Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 31
SJDMANNABLAÐIÐ V í K I N G U R r------------------------------------—-------------“-----------------------—------:------------ ÚTGEFANDI: F. F. 8. í. — Rltstjórl Halldór Jónsson — Ritneínd: _ Eglll Hjörvar, Þorkell Stgurðsson, Gelr Ólafs- son, Henry Hálfdánsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur Ólafsson, Theodór Gislason, Páll Þorbjömsson. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 80 kr. — Ritstjóm og afgreiðsla er i Fiskhöllinnl, Reykjavík. — Dtanáskrift: „Vikingur“. Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 1 56 53. - Prentað 1 Ísaíold. V.____________________________________________________________________________________________ tarf mikla sjómennskulist og heppni til þess að komast klakklaust gegn- um það. Flóarnir mætast, renna saman í undarlegan, óútreiknanleg- an óskapnað. Þrisvar eða fjórum sinnum greinast leiðir þannig, að ókleift er að segja fyrir um, hvað sé hið raunverulega sund, hvort heldur állinn, sem liggur í vestur, eða hin- ir, sem liggja í norður og suður. Sneiða þarf hjá skerjum og grynn- ingum, og þegar minnst varir þyrl- ast sjórinn upp fyrir kastvindum, sem koma ofan úr hinum óheilla- vænlegu fjallatindum. Vegna alls þessa hefur sjómönnum staðið stuggur af Magellansundi um lang- an aldur. Oft brotnuðu skip síðari leiðangra við þessar ömurlegu strendur, og ekkert sannar betur sjómennskusnilld Magellans en það, að hann, sem fyrstur sigldi um þetta sund, varð einnig um langt skeið sá síðasti, sem komst gegnum það án nokkurra óhappa. í þetta sinn sýndi Magellan eins og endranær hina óviðjafnanlegu þolinmæði sína og framsýni. Hann eyddi heilum mánuði í að kanna sundið. Hann rannsakaði hina ýmsu arma þess með kostgæfni og still- ingu, enda þótt hann væri óþolin- móður með sjálfum sér eftir að kom- ast inn í suðurhöfin. Hvað eftir ann- að skipti hann flotanum, þar sem sundið greindist, lét tvö skipin sigla í norður og suður. Það var eins og þessi einkennilegi maður vissi með sjálfum sér, að hann mætti aldrei treysta hamingjunni, því að hann kaus aldrei af handahófi um hinar mörgu leiðir, sem úr var að velja. Hann kannaði allar leiðir til að finna þá réttu, og þar sem hann hafði fram að þessu unnið sigra sína með hugkvæmni og þreki, sigraði hann að þessu sinni með hjálp þess eigin- leika, er minnst lætur yfir sér allra dyggða — þrautseigjunni. En á því augnabliki, er sundið loks lá opið og öruggt fyrir sjónum þeirra og hið víða haf var fram undan — segir frásögnin — streymdu gleðitár nið- ur kinnar Magellans, og hurfu niður í svart, strítt skegg hins kaldlynda landkönnuðar og siglingamanns. Magellan fyrirskipaði skipstjór- um sínum að mæta hjá sér með lista yfir þær vistabirgðir, sem til væru í skipunum. Nú voru þeir búnir að ljúka fyrsta hluta verkefnisins. Voru þeir við því búnir að halda áfram og finna kryddeyjarnar ? Hann vildi ekki láta þá vera í neinum vafa um, VÍKINGUR að birgðaskorturinn bar í sér veru- lega hættu, en sjálfur var hann ekki með það í huga, að láta slíkt aftra sér frá því að halda áfram. Aðeins ein rödd kom fram til mótmæla. Það var Estevao Gomez, leiðsögumaður á San Antonio. Ef þeir héldu áfram, sagði hann, verður það til þess að allur flotinn líður undir lok, og verð- ur hungurdauða að bráð. Hið skynsamlega í ályktunum Gomez varð ekki hrakið með nein- um rökum, en Magellan hafði meiri áhuga fyrir sínu ódauðlega afreki heldur en sínu eigin dauðlega lífi. Flotinn yrði að halda áfram ferð sinni. En til öryggis gaf Magellan skipstjórunum fyrirskipun um að leyna því fyrir skipshöfnunum, hvað birgðir væru takmarkaðar. San Antonio var sendur í sérleið- angur til þess að rannsaka eina aftur á tilsettum tíma. Magellan grein af sundinu, en skipið kom ekki leitaði að því í fleiri daga án nokk- urs árangurs. Að lokum kallaði hann fyrir sig stjörnufræðing sinn og bað hann að stilla uppi stjörnuspá. — Stjörnufræðingurinn, sem sennilega hefur haft í huga afstöðu Gomez fyrir nokkrum dögum, var svo hepp- inn að þýða spásögn stjarnanna á þann veg, í samræmi við sannleik- ann. Hann lýsti því yfir, að San Antonio væri sti'okinn og hefði lagt af stað heim til Spánar. Einu sinni enn stóð Magellan frammi fyrir örlagaríkum ákvörð- unum. San Antonio var það skipið, sem hafði mestar birgðir um borð. Að halda áfram úr þessu var í raun og veru sama og að taka ákvörðun um sjálfsmorð, og þó tók hann ein- mitt þá ákvörðun. Þann 28. nóvem- ber 1520 settu þrjú síðustu skipin upp segl og stýrðu í norðvestur yfir hið óþekkta úthaf. Einhvers staðar úti undir sjóndeildarhring biðu kryddeyjarnar, hinar hamingjusömu eyjar auðlegðarinnar; ennþá lengra í burtu hlaut Kína og Hindústan að vera, en ómælanlega langt þar frá seiddi heimalandið Spánn til sín. Með nokkrum fallbyssuskotum staðfestu þessi þrjú litlu landaleitar- skip, að siglingin að lokatakmark- inu væri hafin út í hina ókunnu víð- áttu. Framh. í næsta blaSi. * Utvegsmenn! Höfum fyrirliggjandi á lager eða seljum beint frá framleiðanda allar stærðir og gerðir af hinum viðurkenndu SUNDLETT plastflotum á net og og nætur. Einnig netja- baujur og björgunarhringi úr Polyvinylklorid, sem er ótrúlega sterkt og endingargott. / * KRISTJAN 0. SKAGFJORÐ H.F. Reykjavik — Simi 2 41 20. 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.