Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 13
eða minni ávinning og verður að líkindum lengi enn þá. Grænlendingar veiða talsvert mikið af sel ár- lega, en þó má það teljast örlítið í samanburði við það, sem veiðst hefur frá skipum þeirra þjóða er stundað hafa selveiðar að staðaldri. fíftir skýrslum að dæma hefur eitt skip með rneðal afla veitt fleiri seli á einni viku við Ný- íundnaland eða norður af fslandi, en allir Græn- lendingar hafa veitt á einu ári. Áður fyrr, einkum fyrir miðja síðustu öld var selur á vorin í mjög stórum vöðum oft við norð- urland á íslandi, en minnkaði smátt, sem efa- laust má telja afleiðingar af hinu mikla sela- drápi á ísnum fyrir utan Scoresbysund og suður af Jan Mayen. Við hina geysimiklu veiði, sem átt hefur sér stað fram eftir þessari öld — minnst milljón selir árlega — bæði fyrir norðan Nýfundnaland og fyrir vestur- og austurströnd Grænlands, hef- urstofninn minnkað ár frá ári. En á síðariárum er ekki ólíklegt að stofninn hafi stækkað nokkuð aftur. Friðþjófur Nansen skrifar meðal annars í bók sinni „Blandt sel og björn“, að hann hafi spurt einn af skipstjórum selveiðaskipanna, Castberg skipstjóra, hvort hann héldi ekki, að hið mikla seladráp mundi smátt og smátt eyði- log'gja stofninn. En það vildi Castberg ekki sam- þykkja og svaraði: „Kæri Nansen! Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug. Það er svo mikið til af sel í ís- hafinu, að það sem mennirnir veiða er sama sem ekkert. Ég hef staðið á verði og aðgætt selvöður og eins langt og augað eygði í sjónaukanum, sá ég breiður af sel, sem voru svo þéttar, að sel- irnir lágu hlið við hlið á ísnum hvert sem litið var, svo það þyrfti mörg ár til þess að eyði- ie£gja stofninn, þótt viðkoman væri engin. Og af stórsel hefi ég séð svo mikið að það var eins og brenndum kaffibaunum væri stráð á ísinn frá skipshlið, óraveg í burtu. Nei, Nansen! Guð hefur skapað selinn svo við gætum veitt hann, og hann mun sjá um að hann minnki ekki“. „Þetta var hugmynd gömlu mannanna, hvort heldur var um sel eða fisk að ræða„, skrifar Nansen. Um og eftir aldamótin síðustu stóðu síldveiðar Norðmanna við Island með miklum blóma. Með- al þeirra er tóku þátt í þeim, voru menn frá Álasundi, er ráku selveiðar við Austur-Græn- land á vorin, áður en þeir hófu síldveiðar við Island, er þeir ráku að jafnaði að loknum sel- veiðum við norðurland á sumrin. Bernhard Petersen, stórkaupmaður í Reykja- ^ vík, rak vorið 1916 selveiðar við Austur-Græn- ví K I N □ u R land í félagi með nokkrum mönnum öðrum, svo og síldveiðar frá Siglufirði um sumarið og mun það hafa verið í það eina skipti, sem selveiðar í íshafinu hafa verið reknar af manni búsettum á íslandi. Af samræðum við norska síldveiðimenn eink- um frá Álasundi vaknaði löngun hjá Ásgeiri Péturssyni til að gera tilraunir með selveiðar og með það fyrir augum hafði hann hugsað sér í byrjun að útbúa eitt skip með íslenzkri áhöfn auk tveggja eða þriggja æfðra norskra selveiði- manna, er rækju selveiðar og síldveiðar á sama hátt og Norðmenn. Við nánari athugun og frekari umræður við veiðifróða Norðmenn varð niðurstaðan sú, að gera ráðstafanir til að veiðimannaskýli yrði byggt við Scoresbysund, útbúið til árs dvalar fyrir 3—4 menn, er jafnframt hefðu samvinnu við selveiðaskipið eftir því sem reynslan sýndi hvernig haganlegast yrði að reka fyrirtækið. Svo átti að reka allskonar veiðar í Scoresbysund, selveiðar á skipinu að vorinu og síldveiðar við ísland um sumartímann. Seinni hluta sumars og að haustinu var gert ráð fyrir að nota skip þetta til að annast flutninga milli Scoresbysund og Islands. Þess má geta, að Ásgeir vann að undirbún- ingi og stofnun fyrirtækisins á skrifstofu With Petersens málaflutningsmanns í Kaupmanna- höfn og í samráði við hann, og var undirbúningi mikið til lokið, er hann fór heim um vorið. öll- um ráðagerðum var haldið leyndum fyrir óvið- komandi mönnum meðal annars vegna ófriðar- ins mikla, er þá geisaði. í fyrsta kafla þessa greinaflokks um Ásgeir Pétursson — í 6. tölublaði Víkings — er þess getið, að úr framkvæmdum með stofnun ís- lenzkrar nýlendu í Scoresbysund hafi ekkert orðið. Skipstjóri og Grænlandsfari Einar Mikk- elsen hóf svo landnám þar hérumbil 7 árum síð- ar árið 1924. I skýrslu til dönsku stjórnarinnar árið 1955 skrifar Einar Mikkelsen um ástand, hag og framtíðárhorfur í nýlendunni, og farast honum meðal annars orð á þessa leið: „Það eru nú rúmlega 30 ár síðan nýlendan við Scoresbysund var stofnuð, og ætti það því að vera nægilegur tími til þess að byggja á álit um gæði nýlendunnar og útlit á framtíðarmögu- leikunum. Til Scoresbysund fluttu í byrjun — árið 1925 — alls 86 Grænlendingar, fólk á ýmsum aldri, hjón með börn og ógift fólk, karlar og konur. Nýlendan er nú þorp með 45 litlum íbúðar- húsum, þar sem var eyðimörk áður, og íbúárnir alls 310 manns. Nýbyggjarnir eru flestallir 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.