Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 21
í auga hvirfilvindsins EFTIR FRÁSÖGN GEORG GRANT, SKIPSTJÓRA S. S. JUNIOR Við lágum við bryggju í Havana, þegar for- maður hafnarverkamanna þar kom um borð með fyrstu aðvörunina: „Skipstjóri! Orkan er í aðsigi“, og um leið gi’eip hann með hend- inni út í loftið og hélt áfram: „Þungt er það eins og alltaf, þegar Orkan er á leiðinni“. Seinni part dagsins komu veðurfregnir frá veðurstofunni, sem tilkynntu að Orkan væri í uppsiglingu sunnan til við Cuba í Carabíska hafinu, en eins og stæði vissi enginn hve kröft- ugur hann var eða í hvaða átt hann stefndi. Mest af þeirri nóttu lá ég í koju minni og gat ekki sofið. Það þykir kannske einkennilegt, að skipstjóri á stóru nýtízku skipi skuli ekki geta sofið, þó hann frétti að smá Orkan sé í aðsigi. En ég skal segja ykkur, að á stríðsárunum varð amerísk flotadeild að óvöru fyrir Orkan (Ty- fon), sem eru hinir hættulegustu hvirfilstormar, og allir óttast á vesturhluta Kyrrahafsins. Þetta var fyrir utan Okinawa. Eitt af skipum flota- deildarinnar, nýja orrustuskipið „Pittsburgh“, brotnaði í tvennt af hinum ofsalega sjógangi. Rétt áður höfðu 763 menn farist, þegar þrjú beitiskip sukku í einum af þessum hvirfilvind- um, rétt hjá Filipseyjum. Og fyrir nokkrum árum fórst stórt spænskt farþegaskip með manni og mús í Orkan, eftir að það var komið í landsýn, á þeim stað, sem við vorum nú. Hvirfilstormarnir eru mestu hættur hafsins. Þeir byrja venjulega í hitabeltinu, þar sem heita loftið streymir upp af hita sumarsólarinnar, sem skapar smá einangruð lágþrýstisvæði, sem stormurinn æðir í kringum með allt að 100 km hraða á klukkustund, og á leiðinni að hærri breiddargráðum verður Orkaninn villtari og um leið kröftugri og þvermál hans getur að síð- ustu náð yfir 750 og allt upp í 800—900 km. I miðjum Orkaninum er blettur, sem er svo til lygn, en þó mjög hættulegur. Þessi blettur er kallaður „auga sveipsins", jafnvel hin sterk- byggðustu skip geta ekki reiknað með því að sleppa frá hinu hættulega „auga“, án þess að VÍKIN □ UR verða fyrir alvarlegum skaða, ef þau þá sleppa þaðan! Allt í kring æðir vindurinn í næstum því fullkominn hring. Regnið steypist niður og bylgjurnar brotna hver á annarri og þrengja sér allt að því fimmtán metra í loft upp. Sá undraverði hávaði, sem verður milli hinna stríð- andi náttúruafla, eru hin ægilegustu hljóð, sem hugsast getur. Það er eins og hnettinum sé stjórnað af djöfullegum krafti, sem með óskap- legu veini og skrækjum veltir sér í hring í æðis- genginni löngun til að eyðileggja allt. Þeir, sem einu sinni hafa heyrt það, óska þess af heilum hug að heyrá það aldrei aftur. Fulltrúi útgerðarinnar kom um morguninn og sagði okkur, að Orkaninn hefði verið stað- settur og athugaður, hann væri Íítill fyrir- ferðar, en sterkur (kröftugur). Með þeirri stefnu, er hann héldi nú, myndi hann æða beint á borgina einhvern tíma á næstu 24 tímum. Hvað átti ég að gera? Ég gekk út á stjórn- pallinn. Skip mitt lá við frekar illa varða bryggju. Að sjálfsögðu gátum við bætt inn landfestum til frekara öryggis, en það lágu fimm skip á legunni skammt frá okkur, og mér leizt ekki á það. Ég tók því þá ákvörðun að halda á haf út, í áttina að Yucalansundinu, en þangað eru um 200 sjómílur. Við notuðum fyrri part dagsins til að sjóbúa örugglega. Fengum við verkamenn til að ganga betur frá stúfingu í lest, settum aukasúrringar yfir lest- arop og bjargbáta og stálhlemma fyrir öll kýr- augu, þó heitt væri. (Aðeins eitt brot frá kýr- auga, sem brotnar í sjógangi, getur farið í gegnum járnskilrúm eins og byssukúla). Kl. 12 á hádegi köstuðum við landfestum. Loftvogin var róleg, himininn heiður og hægur andvari af austri. Fyrir utan hina þungu hita- svækju var ekki margt, sem benti til þess að Orkan væri í aðsigi. En í landi voru kaupmenn í óðaönn að setja hlera fyrir búðarglugga sína, fiskibátar og smá skonnortur leituðu skjóls, þar sem skjól var að finna, róðrarbátar og 1B1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.