Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 21
C. J. Dejligberg, loftskeytamaður, í loftskeytaklefanum. unarbátar væru á floti, og okkur var þungt um hjartarætur, er við urðum að halda burt án þess að hafa komið auga á nokkurn skap- aðan hlut. Við vorum á mjög hættulegum slóðum, umkringdir hafís á alla. vegu, og urðum að beita ýtrustu varkárni. Þessi hætta gerði það að verkum, að við héldum frá slysstaðnum og lögðumst úti fyrir íssvæðinu yfir nóttina." Hættur leit. Það má skjóta því hér inn í, að útgerðarfélag togarans fékk um það skeyti frá honum, að hann væri hætur leitinni, enda hefði hún engan árangur borið. Loft- skeytamaðurinn á Johannes Krúss segir þessa tilkynningu hafa verið á misskilningi byggða: „Þetta er ekki rétt. Við lögð- umst aðeins fyrir utan ísinn yfir nóttina, en þegar morgnaði á laugardag héldum við þegar á vettvang aftur, og höfum leitað í allan dag. Nú meðan við tölum saman (á laugardagskvöld) er- um við enn að leita. Veðrið hefur heldur skánað, eru svona 6—7 vindstig núna, en hríð er í aðsigi og íshættan mjög mikil. í nótt vorum við sjálfir næstum lentir á ísjaka, en Ijóskastararnir hjálp- uðu okkur til þess að sjá hættuna og við gátum sveigt frá á síðasta andartaki. Brak. Við höfum leitað á svæði, sem er 51 sjómíla á annan veginn, en um 25 sjómílur á hinn. Við höf- um ekki séð björgunarbáta eða menn í sjónum. Hið eina, sem við höfum orðið varir við, var grá- málaður trjábútur, sem flaut með í hinum þunga straum nokkrum mílum sunnan við síðustu staðar- ákvörðun Hans Hedtoft. I dag hafa þýzka eftirlitsskipið Posei- don og ameríska eftirlitsskipið Campbell siglt áleiðis hingað, en þau voru ekki komin, þegar myrkrið skall á. Við erum því eina skipið, sem höfum getað siglt um slysstaðinn fram og aft- ur í dag og munum halda áfram á morgun (sunnudag), svo fram- VlKINGUR arlega sem ísinn neyðir okkur ekki til að gefast upp.“ Þýzki loftskeytamaðurinn var spurður, hvort starfsbróðir hans á Hans Hedtoft hefði ekki sent út nein persónuleg skeyti, um líð- an farþega og áhafnar, eða hvern- ig gengi að koma björgunarbát- um skipsins á flot. „Nei“, svaraði loftskeytamað- urinn á Johannes Krúss. „Hann nefndi þetta ekki á nafn í skeyt- um sínum, en hélt sér eingöngu við það, sem snerti stöðu skips- ins. Það vakti undrun okkar, að hann skyldi ekki minnast á björg- unarbátana, en það bendir til þess, að slysið hafi skeð svo fljótt, að menn hafi tæplega verið búnir að átta sig. Hann var líka í sam- bandi við dönsku loftskeytastöð- ina Prins Christiansund, og hann varð að takmarka sendingar sín- ar við hið allra nauðsynlegasta, því að við höfðum heyrt, að vél- arrúmið væri að fyllast af sjó og aðalloftskeytasendirinn væri óvirkur. Svo slokknuðu ljósin um borð í Hans Hedtoft, og það hefði verið mjög erfitt fyrir okk- ur að koma auga á hið myrkvaða skip. Það var óhugnanleg tilfinn- ing, sem greip okkur, þegar til- kynningin barst um að skipið væri að sökkva, og síðan fylgdu á eftir hin tvö langdregnu mors- merki-------. Þetta hlýtur að hafa skeð mjög fljótt." Þýzki togarinn Johannes Kriiss, sem var næstur slysstaðnum. 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.