Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Síða 8
Radio-innsiglingarvitinn í Grindavík Hinn 8. ágúst sl. bauð Friðrik A. Jónsson út- varpsvirki stjórn Félags Suðurnesjamanna í Reykjavík, formanni Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði, ásamt blaðamönnum og fleira fólki, með sér út fyrir hafnargarðana í Reykjavík á björgunarbátnum „Gísli J. John- sen“, og sýndi ný tæki, er setja á upp í Odds- vita í Grindavík fiskibátum til leiðbeiningar við innsiglinguna þar í slæmum veðrum, þoku eða byl, en innsiglingin til Grindavíkur er eins og kunnugt er mjög viðsjárverð í dimmviðri. Hér er um að ræða Loran-stefnuvita, sem komið var fyrir á Ingólfsgarði til reynslu, en um borð í bátnum var svo móttökutækið, sem nota á við miðanir. Vitinn í landi sendir frá sér þrenns konar merki: morsestafina V og B, en á milli þeirra samfelldan són. Þegar samfelldi sónninn heyrist í tækinu um borð í bátnum er innsiglingarstefnan rétt, en stafirnir gefa til kynna, að báturinn sé ekki á réttri innsiglingar- stefnu og á hvaða borð skekkjan er. Viti þessi sendir á ultrastuttbylgju (3 cm) VÍKIN □ U R 168

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.