Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 1
SJOMAIMIMABLAÐIÐ U I K 1 H B U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XXI. árg., 3. tbl. Reykjavík, marz 1959 Alfaðir ræður AlfaSir rœður, öldurnar hníga. Eilífðin breiðir ut faðminn sinn djúpa. Helþungar stunur í himininn stíga. Við hásœti drottins bœnirnar krjúpa. Alfaðir, taktu ekki aleiguna mína. Alfaðir réttu út höndina þína. Aldan er hnigin, auð hímir ströndin. Á eilífðarbylgjunum sálirnar dreymir. Þú hreyfir ei, dauði, heilögu böndin. Því himininn tárin ekknanna geymir. Alfaðir, sjórinn tók aleiguna mína. Alfaðir, réttu mér höndina þína. Yfir útsœnum mikla englarnir syngja. Ástina, draumblœju himnanna krýna. Dánarklukkurnar deyjandi hringja. Drottinn réttir fram höndina sína. (Sig. Eggerz) VÍKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.