hvatamaður þess að
byggt var frystihús í Vestmanna-
eyjum árið 1908, en það var hið fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Þótti
þar djarflega að verið og ekki trútt
um, að sumum þætti ganga glapræði
næst. En afstaða manna breyttist
fljótt, þegar í ljós kom hvílíkt hag-
ræði slíkt hús var til geymslu á beitu
o. fl. Gísli J. Johnsen átti einnig sinn
drjúga þátt í því, að byggð var fiskimjöls-
verksmiðja í Vestmannaeyjum, hin fyrsta hér
á landi. Var þar um mjög þýðingarmikið fram-
faraspor að ræða, þar sem öllum beinum og
hausum, sem nú var malað og flutt út, vai-
áður hent. Enda þykir nú sjálfsagt, að fiski-
mjölsverksmiðjur séu í öllum verstöðvum, og
fiskimjölið drjúgur liður í útflutningsverðmæt-
um landsmanna. Lýsisbræðslu lét Gísli einnig
reisa og starfrækti hana með útlendum kunn-
áttumönnum.
Enda þótt aðallífsstarf Gísla hafi verið tengt
GÍSLI J. JOHNSEN
stórkaupmaður
74