Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 1
SJOMAIMIMABLAÐIÐ
U I K 1 H B U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
XXI. árg., 3. tbl. Reykjavík, marz 1959
Alfaðir ræður
AlfaSir rœður, öldurnar hníga.
Eilífðin breiðir ut faðminn sinn djúpa.
Helþungar stunur í himininn stíga.
Við hásœti drottins bœnirnar krjúpa.
Alfaðir, taktu ekki aleiguna mína.
Alfaðir réttu út höndina þína.
Aldan er hnigin, auð hímir ströndin.
Á eilífðarbylgjunum sálirnar dreymir.
Þú hreyfir ei, dauði, heilögu böndin.
Því himininn tárin ekknanna geymir.
Alfaðir, sjórinn tók aleiguna mína.
Alfaðir, réttu mér höndina þína.
Yfir útsœnum mikla englarnir syngja.
Ástina, draumblœju himnanna krýna.
Dánarklukkurnar deyjandi hringja.
Drottinn réttir fram höndina sína.
(Sig. Eggerz)
VÍKINGUR
33