Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 27
þess, að krefja hann um upplýsing- ar“. En svarið var dropinn, sem fyllti skál reiðinnar hjá Cartagenas, og næsta kvöld kom San Antonio ekki upp að forustuskipinu til þess að taka við fyrirskipunum. En þá var öllum í flotanum augljóst, að Juan de Cartagena viðurkenndi ekki óskoruð yfiri’áð og forustu hins portúgalska yfirforingja. í nokkra daga lét Magellan sem hann yrði ekki var þessarar móðg- unar, en loks sýndi hann merki til undansláttar og lét stefna saman skipstjórunum fjórum til ráðstefnu um borð í forustuskipinu. Juan de Cartagena mætti ásamt hinum, en þegar Magellan vildi ekki ennþá gefa neinar upplýsingar um, hvers vegna stefnu hefði verið breytt, þá varð Cartagena svo ofsareiður, að hann blátt áfram neitaði að hlýða nokkrum fyrirskipunum. Magellan gaf samstundis fyrirskipun um, að taka hinn mótþróafulla skipstjóra til fanga. Hinir spönsku skipstjórarnir horfðu þegjandi á. Tveimur mínút- um áður höfðu þeir alveg staðið með Juan de Cartagena, en hið snögga viðbragð Magellan lamaði þá alveg. En um leið og Cartagena var leidd- ur á brott, leyfði einn þeirra sér í mikilli auðmýkt að minna Magellan á, að fanginn væri spánskur aðals- maður og bæri því réttur til að sleppa við að verða lagður í hlekki. Magellan gekk inn á þá málamiðlun með því skilyrði, að Luis de Men- doza, sem hafði verið falið að gæta fangans, legði drengskap sinn að veði um gæzlu fangans gagnvart yfirforingjanum. Mesquita, frænda Magellans, var fengin skipstjórn á San Antonio, og flotinn hélt áfram siglingu sinni án þess að fleira bæri til tíðinda. Eftir ellefu vikna siglingu kom flotinn loks að landi 13. desember, í flóanum þar sem nú er Rio de Janeiro. Fyrir þennan hóp manna, sem tæplega vissi hvert hann var að fara eða hvar hann myndi lenda, hlýtur þessi flói að hafa litið út eins og sjálf Paradís á jörðu. Hinir inn- fæddu, sem streymdu niður að ströndinni frá kofum sínum i skóg- arjöðrunum, til þess að taka á móti hinum undarlega þungklæddu her- mönnum, voru undrunarfullir, en þó ekki tortryggnir. Pigafetta segir í dagbók sinni, að þeir hafi verið vin- samlegir og selt vörur sínar mjög ódýrt, og segir t. d.: „Fyrir litla VÍKINGUR bjöllu fengum við stóra körfu fulla af kartöflum", „Ungu stúlkurnar voru einnig mjög vingjarnlegar við hina erlendu sæfara, aðeins íklædd- ar hárprýði sinni“, eins og Pigafetta segir. Eftir að hafa dvalizt þarna í 13 daga til hvildar og lagfæringar á ýmsum hlutum, lét Magellan halda ferðinni áfram suður á bóginn með- fi'am strönd Brasilíu, og 10. janúar 1520 komu þeir til Cabo Santa Maria. í landsvæðinu þar fyrir ofan sáu sæfararnir lágt fjall, er bar yfir víð- áttumikla sléttu, og þeir nefndu það Montevidi — núverandi Montevideo. Hið breiða sund, sem þeir sigldu inn í, var í raun og veru ekki annað en mynni La Plata fljótsins, en það vissi Magellan ekki um. En hann eyddi fjórtán dögum við að rann- saka flóann, og það hlýtur að hafa orðið honum bitur vonbrigði, þegar honum varð ljóst, að hér var aðeins um að ræða geysilega stórt ármynni. En hann gat þó huggað sig við, að enginn skipstjóranna gát vitað um þessi vonbrigði, og hann lét því von- góður halda siglingunni áfram suð- ur með ströndinni, sem nú fór að verða tilbreytingarlausari og eyði- leg. Brasilía með pálmaviðarlundun- um og brúnu, vinsamlegu fólki var gersamlega horfin. Inni á strönd- inni sáu þeir ekki annað kvikt en mörgæsir og sæljón. Af óþrjótandi elju rannsakaði Mágellan hvern flóa og hverja vík, sem þeir fundu. Oft vöknuðu vonir hjá honum að hafa fundið sund, en þær urðu jafnoft að vonbrigðum. En hann gafst ekki upp, sífellt var siglt suður á bóginn. Landið varð sífellt eyðilegra og frá- hrindandi. Dagurinn varð stuttur og nóttin löng. Seglin urðu hvít af snjó, stormar hvinu í rám og reiða. Hálft ár var liðið — Suðurheim- skautsveturinn var að ganga í garð, og engin merki þess sáust, að Ma- gellan hefði fundið eða nálgast það takmark, sem hann leitaði að. Áhafnir skipanna fóru að láta í ljós óánægju. Þeir höfðu látið skrá sig til ferðar, sem heitið var til hinna sólprýddu kryddeyja — en hvert var þessi þögli og hrjúfi mað- ur að fara með þá? Hver dagur var barátta upp á líf og dauða við storma og stórsjóa. 31. marz 1920 fundu þeir enn sveig inn í strandlengjuna. Von- ir vöknuðu enn hjá Magellan. Hann rannsakaði flóann, en hann reynd- ist alveg lokaður við ströndina. En Magellan ákvað að setjast þarna um kyrrt í vetursetu. Óhemju mikil fiskauðlegð virtist vera þarna, og hér var þó hlé fyrir vetrarstormun- um. Þeir nefndu staðinn Port San Julian. ' -n ■ Hið einhæfa og eyðilega líf var hættulegt fyrir röð og reglu. Skips- hafnirnar fóru að ókyrrast og spenn- an milli Magellans og hinna spönsku skipstjóra óx stöðugt, þar til loks að hún brauzt út í hreinni uppreist. í skjóli myrkurs læddist Cartagena ásamt tveimur öðrum skipstjórum og með 30 manna hóp með sér um borð í-San Antonio. Tókst þeim að ná skipinu á sitt vald, eftir að hafa drepið einn af foringjunum og §ett Mesquita frænda Magellans í fang- elsi. Magellan ákvað að taka strax til strangra gagnráðstafana. Hans tryggi og trausti stýrimaður Espi- nosa var sendur með fimm menn um borð í skipið Victoria með bréf til uppreisnarskipstjórans Luis de Men- doza. Uppreisnarmönnunum á þessu vel vopnaða skipi féll ekki grunur í hug, þegar þeir sáu bátsskelina leggja að reipstiganum. Það var varla hugs- anlegt að hætta væri á því, að 6 menn réðust á vopnað skip með 60 manna áhöfn. Án þess að sýna nokk- urt flaustur lagði Espinosa til upp- göngu á Victoria og afhenti Mendoza skipstjóra skriflega fyrirskipun um að koma samstundis til viðtals á for- ustuskipinu. Mendoza las tilkynninguna og hló hátt að þessari augljósu gildru, en hláturinn kafnaði í ískyggilegri hryglu, því að Espinosa hafði með eldsnöggri hreyfingu stungið korða sínum í háls skipstjórans. Mann- skapurinn á uppreistarskipinu starði furðu lostinn á lík skipstjóra síns, og engin hönd hrærðist til neinna mótaðirerða. Victoria var að nýju á valdi Magellans. Engir aðrir meðal uppreisnarmannanna voguðu að leggja til frekari mótspyrnu, og Magellan gat án frekari vandkvæða látið taka höndum hina tvo upp- reisnarskipstjóra, er eftir lifðu, Ju- an de Cártagena og Gaspar Quesada. Það var Quesada, sem hafði drep- ið yfirmanninn á San Antonio, og Magellan, sem var Ijóst, að hann gat ekki náð til þess að hegna öllum uppreisnarmönnunum, sem myndi hafa verið fimmti hver maður, ákvað að gefa þeim öllum áþreifanlegt for- dæmi til varanlegrar viðvörunar. — Það var sett á stofn formlegt rétt- 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.