Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 2
D Togarinn JiJLI ferst ^íðdegis þriðjudaginn 17. febrúar s.l. tilkynnti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, að togarinn Júlí væri talinn af með allri áhöfn, 30 mönnum. Leit er nú hætt að togaranum, en hún hófst að morgni 10. febrúar og í tilkynningu Bæjarútgerðarinnar segir, að viðstöðulaust hafi síðan verið leitað með flug- vélum og skipum á meir en 70,000 fersjómílna svæði. Fjöldi flugvéla hafði tekið þátt í leitinni að Júlí, björgunarflugvélar frá Kanada, Bandaríkjunum, Nýfundnalandi og héðan frá Islandi, svo og bandarískaf flotaflugvélar. Á sjó leituðu veðurskip og stórir rússneskir verksmiðjutogarar. Auk hins fyrrgreinda leitarsvæðis á Nýfundnalandsmiðum var og leitað á stóru aðliggjandi svæði sunn- ar, á þeim slóðum, sem kanadisku skipin fórust, er einnig týndust í þessu ægilega mannskaðaveðri. Allur þorri skipsmanna á Júlí voru ungir menn, yngsti maðurinn aðeins 16 ára, en hinn elzti 48 ára. Flestir á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Af þeim voru 19 frá Reykjavík og 5 frá Hafnarfirði. I hópnum voru 12 heimilisfeður, er láta eftir sig konur og börn. Með hvarfi togarans Júlí hafa 39 börn á aldrinum nokkurra vikna til 15 ára misst feður sína. Þá voru í hópi hinna vösku sjómanna á Júlí nokkrir menn, er ýmist voru fyrirvinna móður eða foreldra. Þetta er eitt hið mesta sjóslys, sem orðið hefur á íslenzku skipi á þessari öld, en fleiri fórust þó í hinu svonefnda Þormóðsslysi 1943, er 31 maður drukknaði. I Halaveðrinu 1925, er tveir togarar fórust, drukknuðu 68 menn, og með togaranum Max Pemberton, er hvarf árið 1944, fórust 29 menn. Hér fara á eftir nöfn skipverja á togaranum Júlí: Þórður Pétursson, skipstjóri, Grænuhlíð 8, Reykjavík, 42 ára. Hann lætur eftir sig 3 börn: 14, 11 og 6 ára. Faðir hans er á lífi. Hafliði Stefánsson, 1. stýri- maður, Köldukinn 6, Hafnarfirði, 31 árs. Kvæntur með 2 börn, 5 ára og 3ja ára. Móðir á lífi. Þorvaldur Benediktsson, 2. stýrimaður, Brekkug. 14, Hafn- arfirði, 24 ára, ókvæntur. Hann 34 var sonur Benedikts Ögmunds- sonar skipstjóra á togaranum Júní frá Hafnarfirði. Stefán Hólm Jónsson, 1. vél- stjóri, Eskihlíð 4C, Reykjavík, 48 ára. Lætur hann eftir sig 5 börn, tvö innan fermingaraldurs. Guðlaugur Karlsson, 2. vél- stjóri, Garðavegi 10, Hafnar- firði, 20 ára. Hann var fyrirvinna móður sinnar. Runólfur Viðar Ingólfsson, 3. vélstjóri, Langholtsvegi 137, Reykjavík, 23 ára. Hanm var ókvæntur, en móðir hans býr á Akranesi. Hörður Kristinsson, loftskeyta- maður, Langeyrarvegi 9, Hafn- arfirði, 29 ára. Kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn ung. Andrés Hallgrímsson, bátsmað- ur, Mávahlíð 27, Reykjavík, 35 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.