Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 14
skipum. Stórar og þungar „pat- ent“-davíður. Þar í hvíla tveir gríðarstórir og eftir því þungir björgunarbátar. Undir venjuleg- um kringumstæðum bera togar- arnir bátana vel, en þegar þar á bætist ísingarþunginn, verða þeir stórhættulegir skipunum, svo að ekki sé meira sagt. Einn nýjasti togari landsmanna, Fylkir, sem smíðaður er í Bretlandi, er með frábrugðinn útbúnað. Þar er að- eins einn lífbátur, á miðju báta- bilfari. og sérstök bóma, sem ger- ir kleyft að setja bátinn út hvor- um megin sem vill. tJtbúnaður þessi er á allan hátt léttari og bó eflaust eins öruggur, því að þó Fylkir hafi aðeins einn lífbát, bá má geta þess. að mikluni erfið- leikum er bundið að koma „venju- legum“ lífbátum út, ef skinið hef- ur nokkurn halla að ráði. Hins vegar er unnt með bómutækjum, eins og um borð í Fylki, að setja bátinn út beggja megin. og er þvf vandalaust að setja bátinn út, enda bótt slagsíða sé á skininu. Þá má einnig minna á það, að gúmmíbjörgunarbátarnir hafa brevtt viðhorfi til lífbátanna. Þeir eru ekki eins nauðsvnlegir og áður var. b. e. a. s. með björg- un af skini í huga. Hins vegar verður sérhvert skin skilianlega að hafa a. m. k. einn skinsbát, t. d. til þess að nota við biörgun- arstörf af öðru skini. Gúmmí- flekar eru ekki hennileg tæki til að róa á yfir að nauðstöddu skini til að biarga mönnum. svo að eitt- hvað sé nefnt. enda þótt beir séu nauðsynlegt biörgunartæki, sem flekar. á hverju skini. Þó hefur verið farið út í að búa skip ein- göngu með gúmmíbátum, sem björgunartækjum. Þýzki skut- togarinn Sagitta, sem komið hef- ur nokkrum sinnum hingað til lands og hefur vakið athygli sjó- manna, hefur engan lífbát af gömlu gerðinni og heldur engar davíður. Togari þessi er búinn ákveðnum fjölda af gúmmíflek- um og auk þess tveimur(?) upp- blásnum gúmmíflekum úr þykku efni. Bátum þessum er auðvelt að róa og hafa reynzt prýðilega hér við land. íslenzku varðskipin eru m. a. búin þess konar bátum, auk gúmmíflekanna og lífbát- anna, og er látið vel af þeim. Eru þeir m. a. notaðir þar til að ferja menn milli skipa. Engan sérstak- an útbúnað þarf til þess að sjó- setja þessa báta. Þá er annað atriði, það er reið- inn og afturmastrið. í reiða flestra skipanna eru veglínur í vantinum. Mér telst svo til, að á afturmastrinu séu átta stöcj. Þar við bætast svo rekkverk, bómur og gertar. Allt er þetta hreinasti voði, ef skipin koma í ísingu. Aft- urmastur togara gerir þó lítið annað gagn, að bezt verður séð, en að halda uppi loftnetinu. Ætti bví og er skaðlaust að taka það burtu og setja þess í stað upp granna stöng, sem heldur loft- netinu. Einnig mætti radarloft- netið að skaðlausu vera betur frá- gengið með tilliti til ísingar. Þegar búið er að losa togara við tvo lífbáta, 4 þungar davíður, afturmastur með átta stögum og veglínum, auk annars, alveg að skaðlausu, að því er séð verður, þá er strax farið að muna um þungann af ísingu. Þá er bað formastrið. Þar er einnig á flestum skipunum gamal- dags reiði með veglínum. Nú er farið að tíðkazt að hafa í staðinn fyrir ven julegt mastur eins konar þrífót. Þá er enginn vantur eða stög. Þessi útbúnaður er ekki ein- asta léttari, heldur einnig þægi- legri til vinnunnar. Eflaust eru þrífætur heppilegri vegna ísing- ar en gamla lagið. því að tiltölu- lega auðvelt ætti að verða að hleyDa gufu á þrífótinn, sem smíðaður er úr stálrörum. Akkerisvindan á togurunum er einnig afleit með tilliti til ís- ingar. Mætti eflaust bæta mikið úr þeim ágalla með því að búa spilið rennilegum, upphituðum hlífum. Þá eru ísvarnartækin fyrir brú o. fl. Ég er því miður ekki kunn- ugur því, hvernig þau tæki eru úr garði gerð, en vitað er, að slík tæki eru til, ýmist sem nota gufu eða rafmagn til að bræða ísinn. Væri æskilegt að skipaskoðunar- stjóri aflaði upplýsinga um slík tæki og kæmi þeim fyrir almenn- ingssjónir. Þriðji möguleikinn er svo sá, að hætta Nýfundnalandsveiðum með öllu, nema á sumrin. Þessi hugleiðing um bætta að- stöðu togara til að verjast ísingu eru aðeins hugleiðingar leik- manns um þá möguleika. Ef bær yrðu teknar til yfirvegunar, þá er rétt að minna á bað, að flestir íslenzku togararnir eru líkrar gerðar, og jafnvel margir hverjir smíðaðir á sama stað. Róttækar breytingar ættu því að geta orð- ið ódýrari en ella. begar um mörg skip er að ræða. ef samvinna væri milli útgerðarfélaganna um þessi mál. Það vill því miður oft verða svo í okkar þjóðfélagi, að eitt rekur sig á annars horn í fram- kvæmdamálum. Bágborin afkoma flestra togarafélaga hérlendis þolir vafalaust ekki kostnaðar- samar brejrtingar á skinunum. Hér verður því annað að koma til greina, ef svo reynist. Það opinbera þyrfti að hlutast til um, að þau útgerðarfélög, sem þess æskja, eigi greiðan aðgang að lánsfé til að gera nauðsynlegar breytingar á skipunum, svo að þau verði færari til að mæta nátt- úruhamförum. Skrifið um málið. Það kann að vera. að ýmsum kunni að virðast það jaðra við framhleypni, að sjómenn reyni sjálfir að finna ráð og bót á þessu nýja vandamáli togaraútvegsins, því að margs er að gæta, ef hrófla á við hefðbundnum öryggistækj- um um borð í hafskipum, en þó finnst mér sjálfsagt að sjómenn riti um þessi mál opinberlega, og raunar hver sem hefur einhverj- ar tillögur fram að færa. Hvort sem ofan á verður, tveir, einn eða enginn lífbátur í uglum á bátaþilfarinu á togurunum í framtíðinni, þá er a. m. k. víst, að eitthvert ráð verður að finna í tæka tíð. 46 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.