Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Qupperneq 25
stingur honum í vasann og- hann kemur ekki upp aft- ur, enda þótt Kalli tapi frá byrjun. Jæja, klukkan fimm um morguninn er Kalli búinn að tapa eitthundrað og þrjátíu þúsundum, sem er heil- miklir peningar, enda þótt náungi spili upp á vöðvana, og auðvitað veit Æki Grís, að það eru engar horfur á að hafa eitthundrað og þrjátíu sent út úr Kalla Rosta, hvað þá heldur svo mörg þúsund. Allir aðrir eru nú farnir, og Æki vill loka. Hann er fús til að taka við skuldamiða frá Kalla fyrir heilli milljón, ef því er að skipta, til að losna við Kalla, en gallinn er sá, að i þessum póker á náungi, sem tapar, kröfu á að fá end- urgreiddar prósentur af tapinu, og Æki gerir ráð fyrir, að Kalli sé vís að krefjast prósentanna, jafnvel þó hann láti aðeins skuldamiða, og prósenturnar myndu setja fyrirtæki Æka Grís á höfuðið. Auk þess segir Kalli Rosti, að hann vilji ekki hætta með tap undir þessum kringumstæðum, af því Æki sé vinur sinn, svo hvað skeður nema Æki sendir út og leigir spilasvindlara að nafni Gervi-Gullbjarg, sem tek- ur að gefa kortin, og áður en nokkur veit af, hefur hann gert Kalla Rosta skuldlausan með því að svindla Kalla Rosta í vil. Persónulega veiti ég spilinu ekki mikla athygli, en fæ mér blund í stól úti í horni og hvíldin virðist lægja blóðþrýstinginn ekki svo lítið. í sannleika sagt, ég tek alls ekkert eftir blóðþrýstingnum í mér, þegar við Kalli förum út frá Æka Grís, af því ég tel víst, að Kalli leyfi mér að fara heim og ég geti farið að sofa. En þó klukkan sé orðin sex og kominn bjartur dagur, er Kalli enn fullur af fjöri og hann vill ekki heyra ann- að en við förum í stað, sem kallaður er Bohemklúbb- urinn. Jæja, þessi hugmynd kemur blóðþrýstingnum í mér aftur á hreyfingu upp á við, því Bohemklúbburinn er ekkert annað en neyðarhola, þangað sem menn og kven- menn fara, þegar alls enginn annar staður er opinn í borginni, og þessari holu er stjórnað af náunga að nafni Kuti Óhalló, og hann er talinn mjög slæmur að upp- lagi. Það er öllum kunnugt, að náungi er vís til að láta lífið í holu Kuta Óhalló, hvaða nótt sem er, jafn- vel þó hann geri ekki annað af sér en drekka veigar Kuta Óhalló. En Kalli Rosti krefst þess að fara þangað, svo auð- vitað fer ég með honum, og í fyrstu er allt kyrrt og friðsamlegt, nema hvað þarna er fullt af piltum og stúlkum í samkvæmisklæðum, eftir að hafa verið í næt- urklúbbunum alla nóttina og hafna þarna að lokum. Kalli Rosti og Kuti Óhalló fá sér snafs saman úr flösku, sem Kuti hefur í vasanum, til að rugla henni ekki sam- an við veigarnar, sem hann selur gestunum, og þeir eru að rifja upp gamlar endurminningar og ævintýri, þegar fjórir löggar, óeinkennisbúnir, koma allt í einu inn. Nú eru þessir löggar ekki að störfum og ætla engum wein að gera og vilja einungis fá sér einn eða tvo snafsa áður en þeir fara heim, og allar líkur mæla með tví, að þeir taki ekkert eftir Kalla Rosta, ef hann er stilltur, enda þótt þeir viti vissulega vel hver hann er, °S myndu með mikilli gleði smella á hann gömlu arm- böndunum, ef þeir hefðu fáeinar kærur á hann, sem VÍKIN G U R þeir ekki hafa. Svo þeir skeyta honum engu. En ef það er nokkuð, sem Kalli Rosti hatar, er það löggi, og hann gefur þeim illt auga frá þeirri stundu að þeir setjast, og allt í einu heyri ég hann segja við Kuta Óhalló: „Kuti“, segir Kalli, „hver er fallegasta sjón í heimi?“ „Ég veit ekki, Kalli“, segir Kuti. „Hver er falleg- asta sjón í heimi?“ „Fjórir dauðir löggar í röð“, segir Kalli. Jæja, við þetta þoka ég mér persónulega í áttina til dyranna, af því ég óska aldrei að lenda í neinu klandri við lögga, allra sízt fjóra lögga, svo ég sé ekki allt, sem fram fer. Allt, sem ég sé, er að Kalli Rosti grípur um stóran fót, sem einn lögginn sparkar að honum, og svo virðist allt fara í eina bendu og menn og kvenmenn æpa og öskra, og blóðþrýstingurinn í mér stígur upp í sennilega milljón. Ég fer út um dyrnar, en ég hef mig ekki burt undir heldur stend og hlusta á það, sem gerist inni, hvað ekki hljóð. Ég er ekkert hræddur um að upphefjist skothríð, því Kalli Rosti er of sniðugur til að skjóta lögga, sem er versti verknaður, sem hægt er að fremja í þessari borg, og löggarnir eru ekki líklegir til að byrja að skjóta, því þeir vilja ógjarnan láta vitnast, að þeir séu á öðrum eins stað og Bohemklúbbnum í frítímum sín- um. Svo ég geri ráð fyrir, að þeir jafni ágreininginn með berum höndunum. Að lokum dregur úr háreystinni inni, og allt í einu opnast dyrnar og út kemur Kalli Rosti, burstandi sjálf- an sig hér og þar með höndunum og ufar ánægður að sjá, og áður en hurðin lokast aftur, kem ég snöggvast auga á marga kóna liggjandi flata á gólfinu. Auk þess heyrast enn óp og köll í mönnum og kvenmönnum. „Jæja, jæja“, segir Kalli Rosti, „mér dettur í hug, að þú sért stunginn af, og ég er rétt í þann veginn að verða argur, en þarna ertu þá. Látum oss fara burt úr þessari holu, því það er svo mikill hávaði inni, að mað- ur getur ekki heyrt sjálfan sig hugsa. Förum heim til mín og látum hana gömlu mína elda okkur eitthvað í svanginn, og svo getum við fengið okkur blund. Svo- lítið af fleski og eggjum er ekki svo afleitt fyrir okkur núna“. Jæja, flesk og egg virðist mér girnilegt í meira lagi á þessum tíma, en mig langar ekki að fara heim til Kalla Rosta. Að því er mig snertir, er ég búinn að fá nóg af Kalla Rosta til að endast mér langan, langan tíma, og mig langar 'ekki að blanda mér í heimilislíf hans að neinu ráði, enda þótt satt að segja sé ég töluvert undr- andi að heyra, að hann eigi nokkurt slíkt líf. Ég trúi ég hafi þó einhvern tíma heyrt, að lvalli Rosti kvæntist barnæskuvinstúlku sinni og búi einhvers staðar við Tutt- ugustugötu, en enginn veit raunar mikið um þetta, og allir telja víst, að sé það satt, hljóti konan hans að lifa hroðalegu hundalífi. En þó mig langi ekki heim til Kalla, get ég ekki vel neitað kurteislegu boði að borða egg og flesk, einkum af því Kalli horfir á mig afar undrandi yfir því, að ég skuli ekki sýna neinn gleðivott, og ég skil, að það eru ekki allir, sem hann býður heim til sín. Svo ég þakka honum fyrir, og segi, að það sé ekkert fremur sem ég geti óskað mér en flesk og egg, eins og konan hans Framhald. 1B5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.