Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 12
klakabarningi og skipið lagðist
sitt á hvora hlið.
Klukkan 18,30 varð Marz að
lóna til þess að berja klaka hjá
sér, en eftir rúma tvo tíma var
haldið aftur af stað með hálfri
ferð og þá stanzlaust í hríðar-
veðri og náttmyrkri fram undir
morgun. Samband var haft við
Þorkel mána öðru hvoru alla nótt-
ina. Kl. 04,00 var komið á sömu
breiddargráðu og Þorkell var. En
ekkert sást fyrir veðri og sjó.
Var lónað upp í veðrið, gekk á
með hryðjum, NV 6—9 vindstig
og 11 gr. frost. Um klukkan 06,00
sagði Þorkell máni, að betur hefði
farið á skipinu um nóttina, og
lónað væri með hægri ferð, mikill
klaki væri kominn á hvalbak og
við spilið, og yrði reynt að senda
menn framá aftur, þegar birti.
En um kl. 07,00 varð ástandið
aftur ískyggilegt og skipið kom-
ið á hliðina að nýju. Eftir ítrek-
aðar tilraunir tókst að ná góðri
miðun af Þorkeli mána um kl.
07,30, og hélt þá Marz strax af
stað með %-ferð til hans. Um
kl. 08,30 var komið að skipinu.
Var Þorkell máni þá með mikinn
halla á bakborðssíðu. Ræddu
skipstjórarnir um það sín á milli,
að ef til þyrfti að taka um björg-
un á mönnum, myndi það vera
helzt til ráða, að nota gúmmíflek-«a
ana af öðru hvoru skipinu.
Til allrar hamingju kom aldrei
til slíks. Skipin lónuðu saman í
ofviðrinu. Skipverjar á báðum
skipunum héldu stanzlaust áfram
að berja klaka til þess að gera
skipin sjóhæfari. Undir miðnætti
fór að draga úr veðrinu og kl.
05,00 á þriðjudagsmogun lögðu
þau af stað samflota heim
Það er skammt milli lífs og
dauða á skipum, sem lenda í slíku
ofsaveðri. í þessu tilfelli lauk
baráttunni með sigri. Sigurgeir
skipstjóri og skipverjar hans
lögðu skip og sitt eigið líf að veði
í baráttu við ofsafengnar nátt-
úruhamfarir. Með þrautseigju og
hörku tókst þeim að sigrast á
erfiðleikunum og komast heilu
og höldnu nauðstöddum félögum
sínum til aðstoðar.
'amitoartt
t tilefni hinna nýafstöðnu sjóslysa.
Þjóðin grætur, þegar hetjur falla,
það er sorg, sem snertir hugi aUa.
Vaskir sjómenn, íslands óska synir,
eru í sannleik trúir þjóðarvinir.
Störf sín vinna á hafsins bárum breiðum,
bera dagsins þunga á hættuleiðum.
Við stormsins gný og bratta bylgjufalda
þeir berjast hljóðir úti um -nóttu kalda.
Þjóðinblessar þeirra nöfn með tárum.
Það fær enginn lýst þeim hjartasárum,
sem opin standa í ástvinanna barmi,
er yfirkomnir titra af þyngsta harmi.
En vinur, þú sem situr nú i sárum
og sérð ei nema auðn á hafsins bárum,
lyftu höfði, Ijós er ofar skýjum —
þar Ijómar bjarmi yfir degi nýjum.
1 Ijósi trúar lít þú upp til hæða,
er lamar dýpsta sorg og stormar æða.
í Ijósi því býr lífsins dýrðarkraftur —
í Ijósi því sést horfinn vinur aftur.
Sjá Lífsins strönd, þar stendur Drottinn Kristur,
og stormar lægja, hverfur dauðans mistur.
Hann réttir hönd mót hjartans vini þínum,
og honum lyftir blítt að faðmi sínum.
Hann fiskimenn til fylgdar við sig valdi,
sá vinur, þegar hér á jörðu dvaldi.
Hann bíður þeirra björtu á Lífsins landi —
og lýsir þeim úr hverri hættu og grandi.
Hann sér og veit, er þeir í stríði standa,
og stýrir þeirra för úr hverjum vanda.
í friðarhöfn á lífsins lokadegi
hann leiðir þá um sína duldu vegi.
Þú átt þinn vin, þó ævi enda megi —
það er sú vissa, sem að bregst þér eigi.
Þinn lífsins vegur lýtur sama vilja, —
um lítinn tíma eigið því að skilja.
Þá björtu trú þér gefur Jesú góði —
og geymdu hana í þínum hjartasjóði.
Til þín Drottins kærleikskraftur streymi,
hvar sem stendur þú í sorgarheimi.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
44
VÍKINGUR