Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 20
Skipverjar á Johannes Kriiss börðust við stórsjó, ofsarok og- hafís, til þess að reyna björgun. í þrjár klukkustundir fylgdust þeir i gegnum loftskeytastöð skipsins með hinu hörmulega slysi. Þegar Ilans Hedtoft fórst Danska blaðið Politiken hafði símasamband við þýzka togarann Johannes Kriiss, sem kom fyrst- ur á vettvang eftir hið hörmulega slys, þegar Grænlandsfarið Hans Hedtoft fórst. Fer hér á eftir það, sem togaramenn höfðu um málið að segja. Hjálpin var á næstu grösum, þegar Hans Hedtoft sendi út síð- ustu neyðarköll sín. Strax eftir fyrstu hjálparbeiðnina breytti vesturþýzki togarinn Johannes Kríiss, sem var þar nærstaddur, um stefnu, og hélt áleiðis til hins sökkvandi skips. Togaramenn fylgdust gegnum loftskeytastöð- ina í fullar þrjár stundir með baráttu Hans Hedtoft við stór- sjó, hríð, ofsarok og hafís. Of seint. En Johannes Kruss, sem er 650 brúttólestir, kom því miður of seint, enda þótt skipstjórinn og áhöfnin öll gerði sitt bezta til þess að komast á slysstaðinn, og sjálf- ur hafi togarinn eitt sinn næst- um rekizt á ísjaka. Einmitt í þann mund, sem svohljóðandi skeyti barst frá Hans Hedtoft: „Við er- um að sökkva, þörfnumst hjálp- ar þegar í stað“, náði togarinn til þess staðar, sem Hans Hedtoft hafði gefið upp, en þá var Græn- landsfarið horfið og ekkert sjá- anlegt frá togaranum. Staða Hans Hedtoft hefur þá annaðhvort ver- ið breytt eða slysið skeð með óhugnanlegum hraða. Rólegur til hins síðasta. Á laugardag var Johannes Krúss staddur nokkrum sjómíl- um sunnan við síðustu staðar- ákvörðun Hans Hedtoft, og veittu skipsmenn þá athygli braki á sjónum, sem eftir öllum líkum mun vera frá Grænlandsfarinu. Togaramenn telja sig hafa séð þar brot úr borðstokk Hans Hed- toft. Ekki hefur svo vitað sé sézt annað brak úr skipinu, enda þótt togarinn hafi leitað látlaust á staðnum. „Þetta kom okkur mjög á óvart, að Hans Hedtoft skyldi þagna svona skyndilega og hverfa með öllu“, sagði loftskeytamað- urinn á þýzka togaranum í sam- tali við danska blaðið. Og hann hélt áfram: „Það er okkur öllum hér um borð hinn mesti harmur að hafa ekki getað komizt nógu fljótt á slysstaðinn. Samkvæmt þeim skeytum, sem við fengum, héldum við að Hans Hedtoft gæti haldizt á floti langtum lengur en raun bar vitni. Ég verð að lýsa aðdáun minni á loftskeytamanni Grænlandsfarsins. Hann hélt áfram að senda morsskeyti á neyð- arsendinn með hinni stökustu ró- semi til hins síðasta. Hann sendi nákvæm merki og gaf staðar- ákvarðanir, og ekki eitt einasta skipti mátti merkja flaustur eða ótta. Neyðarsendir. í þær þrjár klukkustundir, sem við höfðum samband við Hans Hedtoft, skiptumst við að minnsta kosti 15 sinnum á morsskeytum. Síðasta skeytið kom klukkan 21,40 (ísl. tími 19,40). Það var skeytið um að skipið væri að sökkva, en andartaki síðar bár- ust okkur tvö langdregin mors- merki. Svo virtist sem rafgeymir neyðarsendisins væri genginn til þurrðar, en einnig getur þetta hafa stafað af því, að sjórinn hafi fossað inn og stöðvað loftskeyta- manninn--------“. Loftskeytamaðurinn á Johann- es Krúss heldur áfram frásögn sinni: „Það var klukkan 18,30 (16,30 ísl. tími), sem við breytt- um stefnu til þess að halda til P. L. Rasmussen, skipstjóri. Rúmlega helming ævinnar hafði hann siglt um Grænlandshaf. hjálpar hinu nauðstadda skipi. Veðrið var mjög vont, 10—11 vindstig, haglél og ísjakar og rek- ís um allan sjó. í svarta myrkri var erfitt að komast á slysstað-' inn. Johannes Krúss getur faríð 13 hnúta á klst., en við neydd- umst til að sigla á minni hraða vegna íshættunnar. Það tók okk- ur um það bil þrjá tíma að ná til þess staðar, sem Hans Hedtoft hafði gefið upp. Hvað eftir ann- að gaf danski loftskeytamaður- inn upp staðarákvörðun og spurði hve langt við værum frá honum, en við svöruðum með því að gefa upp okkar staðarákvarðanir. Sáu ekki bhjsin. Þegar klukkan var 21,30 (19,- 30) bað ég loftskeytamanninn að láta senda upp neyðarblys frá Hans Hedtoft, og það gerðu þeir, en þótt við værum ekki langt frá slysstaðnum, gátum við ekki séð þau. Myrkrið og stormurinn hafa tekið blysin, og enda ekki verið hægt að senda þau beint upp frá hinu sökkvandi skipi. Þegar við komum á slysstaðinn, var skipið ekki sjáanlegt, og enda þótt við sigldum um staðinn fram og aft- ur í hálfa aðra klukkustund kom- um við ekki auga á neitt. Við lýst- um með ljóskösturum og höfðum nákvæmar gætur á hvort björg- VÍKINGUR 52

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.