Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 7
Alþingismenn minnast sjómanna, er fórust með b.v. Júlí og v.s. Hermóði. Er fundir höfðu verið settir í Alþingi 19. febr. sl., tilkynntu deildarforsetar, að dagskrá félli niður, en boðaður væri fundur í Sameinuðu Alþingi vegna hins hörmulega atburðar, er kunnur hefði orðið kvöldið áður, að vita- skipið Hermóður hefði farizt með allri áhöfn. Forseti Sameinaðs þings, Jón Pálmason, setti fund og mælti á þessa leið: Háttvirtir alþingismenn! Helfregnir berast nú dag eftir dag, dauðans er mikilvirk hönd, úthafið syngur sitt útfararlag, öldurnar grenja við strönd. Islenzlcd þjóðin er harminum háð, hrópar í neyðinni á guðlega náð. Það mun vera einsdæmi í sögu Alþingis, að stórkostleg sjóslys verði svo hvort á fætur öðru, að nauðsyn beri til að kalla saman sorgarfund í Alþingi dag eftir dag. Þetta ber oss að höndum nú. í gær komum við öll hér sam- an til að lýsa hryggð okkar og samúð í tilefni af því, að 30 sjó- menn fórust með togaranum Júlí frá Hafnarfirði. En áður en við gengum til svefns í gærkvöldi var þjóðinni allri sagt frá öðru hörmulegu sióslysi, því, að vita- skinið Hermóður hafði farizt með allri áhöfn við Reykjanes aðfara- nótt g-ærdagsins þess 18. b. m. í tilefni af bessum sorgarfréttum komum við hér saman í dag. Ber bað nú að höndum okkar fámennu b.ióðar, að skammt er stórra högga milli. þar sem í þessu slvsi fórust, 12 hraustir sjó- menn á bezta aldri. Vit.askinið Hermóður var bvggt í Svíbióð fvrir vitamálastjórnina árið 1947. Það hefur annaztflutn- inga fyrir vitana kringum land- ið. en að öðru levti stundað land- h“lgisgæzlu og eft.irlit með fiski- bátum. begar hætta var á ferð- um, einkum við Vestmannaeviar. Má því segia, að þetta skin hafi beint og óbeint verið dýrmætt björgunarskip til aðstoðar öðr- um meðfram ströndum Islands. Að missa það frá sinni þvðingar- miklu starfsemi er því mikið áfall fyrir fjölda þeirra manna, sem sjóinn stunda meðfram okkar hættulegu strönd. En missir skipsins hverfur þó í skuggann fyrir þeim hryggilegu örlögum, að missa 12 vaska sjó- menn í djúp hafsins í viðbót við allt, sem á undan er gengið. Fimm ekkjur, 17 börn innan við 15 ára aldur, foreldrar, fullorðin börn, systkini, frændur og annað venzlafólk horfir harmþrungið á eftir þessum ástvinum sínum, sem svo snögglega og óvænt eru burtu kallaðir. Við, sem hér erum saman kom- in, kveðjur þessar horfnu sjóhetj- ur í nafni þjóðar vorrar með þakklæti og virðingu fyrir unnin afrek á liðnum árum. Ástvinum þeirra öllum og frændfólki vott- um við einlæga samúð og hlut- tekningu í sorginni. Ég lýsi hér þeirri afdráttarlausu tilfinningu okkar allra. En þó hún sé flutt af einlægum og hryggum hug, þá vitum við öll, að við stöndum máttvana og varnarlaus gagnvart því harmþrungna fólki, sem hugs- ar til þeirra ástvina, sem í djúp- ið eru sokknir, ef eigi væri til önnur þýðingarmeiri huggun en samúð okkar. Sú huggun, sem felst í grundvallaratriðum okkar háleitu trúarbragða. Þess vegna treystum við því, að hið sorgbitna fólk fái að njóta þeirra fornu og VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.