Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1959, Blaðsíða 4
Vitaskipið HERMÓÐDR íerst
HWBHB
A ðfaranótt 18. febrúar s.l. varð
íslenzka þjóðin fyrir öðru
stóráfallinu á sjó á skömmum
tíma, er vitaskipið Hermóður
fórst með allri áhöfn, 12 mönn-
um, undan Reykjanesi.
Landhelgisgæzlan sendi út
svohljóðandi fréttatilkynningu
um þennan hörmulega atburð:
„Talið er víst, að vitaskipið
Hermóður hafi farizt með allri
áhöfn í stórsjó og ofviðri undan
Reykjanesi í nótt.
Var síðast haft samband við
það frá öðru skipi um kl. 4 í
nótt. Var Hermóður þá staddur
við Reykjanes, en síðan hefur
ekkert heyrzt eða sézt til skips-
ins.
Hermóður var á leið frá Vestmannaeyjum, þar sem hann hafði verið við bátagæzlu á vegum
Landhelgisgæzlunnar undanfarinn hálfan mánuð, og var væntanlegur til Reykjavíkur í morgun.
Strax þegar ekki heyrðist til skipsins í morgun, sendi Landhelgisgæzlan gæzluflugvélina Rán
til þess að leita að því og nokkru síðar var Slysavarnafélagið beðið um að láta leita meðfram strönd-
inni frá Grindavík og vestur og norður fyrir Reykjanes allt að Garðskaga. Brugðu slysavarnadeild-
irnar í Grindavík og Höfnum, svo og þrír leitarflokkar frá Reykjavík skjótt við og fundu skömmu
fyrir hádegi brak úr skipinu rekið undan Kalmannstjörn sunnan við Hafnir. Leitað var allt til
dimmu, en mun verða haldið áfram strax í birtingu í morgun“.
Á Hermóði var 12 manna áhöfn og voru það þessir menn:
Úlafur G. Jóhannesson skip-
stjóri, Skaftahlíð 10, Rvík, 41 árs.
Hann var kvæntur og auk konu
lætur hann eftir sig sjö börn á
aldrinum 10, 8, 7, 5, 4 og tvö
:/eggja ára.
Sveinbjörn Finnsson, 1. stýri-
maður, Útgerði við Breiðholts-
veg, Rvík, 24 ára. Hann lætur
eftir sig konu og eitt barn árs-
gamalt. Foreldrar hans búa vest-
ur í Grundarfirði.
Eyjólfur Hafstein, 2. stýrimað-
ur, Bústaðavegi 65, 47 ára. Hann
lætur eftir sig konu og 4 börn,
12, 9, 7 ára og 8 mánaða. Móðir
hans öldruð er á lífi.
Guðjón Sigurjónsson, 1. vél-
stjóri, Kópavogsbraut 43, Kópa-
vogi, 40 ára. Kvæntur og auk
konu lætur hann eftir sig 5 börn
á aldrinum 5—14 ára.
Guðjón Sigurðsson, 2. vélstjóri,
Freyjugötu 24, 65 ára. Lætur eft-
ir sig konu og uppkomin börn.
Birgir Gunnarsson, matsveinn,
Nökkvavogi 31, 20 ára. Ókvænt-
ur. Var í foreldrahúsum.
Magnús Ragnar Pétursson, há-
seti, Hávallagötu 13, 46 ára. Ókv.
Jónbjöm Sigurðsson, háseti,
Gnoðarvogi 32, 19 ára. Var hjá
foreldrum sínum og er elztur 10
systkina.
Kristján Friðbjörnsson, háseti,
27 ára, til heimilis austur á
Vopnafirði.
Davíð Sigurðsson, háseti, Sam-
túni 32, 23 ára. Elztur 5 systkina.
Einar Björnsson, aðstoðarmað-
ur, frá Vopnafirði, 30 ára.
Helgi Vattnes Kristjánsson,
aðstoðarmaður í vél, Þinghóls-
braut 23, Kópavogi, 16 ára. Var
hann á heimili foreldra sinna.
*
Skip það, sem minnzt er' á í til-
kynningu Landhelgisgæzlunnar
að Hermóður hafi haft samband
við um kl. 4 um nóttina, er flutn-
ingaskipið Vatnajökull, en hann
VÍKINGUR
36