Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 11
leg hæðarbreyting í sjónum um 60 fet myndi þrefalda fyrirferð sundmagans; auk þeirrar hættu sem fiskinum stafaði frá innri meiðslum, þyrfti hann að leggja fram mikla orku til þess að kom- ast niður aftur. í nokkrum úthafsfiskum eru sundmaginn fullur af fitu í stað- inn fyrir gasi. Fitan hefur þann kost að viðhalda stöðugri fyrir- ferð við breytilegan þrýsting. En þéttleiki fitunnar er um 0,9 mið- að við vatn, og fiskur sem not- ast við fitu til þess að fleyta sér með verður að hafa allmikið af henni annars staðar en í sund- maganum. Eftir rannsóknum N. B. Marsalls við British Museum að dæma virðist fitumagn Cyclo- thone fisksins vera um 15 prós- ent af fyrirferð hans og verður þess vegna heildarþéttleiki hans um það bil jafn þéttleika sjávar. Til eru djúpsævisfiskar, sem ekki eru með sundmaga og eru heldur ekki feitir, þrátt fyrir það eru þeir flotmagnaðir. í staðinn fyrir sérstök líffæri, sem lyfta þeim upp, eru hinir þyngri hlut- ar þeirra mjög rýrir. Beinin eink- um í sporði og bol eru létt í sér og sundvöðvarnir sem hreyfa þau eru hlutfallslega rýrir. Eggjahvítuefni í þessum fiskum er í sumum tilfellum aðeins 5 hrósent, en eggjahvítuefni grunn- sævisfiska aftur á móti um 17 Prósent. Dálítil fita og þunnir b'kamsvökvar minnka þunga beina og vöðva í vatninu, fisk- arnir verða þannig næstum hæfi- lega flotmagnaðir. I fljótu bragði virðast þessir fiskar djúpanna ekki vera vel settir, en þeim tekst að klófesta og éta bráð, sem er eins stór og þeir sjálfir, bein þeirra og vöðv- ai' henta lifnaðarháttunum, tálknbogar og aðrir líkamspart- ar sem til þess eru gerðir að ná > bráð og gleypa hana eru sterk- Pstu partar þessara fiska. Þeir eru í raun réttri fljótandi gildr- Ur! þeir liggja í myrkri djúp- aþna og laða til sín bráð með jýsandi blettum o. fl. kringum bjaftinn og á hausnum. VÍKINGUR Hin svokölluðu lægri dýr hafa þróað með sér líffæri til að lyfta undir í vatninu og eru þau ekki síður ágæt en sundmagar fisk- anna. Þegar forfeður nútíma- kolkrabbans fengu gashólf efst í hinni kúptu skel, þá var það eitt af stóru skrefunum á fram- þróunarbrautinni. Við getum ímyndað okkur að hólfið hafi komið að notum sem flothylki og gert dýrinu fært að losa sig frá botni, knúið vatnsgusum. Þar sem dýrið þurfti nú ekki lengur að skríða þá færðust fæturnir fram að kjafti, randir kjaftops- ins fengu kögur af fálmurum. Þannig ef til vill kom hin sér- staka tegund lindýra (cephalo- pod) fram. Hin gasfyllta sundur- hólfaða skel varð fögur og breyti- leg að lögun, ýmsar tegundir þessa stóra dýraflokks ríktu og dreifðust um höfin á miðöld og fornöld. Engir niðjar þessara at- hyglisverðu dýra eru nú við líði að undanteknum hinum fágæta Nautílusi (en skel hans er eftir- sótt skraut skeljafræðinga). Kol- krabbategundin Sepia officinalis eða cuttlefish er þó búin fleyti- tækjum, sem greinilega eiga rót sína að rekja til hinna gasfullu skelja Nautilusanna. Sepia offi- cinalis er náskyldur Octopusnum, sem hefst við undan ströndum Vestur-Evrópu. Undir húðinni á baki þessa kolkrabba er stórt bein sem gegnir hlutverki flothylkis. Bak- beinið (cuttlebone) er mjúkt og krítarkennt eins og eigendur kararífugla og parrakeet páfa- gauka vita, því það er oft notað í búr þessara fugla handa þeim til að fægja á sér nefin. Bak- beinið er gert úr þynnum með uppistöðum sem halda þeim í sundur og mynda veggi einstakra hólfa. Dýrið bætir við sig þynn- um meðan það er að vaxa. Þegar það er orðið fullvaxið er bak- beinið fallega lagað og þynnurn- ar um eitt hundrað. Þykkt kalk- kennt yfirlag þekur mest allt beinið og myndar framlenging þess að aftan bogadreginn ugga. Neðra borð beinsins að aftan er Röntgemnyndirnar af þcssum fiskum sýna, að sterk beinagrind og sundmagi fara venjulega saman Flotmagnið sem sund- maginn veitir gerir sterka beinagrind líf- fræðiiega mögulega. Fiskar af tcgundunum LABRIDEA og BATHYLAGIDAE (tveir fiskar neðan við þann efsta) og af tegund- inni GALIDAE (annar að neðan) eru með sundamga og sterka beinagrind. Dökku blettirnir sýna hvar sundmagarnir eru undir hryggnum. Sýnishornin af tegund- unum CHAULIODONTIDAE (neðst), GONOSTOMATIDAE (cfst) og ALEPO- CHEPALIDAE (þriðji að neðan) eru ekki með sundmaga og eru lika með hlutfalls- lega létta beinagrind. myndað úr uppbrettuni endum þynnanna, þar er það þakið gul- leitri himnu. Bakbeinið er um 9,3 prósent af heildarfyrirferð kolkrabbans, þéttleiki þess er venjulega um 0,6 miðað við þéttleika sjávar. í kol- krabba, sem vegur 1000 grömm, er uppþrýstingur beinsins um 40 grömm og nægir það til að vega á mó.ti því sem dýrið er of þungt í sjónum. Fyrsta merki þess að bakbein- ið var annað og meira en venju- legt bein sáum við John B. Gil- pies-Brown af háttalagi kol- krabba, sem við höfðum í sjóbúri. Stundum virtust þeir vera svo léttir í vatninu að þeir virtust eiga erfitt með að halda sér við botn búrsins; en stundum virt- ust þeir eiga auðvelt með að halda sér þar. Hægt er að’ safna kolkröbbum sflman í ílát, án þess að þeir verði fyrir of mikilli truflun. Við notfærðum okkur þægð þeirra og vógum þá í ílát- um sem voru full af sjó. Við komumst að því að þeir sem héldu sig við yfirborðið voru 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.