Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Síða 13
Sundurhólfuð skel NATJTILUSS kolkrabba myndar stærðfræðilega (logarithmic) gerðan gorm á þessari röntgenmynd. Dýrið bætir við milligerðum meðan það er að vaxa. í>að heldur til í yzta hólfinu, sem er jafnstórt og öll hin hólfin tU samans. Gasið í skelinni hjálpar því til að fljóta. vitssamlegustu gerð. Það er að vísu fyrirferðarmeira en sund- magi en það hefur líka hlutverki að gegna sem bein. f samanburði. við sundmagann hafa snöggar dýpisbreytingar lítil áhrif á flot- magn þess og þrýstingur frá sjónum hefur engin áhrif á fyr- irferð þess. Mjög smávægileg breyting á saltinnihaldi vökvans í beininu kemur jafnvægi á milli ytri sjóþrýstings og mótsetts gegnflæði (osmotic) þrýstings.. En þessi starfsemi hefur sín tak- mörk. Gegnflæðisþrýstingurinn getur ekki staðizt meiri vatns- vatnsþrýsting en er á 800 feta dýpi. Engin slík takmörk eru á starf- semi hins flotmagnaða líffæris í djúpsæviskolkrabbanum Cran- chidae. Þessir algengu íbúar hafs- ins verða mjög stórir. Hinir stærstu þeirra hafa aldrei veiðst öðruvísi en í mögum búrhvala, er það ef til vill vegna þess að þeir hafast við á miklu dýpi. Vit- að er um að minnsta kosti einn, sem mældist yfir 10 fet, auk hinna tveggja löngu fálmara, sem venjulega eru taldir með í lýs- ingum af risa-kolkröbbum, til þess að gera sem mest úr stærð- inni. Um borð í hafrannsókna- skipinu Sarsía frá Plymouth gat ég, ásamt samstarfsmönnum mínum, þeim T. I. Shaw og John B. Gilpin-Brown athugað eðli og störf hins flotmagnaða líffær- is í nokkrum tegundum kol- krabba sem hafðir voru þar í sjóbúrum. Kolkrabbinn (squid) gengur fyrir sjógusu, sem hann spýr út um þar til gert spúgat en hjálp- ar til með tveimur smáuggum, sem á honum eru að aftan. í sjó- búrunum um borð héldu dýrin að mestu kyrru fyrir. Þau sneru hausnum niður, hreyfðu sig varla og virtust ekki þurfa að reyna neitt á sig. Þar sem þessi tegund kolkrabba er hvorki með sund- uiaga eða bakbein hlýtur hún að vera með eitthvað annað líffæri «1 þess að bera uppi umfram þyngd vöðvanna. Þegar ytri hjúpur dýrsins er VI KINGUR opnaður, þá kemur í ljós stór.t vökvafullt holrúm, sem kallast úrgangsvökva (coelomic) hol- rúmið. Ef gat er gert á himnuna sem vökvinn er í og vökvinn lát- inn renna út, þá missir kolkrabb- inn flotmagnið og sekkur sam- stundis. Það er því greinilegt að vökvinn gefur dýrinu flotmagn- ið. Rannsóknir um borð og ná- kvæmari rannsóknir í landi sýndu að úrgangsvökvi ýmissa tegunda var að þéttleika á milli 1,01 og 1,012. Þar sem þéttleiki sjávar er um 1.026 og úrgangs- vökvinn er rúmlega tveir þriðju hlutar af þunga kolkrabbans þá nægir það til þess að vega á móti eggjahvítuefnum dýrsins og veit- ir því hæfilegt flotmagn. Hvað er það sem gerir vökv- ann svona léttan í sér? Fyrst í stað fékkst ekkert svar við þeirri spurningu. Vökvinn er tær, litar- laus og rammur á bragðið. Fyrst héldum við að hann hefði minni gegnflæðiþrýsting, þ. e. væri minna saltur en sjór og að hann væri þess vegna léttari. Rann- sókn um borð á frostmarki beggja vökvanna sýndu að svo er ekki. Úrgangsvökvinn hefur sama gegnflæðiafl og sjór. Þetta og hið ramma bragð vökvans benti til hins eina efnis sem gæti verið uppistaða í vökva jafn söltum sjó en þó léttum í sér. Þetta efni hlaut að vera ammoníak. Rannsókn sýndi að ammoníak var í vökvanum, meira að segja 9 grönmi í lítra. Ammoníakið á upptök sín í hinum sérkennilegu efnaskiptum kolkrabbans. Frábrugðið því sem á sér stað hjá spendýrunum gef- ur kolkrabbinn frá sér köfnunar- efnisúrgang eggjahvítu í mynd ammoníaks, en ekki þvagefni (urea). Hann virðist nota ein- falda en sniðuga aðferð til þess að veiða ammoníakið í vökvahol- ið. Sýruinnihald vökvans í hol- inu er mikið. Þess vegna sækir ammoníakið úr blóðinu inn í það og klofnar þar í jón. Ammoníak- jónin fara ekki svo auðveldlega gegnum lifandi vefi. Þau verða því kyrr í holinu, minnka þétt- leika vökvans og fleyta kolkrabb- anum. Þessi aðferð kolkrabbans við að tileinka sér flotmagn hefur þann mikla kost að ytri þrýst- ingur frá sjónum hefur hverf- andi lítil áhrif á það. Saman- burður við fiskana sýnir að djúp- krabbinn þarf ekki að breyta magni vökvans í holinu þó hann breyti um dýpi. Samanburður við bakbeinskrabbann sýnir að djúp- 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.