Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Qupperneq 12
ekki eins þéttir í sér eins og þeir sem héldu sig við botninn. Sund- urlimun leiddi í ljós að þéttleika- munur dýranna var vegna mis- munandi þéttleika bakbeinanna og að hinn breytilegi þéttleiki þeirra fór eftir fyrirferð gass- ins og vökvans sem í þeim var. 1 þungum kolkrabba gat þéttleiki beinsins verið allt að því 0,7 og fyrirferð vökvainnihaldsins um 30 prósent, í fljó.tandi dýri gat þéttleiki beinsins verið um 0,5 og fyrirferð vökvainnihaldsins 10 prósent. Viðbrögð vel nærðra kolkrabba bentu til þess að þeir gátu verið fljótir að breyta þéttleika sín- um. í mikilli birtu grófu þeir sig niður í mölina í botni búrsins. Þegar fór að skyggja komu þeir upp og syntu þar til fór að birta. Við vógum dýrin aftur og skipt- um snögglega um Ijós og myrk- ur, í Ijós kom að þéttleiki þeirra breydtist um allt að 1 prósent á fáum klukkustundum. Kolkrabbinn notar þannig bak- bein sitt eins og kafbátsforingi notar fleytihólf kafbátsins. Þegar kafbáturinn fer í kaf eru hólfin fyllt af sjó. Þegar hann kemur úr kafi er sjónum blásið út úr hólfunum með þrýstilofti. Hlið- stæður útbúnaður kolkrabbans verður að standast strangar þol- raunir. í sjónum hjá Plymouth á Englandi hefst kolkrabbinn að- allega við á 100 til 200 feta dýpi og talið er að hann fari stundum niður á 600 fet. Dýrið verður því venjulega að standast 8 loft- þyngda þrýsting, en stundum allt að 20 loftþyngda þrýsting. Dæl- an sem tæmir bakbeinið verður að vera fær um að dæla vatni inn og út úr beininu upp við yfir- borð sjávar, en einnig verður hún að vega á móti auknum þrýsting á meira dýpi. Þar sem saman- þjappað loft hentar vel til slíkra verka í kafbátum og jafnvel líka í sundmögum fiskanna, þá héld- um við fyrst að þetta væri svona líka í bakbeini kolkrabbans. Brátt komumst við að bví að tilgáta okkar var röng. Við tók- um bakbein úr kolkröbbum sem Vökvafyllt bakbein lyftir undir kolkrabb- ann CUTTLEFISII. Það er léttara í sér en sjór. Efsta teikningin sýnir bakbeniið ofan frá, í miðjunni er langskurðarteikning: svart sýnir bakvöðvann. Örvamar sýna leið gusunnar sem kolkrabbinn knýr sig leið gusunnar sem kolkrabbinn knýr sig mcð um sjóinn. Neðst er teikning af smá- hluta af beininu. Þar sést himna neðan á því. Ilún dælir sjónum úr beinvökvanum (svart) inn í blóðið. nýbúið var að hala upp af 230 feta dýpi, settum þau í vatn og stungum þau út með nálum, við bjuggumst við að sjá loftbólur frá útstreymi gatanna. Þess í stað urðum við þess vísari að vatn rann óðfluga inn í þau. Aug- Ijóslega var gasið í bakbeinun- um ekki undir þrýstingi. Svo fjarri var það 8 loftþyngda þrýstingi eins og við höfðum haldið, að þrýstingur 0,8 loft- þyngda reyndist nær sanni. Enn- fremur komumst við að því að gasþrýstingur minnkar þegar kolkrabbinn dælir vatni út úr bakbeininu. Greinilegt er að gas- ið tæmir ekki vatnið út úr bein- inu. Gasið, sem er mestmegnis köfnunarefni virðist ekki leika neitt ákveðið hlutverk í virkjun bakbeinsins. Þangað virðist það koma af því það streymir þar inn á svæði sem annað afl hefur undirbúið. Við töldum gegnflæðiafl vera að verki, því gegnflæði er algengt fyrirbrigði í líffærastarfsemi. Næsta skref okkar var að ná í sýnishorn af vökva úr virku bak- beini. Við náðum í bakbein úr dýri sem nýkomið var úr sjón- um, settum það ofan í glæolíu í lokuðu íláti. Þegar við minnk- uðum þrýstinginn í ílátinu draup vökvi úr neðra borði beinsins að aftan. Rannsókn sýndi, að vökv- inn inniheldur minna af söltum <m blóð dýrsins. Munurinn á saltinnihaldinu er nægur til að mynda gegnflæðiafl sem getur vegið á móti þrýst- ingi sjávar. Þar sem vökvinn kom aðeins frá afturparti beinsins að neðan var sjáanlegt að hin gul- leita himna sem þakti þann hluta beinsins var virk í gegnflæði- starfinu. Rannsóknir með smásjá stað- festu þetta. Himnan er blóðrík og alsett pokum þétt við beinið, smá gangar tengja pokana við æðar himnunnar og myndar þetta sérstakt frárennsliskerfi. Þetta fyrirkomulag gerir himnunni sýnilega fært að dæla söltum úr vökva beinsins inn í blóðið, en þar með rennur vökvi úr bein- inu og sameinast blóðrásinni. Saltdælan getur þannig aukið eða minnkað gegnflæðisþrýsting- inn milli blóðsins og vökvans í beininu eftir utanað þrýstingi frá sjónum í það og það skiptið og getur haldið vökva frá því að komast inn í beinið, jafnvel þó þrýstingur sé mikill utan frá, þar sem dýrið er statt. Það get- ur ekki verndað beinið fyrir of- urþunga sjávarins. En beinið sjálft þolir samþjöppun. Bein, sem gerðar voru tilraunir á gaf sig ekki fyrr en á það var lagð- ur þrýstingur sem var meiri en sá hámarksþrýstingur, sem dýr- ið verður að þola þar sein það hefst við. Bakbein kolkrabbans er sjálf- stillandi flotmagnstæki af hug- 220 VIKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.