Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 29
þess að rannsaka allt nánasta um- hverfi strandarinnar. Skipstjórinn fékk fyrirskipun um að koma aftur eftir ákveðinn dagaf jölda til þess að gefa skýrslu um árangurinn. En fresturinn leið og ekkert sást til skipsins, en fyrsta skýringin um vandkvæði barst innan frá strönd- inni. Það kom í ljós, að þetta voru tveir af skipverjum á Santiago, og þeir færðu ekki góðar fréttir. Skip- ið hafði farizt í stormi, en allri skips- höfninni hafði þó heppnazt að sleppa lifandi í land. Magellan sendi strax báta af stað til þess að sæ-kja skips- höfnina, en Santiago, hraðskreið- asta skipið í flota hans, var að eilífu glatað. 24. ágúst 1520 gaf Magellan fyrir- skipun um að halda af stað að nýju frá Port San Julian. Síðasta lífs- mark strandarinnar, er hann sá, voru hinir tveir óhamingjusömu skipsmenn hans, er hann skyldi eft- ir. Eitt skipa hans var sokkið, tveir skipstjóra hans dauðir, og það var liðið nærfellt heilt ár frá því hann lagði af stað í leiðangurinn, — eitt ár enginn sigur, ekkert fundið, eng- in afrek! Tímabil þetta og næsta á eftir hefur sennilega verið eitthvert það erfiðasta í lífi Magellans. Hann gerði ítrekaða tilraun til þess að komast áfram, en stormarnir stöðv- uðu hann ennþá. Og í tvo óralanga mánuði varð hann ennþá að liggja úti fyrir hinni eyðilegu strandlengju. Og þó var hann kominn nær tak- markinu heldur en honum gat kom- ið til hugar. Þann 21. október 1520 sá hann hvíta klettahnjúka rísa upp yfir sérkennilegri bugðu inn í land- ið, og brátt lá leiðin inn í djúpan flóa, þar sem sjórinn virtist vera svartur. Aldrei fyrr höfðu augu hans litið jafn fráhrindandi sjón, aldrei nokkurt land svo dautt og eyðilegt. Ekki nokkur vottur um mannlegt líf, ekki stingandi strá af gróðri, aðeins ýlfur vindsins í rá og reiða og gjálfur öldunnar við skipssíðuna. Spánverjarnir horfðu óttaslegnir á þetta sund, sem var svart eins og inngangur til heljar, allt umvafið klettasyllum og björgum, og skip- stjórnarmenn Magellans töldu allir, að þessi þröngi og djúpi vogur inn í landið gæti ekki verið annað en fjörður svipaðrar tegundar og til voru í Noregi. En Magellan hafði í eitt skipti fyrir öll sett sér fast í huga hið dularfulla sund, sem einhvers staðar VÍKINGUR væri að finna, og hann krafðist af mikilli harðneskju, að hinn undar- legi flói yrði rannsakaður nánar. Tvö skipanna, San Antonio og Con- cepcion, hlýddu þó með nokkru nöldri fyrirskipunum hans, að sigla svo langt vestur á bóginn sem mögu- legt væri í fimm daga. Eftir þann tíma skyldu þeir snúa við og gefa Magellan skýrslu. En ekki voru liðnar nema örfáar stundir frá því að skipin skildust að, þar til kominn var stormstrekk- ingur, er óx upp í öskrandi storm- veður, og mátti litlu muna, að skip Magellans kastaðist upp að strönd- inni í brimrótinu. Og þó var það ótt- inn um afdrif San Antonio og Con- cepcion, sem lagðist þyngra á hug hans. Stormurinn hlaut að hafa skollið yfir þau í þessu þrönga sundi, og ekkert nema kraftaverk hefði getað bjargað þeim frá því að brotna í spón í þessum þrengslum og hafróti. En á fjórða degi kom allt í einu í ljós segl út við sjóndeildarhring. Guð veri lofaður, þá var að minnsta kosti annað skipið ofansjávar! Nei, bæði skipin! — San Antonio og Con- cepcion komu þarna með fullum segl- um og að því er virtist í siglinga- hæfu standi. Og um sama leyti og Magellan hefur komið auga á skip- in, sér hann skotblossa koma frá þeim og heyrir drunurnar frá hin- um þungu fallbyssum. Hvað hefur komið fyrir? Hvers vegna eyða skip- stjórarnir hinu dýrmæta sprengi- efni í hverja skotdrununa eftir aðra ? Jú, San Antonio og Concepcion fluttu hinar langþráðu fréttir. — Stormurinn hafði borið þá viðstöðu- laust vestur á bóginn, en í sama mund og þeir bjuggust við að lenda á klettum, sem risu upp fram undan þeim, opnaðist þröngt siglingasund fyrir þeim, sem þeir komust inn í. Að vísu höfðu þeir ekki komist út úr sundinu að vestanverðu, en það var varla mögulegt annað en að hér væri um opið sund að ræða. Varla er hægt að hugsa sér gleði- legri tíðindi fyrir Magellan en þessi, eftir alla hi'akningana og erfiðleika ferðarinnar. Nú var um að gera að hamra járnið, meðan það var heitt. Ennþá eitt skot til heiðurs Carlos konungi, ennþá eina bæn til himins — svo lagði hann ótrauður af stað inn í það völundarhús, sem hann skýrði sjálfur Todos los Santos, en sem síðari tíminn kallar nú Magell- an-sundið. Það hlýtur að hafa verið annar- leg, draugaleg sjón að sjá þessi fjög- ur skip líða hljóðlaust inn í þennan myrka, þögula flóa, þar sem engin sigling var þekkt áður. Þögnin djúp, fjöll og hæðir lágu á báða vegu eins og leiðarsteinar. Himininn var drungalegur eins og jafnan á þess- um slóðum. Dimmir skuggar hvíldu á sjónum. Hljóðlaust liðu skipin gegnum þennan Plútonsheim, eins og bátur Karons á ánni Styx, eins og skuggar meðal skugga. í f jarska glömpuðu snæþaktir tindar, er önd- uðu ísköldum gusti á sjófarendurna. Engin lifandi vera var sjáanleg og þó hlutu menn að hafast við á þess- um slóðum, því að á kvöldin sáust blaktandi eldar sunnanmegin við sundið, og eftir þeim nefndu leið- angursmenn landið Tierra del Fuego (Eldlandið). Þessir eldar sáust síð- ar brenna öldum saman. Eldlending- ar kunnu sem sé ekki að kveikja eld, þess vegna brenndu þeir þurru grasi án afláts i kofum sínum. En engin rödd heyrðist og engin hreyfing var sjáanleg. Þegar Magellan sendi bát til lands einhverra erinda, fundust engin merki um mannabústaði, að- eins grafreitir og nokkrar tylftir yfirgefinna grafa. Eina dýrið, sem þeir rákust á, var dautt. Það var stór hvalur, sem rekið hafði á land, aðeins komið í hið eilífa haust til að deyja. Undrandi störðu sjómenn- irnir út í þessa draugalegu kyrrð, þessa annarlegu náttúru, sem minnti helzt á kulnaða dauða stjörnu. — Afram, áfram, skipin liðu hægt fyr- ir vindblænum yfir þessi ósnortnu vötn. Hvað eftir annað var sökku varpað útbyrðis, en enginn botn fannst. Enn og aftur litu þeir fram á leið til að sjá, hvort flóinn lokað- ist fyrir þeim án nokkurs sunds. Handan við hvern tanga opnaðist það ávallt að nýju. Þetta dularfulla sund hélt áfram að bugðast lengra og lengra. En þessi hluti ferðarinnar var erfiður og hættulegur eins og það, líktist ekki á nokkurn hátt hinni sem eftir var leiðarinnar. Sundið breiðu og þægilegu leið, er korta- gerðarmennirnir í Niirnberg drógu síðar á hnattlíkön sín í hlýjum vinnustofum heima hjá sér. Aðeins til styttingar og prýði er Magellan- sund nefnt sund. Raunverulega er það óregluleg krókaleið samtengdra flóa, fjarða og annarra innsæva. 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.