Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Side 14
Hljóðdeyfing í vélarrúmum krabbinn getur kafað miklu dýpra. Hinn mikli galli þessa fyrirkomulags er fyrirferðin. Sundmaginn er aðeins 5 prósent af fyrirferð fisksins og bakbein- ið aðeins 10 prósent af krabb- anum sem notar það til að fljóta á, en vökvaholið er 200 prósent af fyrirferð djúpkrabbans. Mai-gt er líkt með kolkrabba djúpanna og köfunarkúlu Aug- uste Piccard, þeirri sem hann hefur kafað í niður á mikil haf- dýpi. Köfunarkúlan sem er full af léttu efni (gasoline) gegnir sama hlutverki og hið vökvafulla hol djúpkrabbans. Neðan í kúl- unni hangir athugunarklefi sem er hliðstæður hinum þyngri pört- um djúpkrabbans. Af þessum ástæðum höfum við nefnt hann köfunarkúlu kolkrabbanna. Heit- ið sjálft ætti að hamla á móti of miklu stærilæti okkar í sambandi við nýjustu uppfinningar manns- ins, þar sem dýr hafa notfært sér þær frá ómunatíð. (Höfundur: Eric Denton í Scientific American July 1960). Grímur Þorkelsson þýddi. —o-o-o— Með stærðfræðinni hafðist það. Piltur nokkur vildi komast að því hvar stúlka, sem hann var hrifinn af, bjó. Hann vissi um götuna en ekki númerið. Þá lék honum for- vitni á að vita hve gömul hún væri. Hann fékk stúlkunni því blað og blýant og lagði fyrir hana eftir- farandi reikningsdæmi: 1. Skrifaðu hjá þér götunúmerið, þar sem þú átt heima. 2. Tvöfaldaðu það. 3. Bættu svo 5 við. 4. Margfaldaðu útkomuna með 50. 5. Bættu aldri þínum við þá út- komu. 6. Bættu svo við 365. 7. Dragðu 615 frá heildarútkom- unni. Útkoman gaf piltinum upplýsing- ar um það, sem hann vildi fá að vita; götunúmerið stóð fyrir fram- an aldur stúlkunnar. Lesendur geta nú sannprófað þetta með því að nota sínar eigin tölur í þessu reikn- ingsdæmi. Það er vel kunnugt að mikill hávaði á vinnustað t. d. í litlum vélarúmum í skipum, hefur mjög skaðleg áhrif á taugakerfi manna og skapgerð. Af langri dvöl í há- vaðanum verða menn andlega þreyttir, sljóir, jafnvel kærulitl- ir um starfið og viljalitlir til nokkurrar teljandi áreynslu. Fæstir eru svo þrekmiklir lík- amlega og andlega, að t. d. óslit- ið áratuga starf við slíkar að- stæður hafi ekki mjög lamandi áhrif á þá. Mun auðvelt að rekja margs konar vanrækslu við störfin til beinna afleiðinga af hinum hrollvekjandi hávaða í litlum vélarúmum. Fræðilega er talið að hávaði vélanna berist frá þeim í bylgj- um með vissum sveifluhraða. 1 þröngum vélarúmum lenda þess- ar bylgjur fljótlega á þiljum og loftum sem draga lítið til sín en endurkasta mestum hluta þeirra. Þannig byggist hávaðinn upp í þrengslunum, og verður svo til- finnanlega erfiður sem raun er á. Getur aðs.taðan orðið þannig að manni finnst hávaðinn liggja á manni eins og farg, eins og byrði sem fleygt er af sér um leið og farið er út úr vélarúminu. Rannsóknir á lögmálum hljóðs- ins og hljóðburði er heil fræði- grein, og margs hafa menn orðið vísari á undanförnum árum um það, hvernig verjast megi trufl- andi og skaðlegum áhrifum véla- skröltsins. í enska blaðinu „Reed’s Mar- ine equipment news“ var nýlega smágrein um þetta efni, ásamt mynd af nýrri hljóðeinangrun, sem farið er að nota erlendis með góðum árangri. Eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd, er hér um að ræða smá- pýramída sem festir eru á þilj- ur og loft. Þessir pýramídar eru holir og mótaðir úr einhvers konar plast eða gipsefnum (P.V. C.), þéttse.tt götum og fylltir innan með jarðull. Stærðin er 56 cm í ferhyrning og hæðin 21,5 cm. Það er að sögn mjög auð- velt að koma þeim fyrir á hvern auðan blett bæði á veggjum, loft- um og skipshliðum. Er það gert með fjaðrandi stálkrækjum. Þessir hljóðdeyfar eru ljósir að lit eins og myndin sýnir, og frek- ar auðvelt að halda þeim hrein- um. Þeir eru gerðir úr eldtraustu efni. Verksmiðjan sem býr þá til er „Marley Tile Co., Ltd. Sevencakes, Kent, Englandi. Hallgr. J. VÍKINQUR 222

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.