Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 5
hafði nokkrum klukkustundum áður farið fyrir Reykjanes. Einn- ig hafði jmr farið um á leið til Reykjavíkur strandferðaskipið Esja, sem fór kl. 3,30 á þriðju- daginn frá Vestmannaeyjum, en vitaskipið Hermóður fór þaðan kl. 4 þennan sama dag. Brak það, sem fannst við Kal- manstjörn, var björgunarbátur frá Hermóði og léttbáturinn, en báðir voru bátarnir lítt brotnir, er þeir fundust þar í fjörunni. Að áliti siglingafróðra manna mun Hermóður hafa verið kom- inn í gegnum Reykjanesröstina, er slysið bar að höndum. Um það leyti, sem frá Hermóði heyrðist, var vindur og sjór orðinn suð- vestanstæður á þessum slóðum. Telja þessir sömu menn það sennilegast, að hnútur hafi kom- ið á skipið og fært það í kaf. þar áður var hann á gamla Her- móði. Geta má þess og, að hinn reglulegi matsveinn Hermóðs, Sigmundur Þórðarson, er í sjúkrahúsi um þessar mundir. * Sterkar líkur þykja benda til, að vitaskipið Hermóður hafi far- izt um sjö sjómílur fyrir norðan Reykjanes á tæplega 100 metra dýpi. Blöðunum var afhent um þetta svofelld fréttatilkynning frá Landhelgisgæzlunni: „Eins og kunnugt er, þá hefur Landhelgisgæzlan undanfarna daga verið að leita að, hvar vita- skipið Hermóður muni hafa far- izt. Ennþá er ekkert fullvíst í því efni, en sterkar líkur benda þó til, að skipið hafi sokkið um 4,5 sjómílur vestur frá Höfnum á tæplega 100 metra dýpi, eða um 7 sjómílum fyrir norðan Reykja- nes. Á þessum slóðum hefur orð- ið vart við olíu á sjónum á sama stað í fleiri daga, og dýptarmæl- ar hafa sýnt þar ójöfnu (þústu) á botninum, sem annars er renni- sléttur. 1 leitinni hafa tekið þátt varö- skipin Þór, er fyrstur varð var við olíublettinn, María Júlía, er varð vör við þústuna, svo og Ægir og gæzluflugvélin Rán. Leitinni mun verða haldið áfram eftir að- stæðum". f fréttatilkynningu Landhelg- isgæzlunnar segir ennfremur, að öll 3 róðraduflin í Faxaflóa, nefnilega 2 út af Garðskaga og 1 út af Akranesi, hafa slitnað upp í óveðrunum undanfarið. Tvö þeirra eru þegar fundin. * Vitaskipið Hermóður var við- urkennt sjóskip, þó ekki væri það stærra en 200 lestir. Skipið var byggt í Svíþjóð 1947 fyrir vita- málastjórnina, en auk þess að vera á vegum hennar, hefur Her- móður verið við landhelgisgæzlu. Hefur skipið t. d. verið undanfar- in ár á miðum Vestmannaeyja- báta á vetrarvertíðum og verið bátunum til ómetanlegs gagns. Ólafur G. Jóhannesson skip- stjóri hefur verið stýrimaður á Hermóði frá því skipið kom, og hefur hann ætíð farið með skip- stjórn á Hermóði, þá er Guðni Thorlacius skipstjóri hefur verið í orlofi, og svo var nú. Ólafur var að þeirra dómi, er bezt þekkja, mjög traustur skipstjóri. Aðrir yfirmenn skipsins áttu að baki sér lengri eða skemmri feril hjá Landhelgisgæzlunni eða á skip- um Skipaútgerðarinnar. Geta má þess og, að Guðjón Sigurðsson vélstjóri, Freyjugötu 24, hætti vélstjórastarfi á Hermóði í haust er leið, vegna aldurs, en var í af- leysingum nú. Hann hafði áður verið vélstjóri á Hermóði allt frá því er skipið kom til landsins, en VÍKINGUE ■ Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN hefur opnað skrifstofu að Vesturgötu 5, Reykjavík. Skrifstofutími er fyrst um sinn: Mánudaga ........... kl. 16,00 —18,00 Miðvikudaga ..........— 13,00 — 15,30 Föstudaga .......... — 16,00— 1S.0C Sími skrifstofunnar er 2 34 76. • 2. stýrimenn á togurum eru beðnir að koma til viðtals á skrifstofuna eftir hentugleikum. Upplýsingar óskast frá félagsmönnum, ef þeir eru lausir til starfs á skipum. Stjórnin. 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.