Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 24
Alþýðublaðið og sjóprófin Munt þú svá fremi taka höfðingsskap, er þessir eru allir dauðir. Valgarður hinn grái. Hinn 18. f. m. birti Alþýðu- blaðið rosafrétt um það, að Tryggvi ófeigsson útgerðarmað- ur hefði borið fram kröfu um það, að sjódómur Reykjavíkur vrði kvaddur saman, ennfremur að hann hefði kært Bæjarútgerð Reykjavíkur til skaðabóta, að því er skildist fyrir aðstoð, er skip hans, botnvörpungurinn Marz, hefði veitt nauðstöddum sjó- mönnum. I þriðja lagi, að hann hefði rekið skipstjórann á sama skipi úr vistinni sökum þess, að hann hafi einhvern veginn ekki reynzt nógu svardagaliðugur. — Þetta geta nú kallast athafna- menn. Jafnvel ókunnugum fannst frétt þessi þó með allmiklum ólík- indum, enda fór hér sem fyrri, .að Adam var ekki lengi í Para- dís. Þegar hinn næsta dag sér rit- stjórinn þann kost vænstan að gleypa aftur þennan gaddavír, að vísu ekki í heilu lagi. Hann hálf- falsar þau mótmæli og þá leið- réttingu, er blaðinu hafði borizt, á þann hátt að klípa aftan af henni vitnisburð skipstjórans á Marz. Tveim dögum síðar verð- ur ritstjórinn svo að birta orð- sendinguna öðru sinni, og þá í heilu lagi. Hvers vegna mátti ekki halda sjópróf? Gat hér nokkru verið að leyna, hverju, og þá í hverra þágu? öll rök hnigu að því, að sjópróf væri ekki aðeins æskilegt, heldur og sjálfsagt eins og á stóð og í fullu samræmi við réttarvenjur, bæði vegna viðkomandi útgerðarfé- laga, vátryggingarfélaga óg slysavarna. Það var auk þess ekki Tryggvi einn, sem fór fram á þessa rannsókn, heldur kom jafnframt beiðni um hana frá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Má og segja, að þar hafi ekki verið í kot vísað: því í sjódómi Reykja- víkur sitja tveir þrautreyndir skipstjórar og valinkunnur lög- fræðingur, sem auk þess er sér- fræðingur í sjórétti. — Viðstadd- ir sjóréttinn voru, auk annarra, skipaskoðunarstjóri og fulltrúi Slysavarnafélags íslands. Rétt- arhaldið fór fram með hinum mesta friði og spekt, og liggja nú málin fyrir upplýst með staðfest- um vitnisburðum. „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka“. Ritstjóra Alþýðublaðsins sézt yfir það, að sjódómur þessi er í rauninni haldinn í umboði dóms- málastjórnarinnar, en henni stýr- ir nú sem kunnugt er einn ráð- herra Alþýðuflokksins. Ráðherr- ann er sjálfur bæjarfógeti, sem kann því skil á öllum réttargangi og hefur síður en svo neitt við þetta sjópróf að athuga. öllum er í fersku minni hin hetjulega barátta skipshafnar- innar á Þorkeli mána, barátta við stórsjó og ísingu upp á líf og dauða. Marz er hinn eini togari, sem kemst til aðstoðar hinu nauð- stadda skipi, og það eftir sólar- hrings erfiða siglingu. Annar tog- ari gerir og tilraun til að komast á vettvang, en hrekst af leið. Marz víkur ekki af verðinum sólar- hring í viðbót, meðan baráttan er sem hörðust, „til ómetanlegs gagns“, eins og skipstjóri Þor- kels mána komst síðar að orði. Marz liggur líka undir áföllum, má enga tilraun gera til þess að komast út úr versta stormsveipn- um eða í hlýrri sjó, heldur bíður, viðbúinn til að hefja björgunar- tilraunir, ef Þorkell máni sykki. Þegar þessu stórviðri slotar, liggur næst fyrir Þorkeli mána að komast heim. Skemmdir, sem skipið hefur orðið fyrir, verða ekki rannsakaðar til fulls úti á rúmsjó. Skipið er með um 30 manna áhöfn, en hefur orðið að höggva frá sér björgunarbátana. Fylgd og samflot bv. Marz til íslands er því óhjákvæmileg nauðsyn, sem liggur í augum uppi. Hefði Marz látið Þorkel mána sigla sinn sjó einan og skipinu hefði síðan hlekkzt á, eða horfið með öllu, á leið til íslands, hvað hefði þá ver- ið sagt hér heima? Þegar þess er gætt, að þessi tvö skip eru svipuð að aldri og stærð, var þess tæplega að vænta, að höfuðskepnurnar þarna úti á Nýfundnalandsmiðum gerðu í öilu upp á milli þeirra. Marz var að vísu að öllu leyti haffær eftir þessa þungu raun, en þó var margt á skipinu svo laskað, að stórfé mun kosta að færa það í lag. Ef tjón þetta yrði að ein- hverju bætt mundi enginn kostn- aður þar af koma á Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem hefur tryggt sig í Samábyrgð íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda, sem aftur hefur endurtryggt hjá risastóru fyrirtæki úti í Londn, fyrirtæki, sem hefur rætur úti um víða ver- öld. — Er það eitthvert dreng- skaparbrot að láta rannsaka væntanlega bótaskyldu slíkra samtaka? Sú tilraun er fyrirfram dæmd, að ætla að telja þjóðinni trú um, að þjóðkunnur drengskaparmað- ur, sem sjálfur hefur stundað sjó áratugum saman, vildi gera sér að féþúfu þá hjálp eða aðstoð, er skipi hans og skipverjum mættij lánast að veita mönnum í hafs- nauð. — Leifur heppni hlaut sitt glæsilega viðurnefni fyrir björg- un farmanna, og sá hugsunar- háttur, sem réð þeirri nafngift, skipar enn öndvegi í hugum ís- lendinga. Þess vegna hefur hin fruntalega árás Alþýðublaðsins vakið almenna undrun og reiði, einnig langt inn í raðir Alþýðu- flokksmanna. Alþýðuflokkurinn í heild verður að gæta sóma síns. Hann er sem stendur eini stjórn- arflokkurinn í landinu, og rit- stjóra Albýðublaðsins verður að skiljast, að hann má ekki gera blað sitt að sorpblaði, slíkt er síð- ur en svo til þess fallið að auka á virðingu, traust eða kjörfylgi flokksins. K. H. S. VÍKINQUR 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.